29.1.2018 | 12:41
Sprengið ef þið þorið
spekingar í VG. Þið fljúgið með í loftið eins og sjálfsmorðsliðar Talibana í Afganistan með í þeirri sprengingu ríkisstjórnarinnar. Þá hefur endanlega verið sannað að VG er varla stjórntækur flokkur vegna innanflokks upplausnar í kring um skapgölluðustu flokksmennina.
Þeir andskotast á Sigríði Andersen en minnast aldrei á Svandísi Svavarsdóttur þeirra eigin ráðherra. Hún hefur líka dóma á bakinu sem ráðherra. Hræsnin og skinhelgin blasir við öllum sem vilja sjá.
Þessi texti lýsir ástandinu innan VG vel:
" Edward Huijbens, varaformaður Vinstri grænna, segir að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra eigi að víkja ef skoðun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og Umboðsmanns Alþingi á lögbrotum hennar kemur illa út. Mikilvægt sé að setja reglur um viðbrögð ráðherra við svona aðstæðum
Í ræðu sinni á flokksráðsfundi VG í morgun sagði Edward: Það hitnar undir Sigríði Á Andersen og til að þetta eldist nú allt vel og brenni ekki, er betra að hækka hitann rólega. Lágvært hlátrasköll heyrðust í salnum í kjölfar þessara orða.
Edward segir að þar vísi hann í skoðun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og umboðsmanns Alþingis á afleiðingum þess að ráðherra brjóti lög. Auðvitað tel ég að ráðherra sé varla vært við þær aðstæður, en það skulum við bara vanda okkur við að gera og teikna upp vandlega hver staða ráðherra er þegar svona er komið upp.
Edward sagði jafnframt í ræðunni að kjósendur bæru líka ábyrgð á að Sigríður sæti við völd. Hann segir að með því sé hann ekki að víkja VG undan ábyrgð sem fylgir því að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Auðvitað er ábyrð VG sú að við förum í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum vitandi af þessu máli, það er alveg rétt. En við hljótum að þurfa að horfa til þess að einhverjir kusu þennan ráðherra á þing. Auðvitað eru ráðherrar ekki kosnir, að sjálfsögðu ekki, og kjósendur hafa lítið um það að segja hverjir eru skipaðir í ríkisstjórn. En það hlýtur að ráðast af þingstyrk hvernig þetta raðast upp og það er einn af hverjum fjórum sem kaus Sjálfstæðisflokkinn vitandi það. Ég vil líka benda á að kjósendur veita fólki eins og Sigríði völd.
Aðspurður í hvaða stöðu málið er ef skoðun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og umboðsmanns Alþingis kemur illa út fyrir ráðherrann segir Edward. Ég vona þá að hún sjái að sér hreinlega, taki þá af skarið og sýni það pólitíska þor að segja af sér. Það er það sem ég vonast til. Ég vonast líka til að Sjálfstæðisflokkurinn sem hún situr fyrir bendi á að hún þurfi að gera eitthvað í málinu. En það er ekki vilji Vinstri grænna að gera skýlausa kröfu um afsögn hennar þvert á vilja Sjálfstæðismanna og þar með sprengja ríkisstjórnina. Það er ekki okkar vilji.
Til hver er þetta píp í þessum Huijbens sem er kynt upp af hinum alræmda Birni Vali?
Til hvers eru menn í stjórnmálaflokki að ráðast svona gegn formanni sínum og forsætisráðherra?
Ef VG vill sprengja ríkisstjórn sína þá verður svo að vera. En það verður dauðadómur yfir flokknum VG til áhrifa í stjórnmálum til langrar framtíðar. Ekki yfir Sjálfstæðisflokknum sem þessar mannvitsbrekkur hata meira en allt annað.
En sprengið þið bara ef þið þorið!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Ekki er nú gáfulegt að brýna ofstopamenn til dáða.
Að því frátöldu þá er samanburðurinn á dómum Svandísar og Sigríðar fráleitur. Annars vegar þá synjaði Svandís staðfestingar á skipulagi Flóahrepps vegna aðkomu Landsvirkjunar en hins vegar þá hlutast Sigríður um val á dómurum í pólitísku skyni. Afskipti Sigríðar voru óafturkræf á meðan afskipti Svandísar höfðu eingöngu frestunaráhrif.
Fótgönguliðar eins og þú gerðuð meira gagn ef þið þyrðuð að gagnrýna það sem miður fer í eigin ranni nema að þessar færslur skrifist á svokölluð "senior moment", sem virðast fara fjölgandi!
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.1.2018 kl. 16:56
Mér er nokk sama um hvað Svandís gerði eða gerði ekki, en ekki að Sigríður reyndi þó að jafna kynjahallann frá XL-tillögum hinnar "ópólitísku" valnefndar til Landsréttar; 10 karlar og 5 konur. Er ég þó einskis fótgönguliði.
Hvað er annars "senior moment"? Er það þegar fólk er komið á þann aldur að hafa tíma til þess að hugsa tvivar, velta fyrir sér málefninu, bera það saman við fyrri sambærileg og draga ályktanir?
Kolbrún Hilmars, 29.1.2018 kl. 18:13
Aðeins að minna þig á Halldór að það getur verið varhugavert að vísa í fréttir á RÚV, a.m.k. þegar pólitíkin er annars vegar, eins og þú veist.
Ríkisútvarpið fór rangt með í fréttinni sem þú vísar í. Það var ekki varaformaðurinn sem notaði þessi orð, “kemur illa út“ heldur fréttamaðurinn. Sjá síðari hluta bloggpistils Björns Bjarnasonar frá í gær (28.þ.m.). Og Björn klikkir úr með þessum orðum:
Fréttastofa ríkisútvarpsins verður að sjá að sér í frásögnum af störfum dómsmálaráðherra. Ráðist niðurstaðan af því hver „kemur illa út“ er fréttastofan sjálf sigurstranglegust.
Daníel Sigurðsson, 29.1.2018 kl. 19:34
það mætti líka minnast þess að þeim flokkum sem sagt hafa sig frá samstarfi við Sjálfstæðisfokkin hefur vegnað hörmulega í næstu kosningum
Grímur (IP-tala skráð) 29.1.2018 kl. 20:20
'afríaði Frú Svandís ekki dóminum til hæðstaréttar þvert á ráðleggingar lögfræðinga og tapaði allur málskostnaður féll á ríkið dágóð stjórnsýsla það.
Agust þorbjörns (IP-tala skráð) 30.1.2018 kl. 01:19
Galdrabrennuliðið í VG og Pírötum gleymir því að Sigríður lagði lista sinn fyrir Alþingi. Fyrir Alþingi lagði þetta lið ekki neina aðra tillögu.
Alþingi samþykkti tillögu Sigríðar óbreytta sem hún svo framkvæmdi. Með óskoraðan vilja Alþingis á bak við sig.
Eiga þeir þingmenn sem ekki stóðu sig í að leggja fram tillögu á Alþingi samkvæmt sinni núna miklu réttlætiskennd þá ekki að segja af sér ef þeim finnst að Sigriður eigi að gera það?
Hverskonar lið er þetta eiginlega?
Halldór Jónsson, 30.1.2018 kl. 12:56
Og svo má þessi Huijbens gjarnan muna eftir Jóhönnu Sigurðar forsætisráðherra stjórnarinnar sem þeir í VG og Steingrímur(sic!) studdu hvar í sat Svandís Svavarsdóttir sem var var líka dæmd fyrir lögbrot.
Hvar var hans heilagleiki þá?
Halldór Jónsson, 30.1.2018 kl. 12:58
Ótrúlegt að lesa bullið hér frá Jóhannesi Laxdal Baldvinssyni.
Dómurinn sem féll yfir Svandísi Svavarsdóttur var mikil áfellisdómur yfir stjórnsýslu ráðherra, þar sem hún braut gegn fyrirmælum laga við ákvörðun sína og fór ekki eftir því sem lagatextinn sagði. Ákvörðun Svandísar hafði þær afleiðingar að Landsvirkjun ákvað að fresta öllum viðræðum við fjölda fyrirtækja sem óskað hefði eftir orkukaupum. Það tap var óafturkræft.
Við þetta má bæta að Flóahreppur íhugaði skaðabótamál gegn ráðherranum vegna þess tjóns sem 2 ára töf á aðalskipulagi olli. Það tap var óafturkræft.
Svandís Svavarsdóttir getur hins vegar ekki skýlt sér bak við að ákvörðun hennar hafi verið ákvörðun Alþingis, en það getur Sigríður Á. Anderssen gert.
Þetta bull rant í Jóhannesi Laxdal dæmir því sig sjálft.
Valur Arnarson, 30.1.2018 kl. 13:05
Nánari upplýsingar um lögbrot Svandísar:
Mikill áfellisdómur yfir stjórnsýslu ráðherra
Flóahreppur íhugar skaðabótamál
Valur Arnarson, 30.1.2018 kl. 13:10
Þetta er alveg hárrétt hjá þér Halldór, hræsni þeirra VG-liða sem vilja blása upp Landsréttarmálið, er yfirgengileg, og ættu þeir fyrst að taka til í eigin ranni.
Valur Arnarson, 30.1.2018 kl. 13:12
Takk fyrir þetta valur, það er munur að fá svona upplýstar athugasemdir feá mönnum sem þekkja málin og fara ekki með bull út í loftið.
Halldór Jónsson, 30.1.2018 kl. 16:53
Hér er þetta svart á hvítu Jóhannes Laxdal:
"Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu í dag að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefði brotið lög þegar hún neitaði að staðfesta aðalskipulag vegna Urriðafossvirkjunar. Mikill áfellisdómur yfir stjórnsýslu ráðherrans, segir lögmaður Flóahrepps.
Synjun ráðherra fyrir rúmu ári að staðfesta skipulag tveggja hreppa, Flóahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps, stöðvaði í raun þrjár virkjanir í neðri Þjórsá, kenndar við Urriðafoss, Holt og Hvamm, en þær voru fullhannaðar og tilbúnar til útboðs. Svandís Svavarsdóttir hafnaði skipulaginu á þeirri forsendu að Landsvirkjun hefði greitt kostnað viðkomandi sveitarfélaga vegna skipulagsvinnu.
Ráðamenn Flóahrepps sættu sig ekki við ákvörðun ráðherrans, hvað varðar Urriðafossvirkjun, töldu þetta pólitískan gerning en ekki faglegan. Flóamenn höfðu sigur í Héraðsdómi í haust og nú hefur Hæstiréttur staðfest þann dóm. Fimm dómarar Hæstaréttar voru einhuga um niðurstöðuna.
Óskar Sigurðsson, lögmaður Flóahrepps, segir dóm Hæstaréttar vera mikinn áfellisdóm yfir stjórnsýslu ráðherra; að ráðherra hafi brotið gegn fyrirmælum laga við ákvörðun sína og ekki farið eftir því sem lagaatextinn segir.
Þá komi fram í dómnum að sveitarstjórn hafi að öllu leyti, efnislega, málefnalega og löglega, staðið rétt að sínum ákvörðunum, að sögn Óskars."
„Það er þvert gegn því sem ráðherra hefur haldið fram, - og sveitarstjórnarmenn þurft að sitja undir áburði um það að hafa ekki staðið faglega að málum. Þessu er einfaldlega hnekkt, bæði í héraði og Hæstarétti," segir lögmaðurinn.
Synjun Svandísar í fyrra hafði þær afleiðingar, að sögn forstjóra Landsvirkjunar, að fyrirtækið ákvað að fresta öllum viðræðum við fjölda erlenda fyrirtækja sem óskað höfðu eftir orkukaupum, og sagði Hörður Arnarson þá að ákvörðun ráðherrans myndi tefja atvinnuuppbyggingu, sem nýtt hefði orku þessara virkjana, um eitt til tvö ár.
„Ég geri ráð fyrir því að ráðherra staðfesti þetta skipulag á næstu dögum," segir lögmaður Flóahrepps.
Halldór Jónsson, 30.1.2018 kl. 16:55
Mín skoðun stendur óhögguð Halldór. Það er ekki hægt að bera þessar ráðherraákvarðanir saman. Skiptir engu hvað þú velur að bera fyrir þig af röksemdum lögmanns Flóahrepps!
Enda er þetta skipulag staðfest og því enginn skaði skeður.
Hvammsvirkjun er ákveðin og bæði Urriðafossvirkjun og Holtsvirkjun komnar inn á staðfest skipulag.
https://www.landsvirkjun.is/rannsoknirogthroun/virkjunarkostir/virkjunarkostir-kort
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.1.2018 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.