Leita í fréttum mbl.is

Lífið á Florídu

birtist manni á rás 13 hérna sem flytur stöðugar fréttir af veðrinu, ölduhæð, vindi og regni. 

Þar auglýsa lögfræðingar grimmt. Birta af sér myndir prúðbúnum með slifsi.  Ekki finnst mér þeir allir vera engilfríðir eða grafheiðárlegir í framan þegar þeir auglýsa hversu miklu þeir hafi náð fyrir þennan og hinn. Lögfræðieðlið er samt við sig hvar sem það er að finna.

En þeir hvetja greinilega stöðugt til ófriðar. Ef þú ert með sykursýki og hefur misst tána af þér og hefur notað tiltekið lyf, þá skulum við lögsækja lyfjafyrirtækið og þú borgar ekkert ef við getum ekki náð einhverju af þeim. Skrúfum þá og náum dollurum fyrir þig þér að kostnaðarlausu. 

 

Kauptu nýjan bíl og fáðu dollara með í vasann, 36 mánaða afborganir. Allar sortir í boði.

Skítaprísar finnst Íslandsmanninum miðað við okrið heima. Hér kostar gallónið, 3.8 lítrar, af bensíni sama og potturinn heima.

Íslendingurinn er greinilega ómeðvitaður um hversu hryllilega er farið með hann af stjórnmálamönnunum okkar.Allt heima er uppskrúfað af tollum álögum og gjöldum í þágu samkostnaðarins og umhyggju þeirra fyrir lítilmagnanum.

Einstæða móðirin á að ganga og hjóla af því að hún hefur ekki ráð á að kaupa sér bíl eða bensín á hann og verður því að spara.

Þá þurfa þeir Hjálmar og Dagur ekki að gera götur eða mislæg gatnamót heldur geta skattlagt hana til að byggja  heldur borgarlínu og borga innviðagjald ofan á íbúðarverðið. Af hverju er litli maðurinn svona vitlaus að láta fara svona með sig æpti kassaprédikarinn í Suttgart eitt sinn þar sem ég var að hlusta. Ég skal segja ykkur það bætti hann við. Það er af því aðhann er svo vitlaus. Vitur maður þarna.

Svo eru fréttir af skotbardögum og morðum og slysum. Pólitík og fréttir af Trump og hvað hann er að gera.Mikil samkennd vegna morðanna í skólanum. Fólk er harmi slegið og sumir skammast útí Trump fyrir að sýna ekki næga samúð.

Rosalegur kappakstur í Daytona 500 þar sem menn keppa á súpuðum upp tryllitækjum. Yngsti bílstjórinn er 20ára.

Umferðin streymir hér dag og nótt eftir 10 akreina götunum og yfir mislægu gatnamótin á mörgum hæðum. Einingabrýr úr sverum kubbum, grænir bitar, gular yfirbyggingar og stólpar.

Hvergi sjást gangandi eða hjólandi á ferð né heldur nema stöku strætóar sem fátækasta fólkið ferðast í bak við svartar rúður svo niðurlæging þess sjáist ekki líklega ímynda ég mér.

Megaland með megavandamál og megagæði líka  eru Bandaríkin. Máttug í vanmætti sínum en mest af öllum samt. Hvergi feimnir við að ræða um málin og enginn kemst upp með að ljúga eða bulla eins og við höfum gjarnan í hávegum.

Lögreglustjórarnir hérna þyrftu líklega að fara á námskeið á Hverfisgötu til að læra að afsaka sig af hverju þetta eða hitt hafi klikkað hjá þeim, Þeir komast bara ekkert upp með að tala um verkferla, sálfræði eða samráðsskort þegar spurt er um hversvegna þeir klikkuðu . Sannleikann á borðið. Burt með þig.

Allur samanburður er góður svo menn geti virt málin fyrir sér. Merkilegt líf og margt er öðruvísi hér á Flóríðu en á Fróni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Bandaríkjunum eru hlutfallslega fleiri banaslys í umferðinni en hér á Íslandi.

24.11.2006:

"Fórnarlömbum umferðarslysa hefur fækkað í Evrópu frá árinu 1994 og er það fyrst og fremst að þakka auknu öryggi ökutækja, framþróun öryggisbúnaðar í bílum og átaki Evrópusambandsins þar að lútandi."

"The risk of dying as a result of a road traffic injury is highest in the African Region (increasing 26.6. Per 100 000 population) and lowest in the European Region (decreasing 9.3 per 100 000)."

List of countries by traffic-related death rate

Og að sjálfsögðu á að setja Miklubraut í stokk frá Snorrabraut upp fyrir gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar, þannig að Miklabrautin liggi undir Kringlumýrarbrautina og gatnamótin því mislæg.

Miklabraut í stokk - Myndband

Þorsteinn Briem, 18.2.2018 kl. 20:29

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Dýrasta lausn sem hægt er að hugsa sér í stað mislægra gatnamótá á  yfirborði. Alger 100milljarða steypa og della ef þú myndir hugsa eitthvað Steini.

Halldór Jónsson, 18.2.2018 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 3420147

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband