Leita í fréttum mbl.is

Lífið í dentid

var einhvernvegin allt öðruvísi en það er í dag. Við höfðum ekki aðra síma en þann svarta Ericson borðsíma á heimilinu. Ekkert aðgengi að klámi nema stöku mynd frá Jóhannesi Kr. og einstaka sjaldgæfa gersemi sem sýndi eitthvað ótrúlegt.

Ég minnist þess ekki úr mínum uppvexti fyrir 70 árum að það sjónarmið væri uppi að ríkið yrði að sjá rónunum fyrir spritti og plássi til að drekka það annarsstaðar en á hótel blikki á Arnarhóli. Frú Ragnheiður ?

Að ríkið ætti að borga mér fyrir að vera í Gaggó Aust en ekki að vinna niðri á höfn.Maður varð að snapa sér það sem maður gat og betla á foreldrunum.Peningar voru fágætir.

Foreldrar mínir voru ekki auðfólk og fæst af kunningjafólkinu sem kom í vísitt á kvöldin af því að ekkert annað var að gera en hlusta á útvarpið. En þau sáu vel fyrir okkur systkinunum og við bjuggum við gott atlæti og aldrei skorti neitt. Mamma var heimavinnandi en pabbi stritaði úti á daginn og teiknaði á kvöldin og stundum um helgar.Hann átti alltaf bíla og bíltúrar voru á sunnudögum að skoða einbýlishús sem mömmu langaði í en fékk aldrei.

Ég vissi vel um sódarana án þess að hafa fengið fræðslu í skólanum né heima.Við urðum sjálfir að passa okkur strákarnir. Við reyktum stundum spanskreyr og reyndum að kíkja á gluggana í kjallaranum á Sundhöllinni. En vorum ekki teknir í sálfræðimeðferð fyrir það.Við vorum ekki ókurteisir eða vondir við stelpurnar enda skotnir í sumum þeirra. Biflíusögur voru auðvelt uppsláttarfag sem hífði upp aðaleinkunnina og ekki var maður á móti því hvað sem trúnni laið og þáði NýjaTestamentið að gjöf með þökkum eins og RauðaKross- penniveskin eða hvaðeina sem var ókeypis.

Ég man ekki eftir neinu einelti þar sem við reyndum yfirleitt að hjálpa lítilmagnanum sem verið var að berja ef við þorðum. Slagur endaði yfirleitt þegar taparinn fór að grenja. Þjófar voru ekki í skólanum með okkur og enginn klagaði þó að kennarinn gæfi manni á kjaftinn þegar við áttum það skilið.Volgu lýsi var hellt uppí okkur á hverjum morgni af hjúkku sem kom í tímann. 

Nú er þetta víst allt breytt.Allir eiga að skilja hitt og þetta.Og þeim sem ekki skilja verður að hjálpa með tilliti til persónuverndar af opinberri hálfu.Foreldrar hafa bara takmarkaðar skyldur og börn engar gagnvart foreldrunum. Hjónaskilnaði þekkti maður bara af afspurn. Nú mega kennarar  ekki halda uppi aga öðru vísi en að nemendur segi:"See you in Court" Fæstir í 10 bekk kunna margföldunartöfluna né geta lesið sér til gagns.Enda engar bækiur um Léttfeta, Tarzan eða Basil fursti lengur á ferð milli krakka þannig að lestur utan skólatíma er ekki lengur brúkaður. Lögga tók af mér hjólið fyrir að vera ljóslaus og ég varð að sækja það vestur í Tripoli og var þar með kominn í bækur lögreglunnar sagði afgreiðslumaðurinn alvarlegur í bragði.Maður fór í sveit á sumrin og síðan þykir mér vænt um beljur því þær voru svo góðar við mig sumar.Það var gott að koma í bæinn á haustin og allt önnur lykt í loftinu.

Lífið í dentid var talsvert öðruvísi en það er í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband