Leita í fréttum mbl.is

Ekki brást Bispan

með það að láta þjóðkirkjuna taka heimskulega afstöðu í mannréttindamálinu gegn limlestingum á varnarlausum sveinbörnum.Hún vill frekar lefla fyrir trúbófum af öðrum kirkjum sem gætu móðgast ef við bönnum forhúðarskurð. 

Svo segir í Mogga:

"Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, leggst gegn því að umskurður á drengjum verði gerður refsiverður með breytingum á hegningarlögum.

Segir hún hættu á að gyðingdómur og íslam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum, en umskurður drengja tíðkast innan trúarbragðanna. Þetta kemur fram í umsögn biskups til Alþingis vegna frumvarps þess efnis sem liggur fyrir þinginu."

Hvaða afstöðu ætlar hún að taka gagnvart umskurn stúlkubarna? Þorir hún að vera á móti því? Móðgast þá ekki múslímar?

Bispan bregst ekki í að efla forneskju þjóðkirkjunnar og fjárlægja hana frá nútímanum og fólkinu sem gengur úr henni í röðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki ætla ég að gerast talsmaður umskurðar á drengjum, en amkv. mínum heimildum var þessi siður tekinn upp hjá Gyðingum í útlegðinni í Babýlon á 6.öld f. Kr. Tilgangurinn mun hafa verið að aðgreina þá frá heimamönnum og halda hópnum saman. 

Mér skilst að múslimadrengir séu umskornir við 10 ára aldur, en svo er það spurning, hvort þeir sem gerast múslimar séu skyldugir til að láta umskerast.

"Umskurn" á stúlkum tíðkast sem betur fer ekki hjá gyðingum og mun ekki vera algild hjá múslimum.

Þetta málefni ætti frekar að taka til umræðu á vettvangi SÞ heldur en á alþingi Íslendinga. Mér sýnist þetta frumvarp frekar vera lagt fram í auglýsingaskyni en af ást á mannréttindum.

Í framhaldi af þessu má minna á að nú mun vera í undirbúningi frumvarp til alþingis um  "þungunarrof", þar sem aðgerð, sem til þessa kallaðist fóstureyðing, verður leyfð fram á 22. viku meðgöngu, auk þess sem liðkað verður fyrir henni á ýmsan hátt. Skilst mér að þar sé ekki lengur talað um fóstur, heldur muni það heita "frumuklasi".

Þá má búast við að hið fagra orðatiltæki, "að kona sé barnshafandi" verði bannorð, en þess í stað sagt að hún sé komin með "frumuklasa".

Á það að vera nægileg réttlæting til að svipta mannlegu fóstri réttinum til lífs, að gefa því þetta ónefni?

Eru það "mannréttindi"?

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 19.2.2018 kl. 18:47

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Tekurðu afstöðu gegn umskurna stúlkna?

Halldór Jónsson, 20.2.2018 kl. 12:24

3 identicon

Halldór.

Auðvitað leggst ég gegn °umskurði" stúlkna, sem er viðbjóðsleg limlesting.

Ég hélt það hefði þegar komið fram.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 21.2.2018 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband