Leita í fréttum mbl.is

Rökræna umhverfishyggju

virðist vanta þegar kemur að virkjunarmálum.

Steingrímur Erlingsson er eigandi Biokraft hf sem á tvær vindmyllur í Þykkvabæ sem eru búnar að snúast þar árum saman. Flestir íbúar virðast vera búnir að sætta sig við tilvist þeirra. Samt eru einhverjir þeirra tilbúnir að rísa upp með hávær mótmæli hvenær sem tækifæri gefst. Skyldi það vera mótmælanna vegna?

Eitt slíkt gafst núna þegar önnur myllan brann og þarf því að endurnýjast.Myllan var hinsvegar af úreltri gerð og heilbrigð skynsemi mælir með að ný mylla verði sett upp á sama stað sem er eilítið hærri en mun afkastameiri. Slík viðbót myndi skipta sköpum fyrir fyrirtækið hvað arðsemi varðar.

Nei, þá rísa einhverjir upp og skrifa á mótmælaskjal. Fyrirtækið skal hafa gömlu gerðina áfram ef ekki er hægt að kúga það í burtu eða  setja það á hausinn frekar en að það fái að starfa á samþykktum stað áfram sem það hefur öll réttindi til.

Er hægt að flokka þetta undir annað en kvikindisskap og meinsemi? Fyrirtækið má hafa vindmyllu, bara ekki hagkvæmari af því að hún tekur örfáum fermetrum meira í útsýninu úr einhverjum glugga? Hversu langt er hægt að ganga í meinsemi  gagnvart nágranna sínum?

Fyrirtækið vildi fá að reisa margar stórar  vindmyllur í næsta nágrenni við þessar tvær fyrstu vinmyllur sem voru samþykktar af öllum lögbærum aðilum fyrir nokkrum árum. Uppsetning nýrra vindmylla myndi skapa atvinnu í sveitarfélaginu og framleiða verðmæti fyrir þjóðarbúið. Óvíða eru betri skilyrði en í Þykkvabæ og það á heimsvísu.

Nei þá geta óskyldir aðilar stöðvað þessar fyrirætlanir af því þeim finnast vinmyllur ljótar. Trufla útsýnið. Einu gildir þó að þær standi á landi í eigu annars aðila. Smekkur svona fólks á að ráða meira en atvinnuhagsmunir þjóðarinnar.

Steingrímur átti land á Skeiðum. Hann ætlaði að setja upp vindmyllur á eigin landi og stunda þar orkubúskap með öðrum búskap.  Kona úr Kópavogi sem á sumarbústað í margra kílómetra fjarlægð frá landi Steingríms gat gert svo mikinn hávaða að sveitarstjórnin lyppaðist niður og flæmdi Steingrím burt úr sveitinni. Landið stendur eftir ónýtt, engar tekjur fást af framkvæmdunum. Allt við það sama-ekkert. Enginn bætir Steingrími tjónið, hann má hafa það sem úti frýs en eiga ónýtt land á Skeiðum og borga af þvi gjöld.

Myllurnar fengu inni í Þykkvabæ þar sem skynsamlegar var tekið á málunum. En nú skal tekinn upp Skeiðahátturinn og allskyns óskyldu fólki sem engra hagsmuna hefur að gæta, gefið neitunarvald um framkvæmdir.

Menn bera þetta saman við Hvammsvirkjunaráform Landsvirkjunar. Það er mjög ósanngjarnt. Vindmylluframkvæmdir eru 100 % endurkræfar. Þær eru skrúfaðar niður og ekkert hefur breyst. Allt eins og það var áður.

Hvammsvirkjun breytir landslaginu verulega og til áratuga óafturkræft eins og aðrar vatnsaflsvirkjanir. Nei það skiptir ekki máli fyrir sumarbústaðaeigendur og aðra íbúa. Þetta er ljótt og við viljum það ekki okkar og Íslands vegna, ferðamanna, fugla og búfjár og svo framvegis.

Hvað á að gera í svona tilvikum? Geta sveitarstjórnir ekki tekið af skarið og valið hvort þær vilja framkvæmdir eða engar? Mega landeigendur ekki aðhafast neott á eigin landi af því að öðrum finnst það ljótt áhorfs?

Þarf ekki einhverja rökrænu í umhverfishyggjuna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Teigsskógarheilkennið þar sem summan af yfirgangi og rolugangi er <0 áratugum saman. Með fullri virðingu fyrir skynsamlegri og varanlegri náttúruvernd.

Aðalsteinn Geirsson (IP-tala skráð) 15.3.2018 kl. 17:12

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, það er mikilvægt að rugla ekki saman vindmyllum og vatnsaflsvirkjunum. Vindmyllur má ávallt taka niður eða færa til, en Hvammsvirkjun verður ekki aftur tekin.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.3.2018 kl. 19:01

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Netop Þorsteinn, það er málið.

Halldór Jónsson, 15.3.2018 kl. 23:01

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá þér, Hallór. að skrifa gegn þessum endemis-molbúahætti og yfirgangi á báðum þessum svæðum og gegn aulalegri meðvirkni sveitarstjórnar Skeiðahrepps. En liggur hún ekki marflöt eins og fleiri fyrir hálfgerðum mútum og þrýstingi Landsvirkjunar? Ljótt var að hlusta á fréttir af því máli (Hvammsvirkjun) í Sjónvarpi í gær. Hitt var gott : að horfa á þáttinn þar um daginn um fyrirhugaða landsspjalla-virkjun í Svartá í Bárðardal. Stöðvum báðar þær virkjanir!

Það er alveg nóg komið af vatnsaflsvirkjunum, nema bændur vilji virkja sínar smásprænur. Það er meira en nóg orka til í jarðvarma, á Torfajökulssvæðinu (gríðarmikil þar) og miklu víðar, í loftinu fyrir vindmyllur og í fjörðum landsins, ef eitthvað vantar upp á.

Jón Valur Jensson, 15.3.2018 kl. 23:12

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Á Torfajökulsvæðinu er mesta jarðvarmaorka á Íslandi. En jafnframt munu virkjanir þar valda næstmestu mögulegum óafturkræfum neikvæðum umhverfisáhrifum á Íslandi, rétt á hælana á virkjunum á Jökulsá á Fjöllum og Kárahnjúkavirkjun. 

Búið er að setja virkjanir í Friðlandi að Fjallabaki í verndarflokk í rammaáætlun. Ég tel mig, eftir tvær vettvangsferðir til Yellowstone í Bandaríkjunumm og ótal ferðir um Torfajökulssvæðið geta rökstutt, að Torfajökulssvæðið tekur Yellowstone langt fram. 

Samt segja Bandaríkjamenn að Yellowstone sé "heilög jörð" sem aldrei verið snert. 

Ómar Ragnarsson, 16.3.2018 kl. 02:21

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takk, Ómar.

En í hverju yrðu þau umhverfisáhrif fólgin? Ekki í stíflum og uppistöðulónum.

Í vegagerð, borturnum, stöðvarhúsum og raflínum? En rafmagnið má vel leggja í stokk um svæði þar sem þær yllu ella sjónmengun.

Er ekki einmitt tilvalið að virkja á þessu svæði á takmörkuðum spildum? Bara alls ekki fyrir ACER og Evrópusambandið!

Jón Valur Jensson, 16.3.2018 kl. 03:11

7 identicon

Ómar Ragnarsson ?

Hvaðan á rafmagn að koma ? Íslendingar þurfa um 26 MW árlega til að sina sinni neyzlu og ekki virkar samfélag okkar án rafmagns í dag. Hefur þú fundið upp afturkræfari aðferð en að virkja vind ? 

Vinsamlega segðu frá hvernig þú telur rétt að með "AFTURKRÆFUM" hætti skuli veita landanum rafmagn sem hann enganvegin fattar að kemur ekki að sjálfu sér. Einnig máttu hugsa að KW stund hefur á 4 árum hækkað úr 4.70 í 6.43 á kw stund og enginsegir neitt þó að rafmagn hækki svo mikið ? Nefnilega eru þrír hlutir sem teljast orðið sjálfsagðir - rafmagn-dagsljós-klósettpappír...Enginn ræðir þessa hluti nokkrntíma fyrr en vantar!!.. Ef þú hefur fundið hvernig þú ætlar að framleiða rafmagn á afturkræfanlegri hátt en með vindmyllu eða sólarorku þá segðu til. - kannski þú kjósir lífstíl Gíla á Uppsölum ?Veit ekki hvort þú færð mikið fylgi þar?

steingrimur erlingsson (IP-tala skráð) 16.3.2018 kl. 07:11

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómar, hvað fiinnst þér um sjónarmið þeirra sem ekki vilja leyfa Steingrími að stækka mylluna sína af því að þeim finnst vindmyllur ljótar? Eiga þeir að eiga síðasta orðið?

Hvað finnst þér um það að vindmylla er 100% afturkrræf framkvæmd? Vigtar það ekki í afstöðu þinmi á móti virkjunum almennt?

Eða  ert þú á móti öllum virkjunum ?

Ef ekki hvaða virkjanir viltu samþykkja?

Hvað á að gera tlil að skaffa vestfirðingum rafmagn?

Hvammsvirkjun eða vindmyllur Steingríms?

Hvervegan finnst þér að ekki megi virkja á Torfajökulssvæðinu?

Hvaða mannvirki eru það sem þú óttast svo mikið að trufli ferðamannsaugað? Eða truflar það eiotthvað annað í tilveru manna?

Mikið þætti mér varið í það ef þú vildir svara einhverju af þessu ákveðið.

Halldór Jónsson, 16.3.2018 kl. 09:21

9 identicon

Ómar Ragnarson er fróður um landið okkar en þar sem hann mælir með að fólk kaupi sér elspýtnastokk og kerti og hafi innan seilingar þegar rafmagn fer þá spýr ég hvers vegna hann vilji ekki að allir eigi eins og tvær SG hljómlpötur og hlusti á Sumargleðina ef rafmagn fer. Það er lélegur maður og náttúruóvinur sem vogar sér að standa á móti Afturkræfri Orkuframleiðslu og lélegur pappír sem aldrei hefur þorað að taka afstöðu með nokkru...Hvaðan skal rafmagn koma ef ekki afturkræft..Svaraðu...ef ekki upptekinn við að fylla TFFRÚ af olíu mengandi...Púritani og haugur sem mátt hjóla umþbl 200 hringi um landið áður en þú hefur kolefnisjafnað sjáfa drullu er þú hefur skapað og þín ágæta TF Frú - umhverfissóði "par "ecelence"

steingrimur erlingsson (IP-tala skráð) 17.3.2018 kl. 03:15

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, nú þarf okkar ágæti Ómar að fara að koma sér að því að svara þessum réttmætu spurningum.

Jón Valur Jensson, 17.3.2018 kl. 06:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 3418237

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband