Leita í fréttum mbl.is

Verjum landið

er innihaldshugsun Ögmundar Jónassonar í Morgunblaðsgrein í dag.

Hann segir þar meðál annars:

..." Þá þagnaði Alþingi

Allar þessar þvinganir eru fyrir opnum tjöldum þótt aðeins þau sjái sem vilja sjá. Það er gömul saga og ný. Minna fer fyrir hægfara þvingunum og þrýstingi. Átakanlegasta birtingarmyndin hefur mér þótt vera á Alþingi Íslendinga jafnan þegar það rennur upp fyrir þingmönnum að lagafrumvörpin sem eru til umfjöllunar og menn hafa haft miklar skoðanir á, eru þegar allt kemur til alls byggð á tilskipunum frá Evrópusambandinu með millilendingu í EES, Evrópska efnahagssvæðinu. Þegar þetta gerist lýkur allri umræðu eins og hendi sé veifað. Hinir trúuðu taka þá nær undantekningalaust að mæla ráðslaginu bót en aðrir vita sem er að þetta er nokkuð sem að óbreyttu verður að láta yfir sig ganga.

Að vísu má stundum reyna að draga úr ýtrustu útfærslum en í grunninn verða menn að hlýða. Lýðræði aðeins tryggt með aðkomu að ákvörðunum Oft hefur komið fram að þeir eru ófáir sem vilja markaðs- og einkavæðingu, sölu helst allra ríkiseigna og hömlulaus viðskipti og eru sáttir við flest sem frá Evrópusambandinu kemur í þessa veru.

En ef vilji er til að markaðsvæða raforkuna eins og gert hefur verið í ESB og ef vilji er til að takmarka frelsi til að verjast innflutningi á sýktri landbúnaðarvöru eins og gert hefur verið í ESB eða til að auka á markaðsvæðingu velferðarkerfanna eins og gert hefur verið í ESB; ef þessi vilji er fyrir hendi hér á landi þá skulum við takast á um hann og leiða til lykta þar sem við höfum raunverulega að- komu að ákvörðunum.

En að fá ákvarðanir um þessi efni í formi tilskipana að utan er önnur saga. Og reyni enginn að halda því fram að öðru vísi væri þessu farið ef við sætum á þingi Evrópusambandsins og gætum þar haft áhrif á framvinduna og þar með okkar hlutskipti! Umrætt þing ræður nánast engu.

Og þar sem leyndarhyggja er nú talsvert til umræðu þá er ástæða til að minnast þess að hvergi hefur leyndarhyggjan verið stækari en í með- förum Evrópusambandsins á alþjóð- legum viðskiptasamningum á borð við GATS og TiSA. Um það mætti hafa langt mál.

Lýðræðisvinkillinn nægir mér

Sem betur fer eru sífellt fleiri að vakna til vitundar um þá tilskipanapólitík sem vera okkar í EES hefur í för með sér. Menn sjá jafnframt að fyrirskipanir frá Brussel gerast sífellt ágengari og frekari. Ég læt öðrum eftir að tala um hagstæða tvíhliða samninga Evrópusambandsins við lönd utan EES sem nú eru farnir að dúkka upp og opna augu manna fyrir öðrum valkostum.

Mér nægir að beina sjónum að lýðræðishallanum til að vilja útúr EES. Enda er sá halli ekki þýðingarlítill."

Þó að ég sé ekki alltaf sammála Ögmundi þá deili ég þeim skoðunum með honum að Alþingi hafi þegar með slakri frammistöðu sinni í því að hafna þeim tilskipunum frá EES sem okkur ekki henta valdið´okkur ónauðsynlegum erfiðleikum til dæmis í orkumálum. Á því má ekki verða framhald með því að við hættum okkar heilbrigða landbúnaði með inmflutningi á vöru sem okkur ekki hentar og getur reynst okkur hættuleg til langframa.

Á sama hátt getum við valdið þjóðinni sjálfri óafturkræfu tjóni með ofrausn í veitingu ríkisborgararéttar til fólks sem við getum leitt hjá okkur. Mannfólkið í landinu ætti að njóta einhverrar verndar í ætt við þá sem við látum dýrastofna okkar njóta með því að hafa eitthvert hóf á innblönduninni til að hægja á hnignun íslenskrar menningar eins og við höfum þekkt hana. 

Við eigum að verja land okkar og þjóð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Mjög sönn orð. Ég held að við séum í klóm George soroz og hans fólki sem er að tröllríða öllu hér með alþjóðahyggju. Ég er að lesa nýju bókina hennar Pamelu Geller en þar sínir hún hvernig alþjóðahyggjan og Múslíma samböndin hafa grafið sig inn í innviði stjórnvalda í USA. Þetta er að ske hérna líka svo já við verðum að berjast á móti þessu fólki já vinstra liðinu og þar eru opinberir aðilar s.s. kennara stéttin og Femínistar ofl.

Valdimar Samúelsson, 26.2.2018 kl. 18:43

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er á Evrópska efnahagssvæðinu og því de facto í Evrópusambandinu.

Og enginn stjórnmálaflokkur, sem á sæti á Alþingi, vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Þorsteinn Briem, 26.2.2018 kl. 18:58

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:

"Nefndin skoðaði ítarlega þau álitaefni er lúta að vatns- og orkuauðlindum, enda er þar um að ræða grundvallarþætti í auðlindanýtingu á Íslandi.

Meirihlutinn leggur áherslu á að við þessa ítarlegu skoðun kom ekkert fram sem gefur ástæðu til að ætla að aðild að Evrópusambandinu hefði áhrif á íslenska hagsmuni á þessum sviðum og bendir í því sambandi einnig á að fyrirkomulag eignarhalds náttúruauðlinda er ekki viðfangsefni Evrópusambandsins, heldur alfarið á hendi aðildarríkjanna, þar sem innri markaðslöggjöfin tekur ekki á eignarhaldi.

Því er ekki um að ræða yfirþjóðlega eign á auðlindum aðildarríkjanna.
"

Þorsteinn Briem, 26.2.2018 kl. 19:01

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirritaður hefur búið víða á meginlandi Evrópu og tómt bull að matur þar sé verri eða hættulegri en hér á Íslandi, enda gilda reglugerðir Evrópusambandsins um matvæli á öllu Evrópska efnahagssvæðinu, einnig hérlendis.

Þorsteinn Briem, 26.2.2018 kl. 19:06

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

4.2.2018:

"Innflutningur á svínakjöti jókst um 40% á síðasta ári og er nú hlutdeild þess á markaði hér á landi kominn yfir 25% en innlenda framleiðslan hefur lítið aukist á síðustu árum á sama tíma og erlendum ferðalöngum hefur fjölgað ört.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en þar segir að þörf veitinga- og gististaða fyrir beikon í morgunmat fyrir stöðugt fleiri ferðamenn eigi þátt í því að innflutningur á svínakjöti hafi stóraukist á síðustu misserum.

Innflutningur á öðru kjöti hefur einnig aukist verulega, svo sem á nautakjötinu, en 35% aukning varð á innflutningi þess á síðasta ári."

Þorsteinn Briem, 26.2.2018 kl. 19:08

6 identicon

Halldór, við eigum að "láta íslendinga njóta vafans" svo vitnað sé í vinsælt slagorð sumra. Þetta gildir þá um útlendinga sem aldrei munu getað komist inn í okkar þjóðfélag vegna innbyggðs trúarofstækis. Við höfum ekkert við þá að gera.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 26.2.2018 kl. 22:38

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Sammála Örn vinur

Halldór Jónsson, 27.2.2018 kl. 01:43

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Steini Briem,

já túrisminn breytir  auðvitað dæminu, við höfum ekki nóg handa þeim fjölda sem vilja mat sinn og engar refjar.

Halldór Jónsson, 27.2.2018 kl. 01:47

9 Smámynd: Kristmann Magnússon

Mikið hlýtur malefnastðan að vera aum hjá þér Halldór minn þegar þú ert nú farinn að. endurprenta grein eftir yfirkommann Ögmund jónaasson og bullið sem rennur upp úr honum.

Steini Briem er hins vega rmjög góður 

Kristmann Magnússon, 27.2.2018 kl. 10:41

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Ef þú hefðir ráðið Mannsi þá værum við´að borga Icesave er það ekki?

Halldór Jónsson, 27.2.2018 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband