Leita í fréttum mbl.is

Gangandi, hjólandi og bílaumferð.

er slagorð sem Degi og Hjálmari hefur tekist að koma inn í þeirri röð í málflutning mætustu manna eins og Kjartans Magnússonar sem skrifar grein um ágæti þess að byggja neðanjarðargöng fyrir hluta af Miklubraut, 2-3 akreinar í hvora átt.

Hér er búið að lauma inn alröngum áherslum í umferð fólks. Bílaumferð er yfirgnæfandi hluti af umferð fólks, þarnæst er hugsanlega umferð gangandi fólks sumstaðar.  Algerar undantekningar eru samt þeir sem hjóla af heildarumferðinni.

Bílaumferð myndi hafa enn meira vægi ef hið opinbera stundaði ekki yfirgengilega neyslustýringu með sköttum á bíla og bensín. Allt þetta er svona pí-sinnum dýrara en er til dæmis  í Bandaríkjunum. Sá stjórnmálamaður er ekki enn fæddur í Bandaríkjunum sem myndi leggja til að gera þessar frumþarfir almennings að tekjustofni hins opinbera. Þar skilur á milli evrópskra kratahugmynda og landnemahugsjónarinnar vestan hafs.

Einhverjir muna eftir framkvæmdunum við Miklatún síðasta sumar. Þar voru tvær akreinar til vesturs fyrir það umstang.  Hundruðum milljóna síðar voru komnir þarna hættulegir grjótgarðar en tvær akreinar eftir sem áður.

Ef Sjálfstæðismenn fá vilja sínum framgengt að byggja neðanjarðargöng undir núverandi Miklubraut fyrir 2-3 akreinar í hvora átt, þá sjá menn að þau munu að hluta til liggja undir núverandi byggingum. Kostnaður munu hlaupa á mörgum tugum milljarða króna. Þess í stað þarf að rífa húshluta og leggja 3-4 akreinar í hvora átt fyrir brot af þessum kostnaði.

Og hefur umferðin greiðst að verulegu leyti við þessa framkvæmd með 2-3 akreinum í stokk? Hvað með framtíðina? Nýja stokka?

Ætla Sjálfstæðismenn virkilega fram með þessa áætlun sem kosningamál á móti Borgarlínu Dags og Hjálmars?

Bílar þurfa fleiri akreinar og mislæg gatnamót. Að berjast á móti því er eins og að skipa vatninu að renna upp í móti. Hvort sem er á Reykjavíkursvæðinu eða í SanDiego sem er hundrað sinnum fjölmennara.

Af hverju ekki að viðurkenna þá staðreynd að 90 % fólks, hvar sem er í heiminum utan þéttustu byggðar, kýs að ferðast með einkabílnum en hvorki gangandi né hjólandi? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Öfgahægrisinnaðir menn, sem gapa daglega hér á Moggablogginu, ættu að fylgjast betur með ef þeir halda að þeir viti betur en allir aðrir í heiminum.

Evrópu er að langmestu leyti stjórnað af hægri flokkum en ekki krötum og 90% ferða í evrópskum borgum eru ekki með einkabílum, ekki heldur í Reykjavík.

Þar að auki er meirihluti sveitarstjórnarmanna í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi sammála um ágæti Borgarlínunnar og kratar eru ekki í meirihluta í neinu þeirra sveitarfélaga.

Borgarstjórinn í Reykjavík og Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins eru sammála um ágæti þess að setja hluta Miklubrautar í stokk, enda verður það að sjálfsögðu gert, þar sem hægriöfgasinnar, sem halda að þeir séu landnemar með byssu, stjórna hvorki Reykjavík, öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, né landinu öllu.

Miklabraut í stokk - Myndband

Þorsteinn Briem, 4.2.2018 kl. 17:16

2 Smámynd: Halldór Jónsson

 Fallegt myndband um vitleysu. Fáranleg hugmynda að grafa hundrað milljarða í neðanjarðarhvelfingar með loftræsibúnaði, neyðarútgöngum, sjúkraskýlum, brunahólfum, sprinklerum. Endalaust kommabull

Halldór Jónsson, 4.2.2018 kl. 17:44

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

Það vilja allir geta keyrt greitt frá A til B, sérstaklega milli heimilis og vinnu. En það finnst engum mikil umferð jákvæð. Engin vill búa klesst upp við stóra umferðaræð.

Ef Halldór Jónsson fengi að ráða væru miklu lægri skattar á bíla og bensín, enn fleiri væru þ.a.l. að ferðast á bíl, enn meiri umferð eftir Miklubraut og Sæbraut, Mikil umferð meðfram Laugardal, já reyndar enn meiri umferðargnýr í kringum öll helstu útivistarsvæði Reykvíkinga, Laugardal, Elliðaárdal og Miklatún. Breiðari vegir, fleiri mislæg gatnamót inni í miðri borg, einfaldlega meiri forgangur og fyrirferð BÍLA og BÍLAUMFERÐAR.

Þetta er ekki sú framtíðarborg sem ég óska mínum börnum og barnabörnum.

Skeggi Skaftason, 4.2.2018 kl. 20:38

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Æ þú vesæli evrópski heimalningur Skafti með skeggið eða sumir segja Össur. Af hverju ferðu ekki til Ameríku  og horfir á hvernig bílaumferð milli atvinnusvæða gengur fyrir sig og hvernig fólk svo býr í úthverfum þar sem er ró og friður. Þú getur ekki annað en dáðst að 12 akreina forsteyptum brúm sem liggja þvers og kruss og umferðin streymir án tafa í allar áttir.

Ferð svo inn í íbúðarhverfin í skógunum í Ohio eða hvar sem er í dreifbýlum Bandaríkjunum og horfir á fagurt mannlíf þar sem gljáfægðir einkabílar standa í innkeyrslunum en engir strætóar sjást á götunum. þar myndir þú vera ánægður að börn þín og barnabörn myndu búa. harlem lítur hinsvegar öðruvísi út og þar vilduð þið heldur búa í þéttbýlinu eftir því sem mér skilst.

Farðu svo upp í háhýsi í Bangkok og sjáðu mengunina sem liggur yfir strætunum sem blá þoka. Horfðu svo yfir Reykjavík úr Perlunni sem Davíð byggði sem betur fer eins stórkostleg og hún er og þið kommarnir hötuðust útí og gerið enn.  Þið eruð svo vitlausir þessir umhverfisfasistar að það er ekki hægt að rökræða við ykkur því þið eruð svo ignorant og viðist hvergi hafa komið meðal menningarþjóða utan slömma í stórborgum eins og Kristjaníu í Köben. Þið eruð bara jólar að mér finnst.

Miklabraut og Sæbraut í þessum smábæ teljast ekki einu sinni umferðagötur í samhengi. Farðu til SanDiego þar sem búa 100x fleiri og yfirgnæfandi velja einkabílinn fyrir sig. Eða Orlando í Florida  þar sem eins lítur út og flugvellir eru inni í hverjum bæ. En þið kommarnir viljið þvinga fólk til annars ferðamáta  sem það vill sjálft.Þannig er ykkar náttúra að neyða fólk til þess sem það vill ekki eins og gert var í Gúlaginu hjá honum Stalín fyrirmynd ykkar.

Það er ekki hægt að hjálpa ykkur því þið viljið ekki sjá.

Halldór Jónsson, 4.2.2018 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 3420164

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband