Leita í fréttum mbl.is

Vandinn í húsnæðismálum

unga fólksins á Íslandi blasir við og er að vega að rótum samfélagsins. Það er forsendubrestur í samfélagi sem býr þannig að unga fólkinu að það getur ekki komið þaki yfir höfðuð nýrrar fjölskyldu. Samfélagið þarfnast nýrra fjölskyldna ef það á að eiga framtíð.Ekki bara hjúkrunarheimila fyrir gamlingja.

Hér á Florídu er hægt að fá keypt fullbúin einbýlishús með bílskúr fyrir 2 bíla fyrir innan við 30 milljónir. Ef við segjum að gengið sé nokkurn veginn rétt skráð um þessar mundir þá sjáum við að verðið á Íslandi er nokkurn veginn pí sinnum dýrara en hér og er það í samræmi við ábendingar  mínar í gegnum tíðina, að munurinn á íslensku verði og bandarísku sé sjaldan minni en margfeldi af pí, hvort sem um er að ræða bensín, bíla, mat eða heimilistæki. En hér er líka verið að bjóða mér vinnu á kassa hjá Walmart fyrir 1100 krónur á tímann sem þætti líklega lágt hjá nýjum formanni Eflingar og kalla á verkfall. 

Það er hægt að auglýsa eftir skýringum og fá mismunandi svör. Ég veit um eitt dæmi á Íslandi þar sem ungt fólk var að flytja inn í hús fyrir bandarískt verð. En þá með ómældri eigin vinnu og þrátt fyrir 25% lóðarkostnaðar.

Mér er sagt að VOGAR eitt sveitarfélaga sunnan heiða selji lóðir á kostnaðarverði. Hin setji ýtrasta verð á lóðir ef þær þá yfirleitt eru í boði. Ráðamenn skilji yfirleitt ekki framtíðartekjur af útsvari. Enda eru byggingamenn yfirleitt með tekjuhæstu stéttum íslensks samfélags.

Áhugaleysi um framfarir í byggingatækni sem ekki snúa að byggingarhraða og vaxtalækkun byggingaaðilans yfirleitt algert á Íslandi og menn sætta sig við óbreytt ástand. Algengt söluverð á húsnæði er talið vera 1.5x til 3x- ,ef ekki bara meira, raunverulegur byggingakostnaður sem fólk lítur orðið á sem ófrávíkjanlega staðreynd.

Og stjórnmálamenn komast upp með það að tala út og suður um óraunhæfa hluti og framtíðarmúsík sem málefni dagsins. Og slíkur er heiladoði háttvirtra kjósenda að ekkert gerist. Enda allt fjármagn landsmanna samankomið í vörslu bréfagutta lífeyrissjóðanna sem ekki þekkja minnsta vott til samfélagslegrar ábyrgðar annarrar en sem snýr að raunverulegum eftirlaunaþegum. Og greiðslumöt stjórna því að unga fólkið gefst upp fyrir bankavaldinu og aðgerðaleysis stjórnmálamanna í að taka á skyldum ríkisins gagnvart húsnæðismálum ungra fjölskyldna eins og víða gerist erlendis.

Satt að segja vekur það áframhaldandi furðu mína til langs tíma hversu sinnulaust unga fólkið á Islandi er um hægri stjórnmál þar sem aðeins á þeim vettvangi væri hægt að hreyfa við þessu alkuli sem hér ríkir í því sem kallast vandinn í húsnæðismálum unga fólksins. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.12.): 734
  • Sl. sólarhring: 883
  • Sl. viku: 8360
  • Frá upphafi: 2412280

Annað

  • Innlit í dag: 600
  • Innlit sl. viku: 6803
  • Gestir í dag: 546
  • IP-tölur í dag: 530

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband