Leita í fréttum mbl.is

Ný lægð í virðingu Alþingis

birtist mér í ræðuflutningi órakaðs og slifsislauss manns á leðurjakka í ræðustól Alþingis þar sem hann þusaði um að ráðherrann Sigríður Andersen, ætti að segja af sér vegna virðingar Alþingis.

Ég þekkti að þarna var sami pírataþingmaðurinn og gripinn var við töku niðurgreiddrar húsaleigu á stúdentaíbúð auk þess sem hann stökk frá Alþingisstörfum í væntanlega betur borgaða vinnu hjá vinum sínum í Reykjavíkurborg.Hafði hann hugsanlega ekki haft tíma til að fara úr malbikunargallanum vegna þessara nauðsynjaræðu um afsögn Sigríðar? 

(Á sama tíma sýndi sjónvarpið frá Bandaríkjaþingi af þingmönnum þar. Hvort finnst mönnum virðulegra þing?)

 

Mér hefur dottið í hug að eftirtöldum ráðstöfunum mætti Katrínarnefndin velta fyrir sér til að endurreisa virðingu Alþingis meðal þjóðarinnar:

1. Klæðnaðarfyrirmæli þingmanna:

  a.  Jakkaföt, hvít skyrta og slifsi fyrir karlmenn

  b.  Kjóll fyrir konur

(Og með tilliti til þekktra viðburða  mætti þá ekki velta fyrir sér eftirfarandi viðbótarráðstöfunum?:

2.    Alkóhólprufa(blástur) áður en gengið er í þingsal

3.    Þvagprufa þingmanna vegna fíkniefna þegar þingforseti ákvarðar.) 

Það er ekki nóg að skipa nefndir til að endurreisa virðingu Alþingis ef þingmenn gera ekki kröfur til sjálfra sín.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Er það eitthvað minna ábyrgðarstarf unglings að starfa á Alþingi en að keyra bíl? þarf minni kröfur að gera til bílstjóra en þingmanna? Eða þýða efnapróf að einhverjir þingmenn komast aldrei í þingsal?

Halldór Jónsson, 23.1.2018 kl. 22:30

2 identicon

Það skorti heldur ekkert upp á flottheitin í jakkafatavali útrásarvíkinganna. Það er greinilega hópur sem á virðingu þína alla.

Góðar leiðir til að endurreisa virðingu Alþingis væru ef sjálfstæðismenn hættu að bjóða fram og kjósa dæmda glæpamenn á þing, veita perrum meðmæli og ef sakfelldir ráðherrar sem brjóta af sér í embætti segðu sig frá embætti eins og venja er meðal siðaðra þjóða.

Efnapróf mundu þýða að einhverjir þingmenn kæmust aldrei í þingsal. Hvort sem það er hass í pípu vinstrimanna eða kókaín í nösum hægrimanna. Og hver hefur séð edrú framsóknarþingmann? Sem betur fer, fyrir suma, var ekkert svoleiðis þegar Davíð "Bermúdaskál" Oddson var á þingi.

Það er flestum öðrum en þér ljóst að klæðnaðurinn endurspeglar þá virðingu sem Alþingi hefur en skapar ekki virðinguna. Virðulegur klæðnaður kemur af sjálfu sér þegar Alþingi hefur áunnið sér virðingu.

Gústi (IP-tala skráð) 23.1.2018 kl. 23:43

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hann Gústi úr glerhús kastar í bræði
úr sér gengnum gallsteinum; öllum að skaðlausu sem þeim er ætlað! Svo vitlaust sem það er. Virðing Alþingis er þeim mun meiri sem fleiri gáfumenn eru þar við stjórnvölinn,Sigríður Anderssen er ein af þeim.



 
 

Helga Kristjánsdóttir, 24.1.2018 kl. 02:57

4 identicon

Þeir voru mikil gáfumenni bankamennirnir okkar, hreinustu snillingar. Og Helga kiknar í hnjánum af virðingu fyrir þeim. Eins er hún orðlaus af aðdáun yfir gáfumönnunum sem földu sína peninga í skattaskjólum og sitja nú á þingi. En lögbrjóturinn Sigríður Andersen er svo gáfuð að öll lögbrot í bókinni gætu ekki slegið á virðingu Helgu fyrir henni, Sigríður þyrfti að fara í gallabuxur til þess.

Gústi (IP-tala skráð) 24.1.2018 kl. 11:04

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Helga, þú hleypur nú ekki upp til handa og fóta yfir hverju grjóti sem flýgur úr glerhúsunum með meistarabótaþegum landsins innan í  sem eru búnir að taka pillurnar sínar og því í góðu skapi.

Halldór Jónsson, 24.1.2018 kl. 14:53

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Helga, ég heyrði að Svandís Svavarsvdóttir hefði verið tvídæmd í ráðherratíð sinni. Það skiptir líklega engu máli í samamnburði við þessa Sigríði Andersen sem skrifaði uppá samþykkt Alþingis sem samþykkti fyrirliggjandi tillögu ráðherra vegna þess að þeir sem hæst glamra núna úr fíflafylkingunni lögðu ekki fram aðra tillögu þá.

Og svo er reginghneyksli að peningapúkinn Markús Sigurbjörnsson skyldi komast upp með það að dæma óhæfum kommatittunum sem ekki voru taldir hæfir á lista Alþingis skaðabætur úr ríkissjóði. Síðan hvenær hefur hann fjárveitingavald til svona sjálftöku til sinna gæðinga. Þessi maður þarf að hætta í Hæstarétti til að rétta við virðingu réttarins.

Ég hef annað tilvik þar sem þessi Hæstiréttur dæmir braskfyrirtæki ómældar skaðabætur úr hendi annars viðskiptaaðila. Það var vístkallað sjálfdæmi þegar Hvamm-Sturla dreifði blóðinu þegar kellingin hans Páls ætlaði að gera hann eineygann eins og Óðinn og Sturla dæmsi síðan aleigu Páls í bætur. Hann skirrðist ekki við fyrr en Jón Loftsson sagði að hann myndi drepa 3 menn af Sturlu fyrir hvern einn sem hann dræpi af Páli í innheimtuaðgerðum. 

Halldór Jónsson, 24.1.2018 kl. 15:22

7 identicon

Hæstiréttur þarf að fara að hundsa lög landsins og dæma eftir persónulegum skoðunum Halldórs Jónssonar á mönnum og málefnum til að öðlast virðingu. Og lögbrot ráðherra eru í lagi og gefa ekki ástæðu til afsagnar ef hægt er að benda á einhvern brotlegan úr öðrum flokki sem ekki sagði sig frá embætti. Þannig helst virðing Alþingis að mati Halldórs Jónssonar, svo lengi sem ekki er farið í gallabuxur....Missa menn vitið við það að eignast bloggsíðu?

Gústi (IP-tala skráð) 24.1.2018 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418219

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband