Leita í fréttum mbl.is

Nauðsynlegar breytingar?

eða ekki?

Þó að ég hafi á sínum tíma orðið pólitískur flóttamaður úr Reykjavík vegna þáverandi lóðaskortsstefnu íhaldsins og því keypt mig inn í byggingu í Kópavogi  með þeim afbragðsmanni honum Stóra-Birni, þá skil ég núna vandamál ungs fólks sem vill komast í eigið húsnæði. Það ástand er líka löngu búið að upptaka í hér Kópavogi þar sem lóðaverð er komið í hæstu hæðir og landið líklega búið líka.

Það virðist allstaðar hér sunnan heiða nema helst í Vogum sú stefna uppi meðal bæjarstjórna, að okra á lóðunum fyrir unga fólkið. Hugsa ekki um framtíðarútsvartekjur fyrst en lóðagjöldin síðast.

Mér heyrist samt að nú sé kominn frambjóðandi í Reykjavík sem vill hugsa þetta upp á nýtt.Eyþór Arnalds skrifar svo í Fréttablaðið. Og þar sem Davíð segist ekki þekkja neinn sem les Fréttablaðið og ég trúi yfirleitt öllu sem sá maður segir, þá er ekki úr vegi að segja frá því að ég hafi lesið þetta skrif hans Arnalds.

Eyþór Arnalds varpar fram spurningum um framtíð Reykjavíkur:

"Hvernig viljum við hafa Reykjavík í framtíðinni?

Ef ég fengi því ráðið væri Reykjavík spennandi borg með nægu rými fyrir fjölskyldur en jafnframt eftirsóttur ferðamannastaður. Borg sem væri fyrsti búsetukostur ungs fólks, borg sem stæðist samanburð við aðrar borgir í Evrópu hvað varðar menntun og atvinnutækifæri. Reykjavík besta sveitarfélagið til að búa í á Íslandi. Hvernig komumst við á þennan stað? Hvað getur Reykjavík gert? Hvað á Reykjavík að verða?

Í fyrsta lagi þarf skólakerfið, allt frá leikskóla, að búa nemendur undir framtíð sem tekur örum breytingum. Skapandi hugsun fái að þroskast og nemendur séu færir um að taka að sér krefjandi verkefni einir eða í hóp.

Í öðru lagi þarf að tryggja nægt framboð á húsnæði og lóðum svo ungt fólk geti eignast sitt eigið húsnæði í öllum hlutum borgarinnar, bæði í Austur- og Vesturborginni.

Í þriðja lagi þarf að tryggja góðar samgöngur bæði fyrir fjölskyldubíla og strætisvagna. Það verður aðeins gert með því að hafa gatnakerfi sem stenst kröfur um öryggi og skilvirkni.

Reykjavík á að vera í fararbroddi í að nýta tækni í samgöngum líkt og gerðist í fjarskiptum.

Borgin á að auðvelda eldri borgurum að búa í eigin húsnæði með lægri álögum og virkja þá sem eldri eru til áframhaldandi þátttöku í samfélaginu.Ein stærsta áskorun framtíðarinnar er fólgin í hækkandi aldri þjóðarinnar en jafnframt er það eitt stærsta tækifæri okkar að virkja fólk á efri árum.

Loks sé ég fyrir mér að stjórnkerfi borgarinnar verði skilvirkt með stuttum boðleið- um og lágum kostnaði.

Þannig borg vil ég búa til og breyta áherslum til móts við nýja framtíð."

Reykjavík er mín fæðingarborg. Mér er ekki sama um þessa Borg æsku minnar þar sem ég bjó fyrstu áratugi minnar ævi.Borgina sem geymir allar mínar fyrstu minningar. Borgina þar sem ég stritaði í fjóra áratugi hlekkjaður við þóftuna mína. Mér hefur sviðið að sjá þessa Borg í tröllahöndum vinstri manna nú um áratugaskeið.Sokkna í félagslegt sukk, sóðaskap og ráðleysi, skuldasöfnun,skipulagsslys, flugvallarfjandskap og pólitískt slaður slagorðavaðals.

Málflutningur Eyþórs er andsvar sem fólk þarf að velta fyrir sér og bera saman við borðaklippingar að framtíðaráætlunum og skýjaborgum Dags Bergþórusonar  Eggertssonar og leiguþýja hans.

Ég held að breytingar séu nauðsynlegar í Borginni fyrir alla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband