Leita í fréttum mbl.is

Þitt er valið!

er yfirskrift á grein Kristínar Soffíu Jónsdóttur Borgarfulltrúa meirihlutans í Reykjavík.

Hún segir í Fréttablaðinu í dag:

"Fréttir helgarinnar eru þær að Eyþór Arnalds vann stórsigur í leiðtogakjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Til hamingju með það.

Þrátt fyrir dræmt gengi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík seinustu árin virðist hann hvergi ætla að hvika frá stefnu sinni um dreifingu byggðar og andstöðu sinni við eðlilega borgarþróun og ætlar nú að bæta um betur og berjast gegn Borgarlínunni.

Það eru vissulega vandamál í borginni og þau þarf að leysa en ég treysti mér til að fullyrða að mislæg gatnamót leysa ekki eitt. Við þurfum að tryggja dagvistun barna innan hverfis. Við verðum að efla dagforeldrakerfið, gera það miklu ódýrara fyrir foreldra og við þurfum að fjölga ungbarnadeildum. Það þarf að útrýma skutlinu.

Borgarlínan og efling almenningssamgangna mun svo vera tæki til að auka valfrelsi barna með því að gera þeim kleift að ferðast um borgina þegar þau hafa aldur til. Það þarf að halda áfram að skilgreina og styðja við hverfiskjarna og gera fólki það mögulegt að sinna sem flestu innan síns hverfis.

Við þurfum nýtt stórt hverfi inni í borginni. Við þurfum hverfi sem gerir ráð fyrir góðum almenningssamgöngum og umferð gangandi og hjólandi frá fyrsta degi.

Við þurfum að byggja í Vatnsmýrinni vegna þess að byggð þar mun ekki skapa umferðarvanda heldur leysa hann.

Við byggjum okkur frá umferðarvanda með því að þétta byggð – ekki með því að byggja umferðarmannvirki og þið sem í dag þekkið Ártúnsbrekkuna á háannatíma getið ímyndað ykkur hvað það myndi þýða að halda áfram að byggja austast í borginni.

Mislæg gatnamót eru engin lausn inni í borg – þau taka pláss, stytta ferðatíma á háannatíma um sirka 90 sekúndur og eru algjör farartálmi fyrir gangandi og hjólandi. Við leysum ekkert með því að færa hnútinn um nokkur hundruð metra.

Við leysum umferðarvandann með öflugum almenningssamgöngum og skipulagi sem vinnur að því að gefa fólki val um búsetu, lífsstíl og samgöngumáta.

Í vor verður kosið um skyndilausnir sem skapa vandamál eða borgarþróun til framtíðar – þitt er valið."

Í raun er þetta tímamótagrein.

Óvíða hefur afturhaldsstefna Borgarstjórnarinnar komið betur í ljós.

Yfirlýsing Dags B.um að tími mislægra gatnamóta sé liðinn í Reykjavík fær þarna eindrægan vitnisburð og trúarjátningu.

Þarna sjá menn stefnuna í sinni tærustu mynd. Gangandi og hjólandi Borgarbúar flykkjast í Borgarlínuna og flugvellinum í Vatnsmýri verður lokað.

Menn beri þessi sjónarmið saman við málflutning Eyþórs Arnalds og framtíðarsýn hans fyrir ungt og aldið  fólk í Reykjavík.

Þetta æpandi afturhald sem fram kemur í þessari grein Kristínar Soffíu Jónsdóttur Borgarfulltrúa Samfylkingarinnar  frá nútíma Borgarmenningu heimsins er einmitt að sem valið stendur um í vor. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Vinstri menn og meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur er ekki þar undanskilinn, hafa miklar áhyggjur af hlýnun jarðar af mannavöldum. Með áframhaldandi "hlýnun" bráðna  allir jöklar og valda hækkun sjávarmáls. Nú er svo að vinstri stjórnin sem stýrir borginni vill koma sem flestum fyrir í miðborginni og Vatnsmýrin er nefnd í greininni hér að ofan sem tilbalinn byggingareitur þar sem hægt væri að planta tugum þúsunda einstaklinga niður.

Fari svo sem "globalistar" og aðrir "hlýnunarsinnar" eru að spá fyrir um fæ ég ekki betur séð en allar nýju byggingarnar sem verið er að troða niður í miðborginni og setja á í Vatnsmýrinni verði undir vatni eða umluktar vatni á allar hliðar eftir örfáa áratugi.

Kannski er meiningin hjá Degi og hans fylgifiskum að gera Reykjavík að Feneyjum norðursins.

Tómas Ibsen Halldórsson, 30.1.2018 kl. 14:49

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Það væri eftir öðru hjá þeim Tibsen!

Halldór Jónsson, 30.1.2018 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband