Leita í fréttum mbl.is

Brilljant ræða Bjarna

Benediktssonar við setningu Landsfundar Sjálfstæðisflokksins.

Ég segi nú bara eins og Júlíus Hafstein sýslumaðurinn frægi sagði við Ólaf Þorgrímsson hæstaréttarlögmann þegar hann hafði lokið varnarræðu fyrir tengdason hans: Mikið assgoti var þetta gott hjá þér strákur, ég hefði bara ekki getað gert þetta betur sjálfur!

Ræða Bjarna var eins sú besta sem ég hef heyrt hann flytja og hefur hann þó flutt margar góðar. Ég minntist þess þegar Bjarni var að byrja í stjórnmálum hversu mikinn þroska hann hefur tekið út til núverandi stærðar sem stjórnmálaleiðtogi. Það er leitun að þeim íslenskum stjórnmálamanni samtímans sem kemst með tærnar þar sem Bjarni hefur hælana. Og sumir eru þar langt að baki eins og gengur þó mikið tali og láti.

Bjarni tók eindregna afstöðu með íslensku krónunni sem hann tengdi með réttu við björgun íslensku þjóðarinnar út úr hruninu og við þær gríðarlegu lífskjarabætur sem þjóðin hefur fengið á síðustu árum. Án efa hefði allt orðið miklu erfiðara ef við Íslendingar hefðum verið með erlendan gjaldmiðil í stað krónunnar okkar. 

Bjarni fór yfir þær lífskjarabætur sem þjóðin hefur öll fengið með skattalækkunum sem hefðu orðið fyrir tilstuðlan Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði áfram verða haldið á þeirri braut svo sem í stjórnarsáttmálanum  stæði skrifað. 

Ræðan gat ekki verið betri mínu mati þó ég hefði samið hana sjálfur. 

Bravó Bjarni, ræðan á Landsfundinum var tómur brilljans og við erum  stolt af formanninum okkar Sjálfstæðisfólkið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Minntist hann ACER? Samkomulag um að fela ESB taumana í orkumálum landsins? Þú kallaðir eftir því í síðasta bloggi og Styrmir sjalfur er áhyggjufullur. Allt tal um lífskjarabætur er bara gluggaskraut við hliðina a því.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2018 kl. 18:29

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst kominn tími til að móta stefnu um að losa okkur frá EES. Allar forsendur þess samnings eru löngu brostnar sem og rökin sem höfð voru til að selja þjóðinni hann. Og síðast en ekki síst...við fengum ekki einu sinni að kjósa um það. Kannski að við ættum að drífa það af.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2018 kl. 18:32

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

PENINGAMAÐURINN Bjarni- hafði fá - eða engin orð um sveltandi öryrkja og gamalmenni ???

 Eða er það ekki í hans deild ???

Erla Magna Alexandersdóttir, 16.3.2018 kl. 18:58

4 identicon

Það þykir almennt ekki merkilegt að menn sem komnir eru yfir miðjan aldur hafi tekið út einhvern þroska ,eða hvað.

Eðvarð L. Árnason (IP-tala skráð) 16.3.2018 kl. 20:15

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Óskop er leiðinegt hvernig persónuleg óvild og öfund yfir ríkidæmi pabba Bjarna getur truflað alla sýn  á málefni samfélagsins sem allir eru meðlimir í, óháð efnahag hvers og eins. Myndi ykkur líða betur að Bjarni gæfi allan fjölskylduauðinn til aumingja?

Halldór Jónsson, 16.3.2018 kl. 20:36

6 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Óttalega er nú þetta svar þitt Halldór lélegt.

Eigum við að rifja upp þegar faðir hans sá til

þess að kaupa landið af Nesjavallar bóndanum á

slikk og seldi síðan fyrir 100 fallt verð vegna

þess að bóndinn hafði ekki hugmynd um að snilldinn

hjá þessari ætt sá til þess að koma þessu

í verð. Þar sem þú þekkir nú aðeins til míns

og hverra manna ér er, þá er það nú svo að

við, réttmætir erfingjar að Vatnsendalandi,

höfum beðið í tæp tvö ár eftir því að landið

sem tekið var eignarnámi, verði verðmetið

af lög skipuðum mönnum. Til að gere ekki langa

málafærslu, þá átti samvæmt dómi, að skila þessu

fyrir miðjan Mars. Nú bregður svo við, sem er algjör tilviljun

að sjálfsögðu, að matið á ekki að liggja fyrir en

rétt fyrir sumar hlé héraðsdóms. Dómar skipta ekki

máli greinilega þegar kemur að pólitík.

Þetta þýðir m.ö.orðum, að íbúar í bæjarfélaginu

Kópavogi, verða ekki upplýstir fyrir kosningar í

vor hvað bæjarfélagið skuldar í raun.

Svona er hægt að toga í spotta og pólitíkin

sér til þess, að það verður ALDREI neitt uppá

borðum svo almenningur viti í raun hvað er að gerast.

Svo einfallt er það.

M.b.kv.a

Sigurður Kristján Hjaltested, 16.3.2018 kl. 21:04

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Siggi vinur, skil ég þaðsvo að þú teljir Bjarni eigi sök á þessu?

Halldór Jónsson, 16.3.2018 kl. 21:06

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Verð nú aðeins að fá að stíga niður fæti í þetta sinn og vera þér algerlega ósammála, nafni. Hef hlustað á ræðuna tvisvar í dag og niðurstaðan eru vonbrigði. Það er auðvelt að hrífast með á stórum samkomum. Almennt hjal um hagvöxt og hvað allir hafi það æðislegt gengur ekki hjá mér. Framtíðarloforð, sem sjaldnast eru efnd, virka einfaldlega ekki lengur á mig. Ég rek tvö fyrirtæki sem greiða tryggingargjald af hverjum einasta launþega. Ef ég set hlutfall tryggingargjaldsins í samhengi við hvern launþega, sem hjá mér vinnur, hefur tryggingargjald lækkað um nánast ekkert, þó ræðumeistarinn hafi haft algert kontrol á því undanfarin ár og lofi nú einn ganginn enn lækkun. Hann hefur svikið tvisvar. Því ætti ég að treysta honum núna? Flagðið skreitir sig fögrum orðum, en þeim sem fá að kenna á  hans visku, er ekki skemmt, nafni góður.

 Ömurlegur formaður, með ömurlega ræðu, hefur drullað flokknum mínum út í hafsauga. Ekki það að hann hafi verið flokkurinn minn, heldur hinnar upphaflegu hugsjónar hans, sem nú hafa verið fótum troðnar, af pabbadrengjum, vælukjóum og falsfólki, undirlögðu af eigin hagsmunum.

 "Nú er hún Snorrabúð stekkur" hefur sjaldan átt betur við.

 "Stétt með stétt, þol ei órétt" eru horfin.

 Gef skít í þennan landsfund. Hélt að Bjarni væri meiri búkki.

 Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefur í einhvern tíma þurft á kraftmikilli ræðu að halda, var það í gær. Eins og áður sagði, hlustað tvisvar og útkoman er lélegt bekkjarpartý. Jóhanna Sigurðardóttir hefur flutt þær betri!

 Svei þér Bjarni og mínus til nafna fyrir foringjahyllinguna. Foringinn á ekkert skilið, eftir frammistöðu dagsins og á skilið ærlega hirtingu fyrir.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 17.3.2018 kl. 00:52

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Jæja nafni, þar kom að því að ég gekk fram af þér.

Satta að segja var aðalatriðið hvað hann sagði um krónuna og evrópusambandið. Það fannst mér svo afgerandi gott að ég upptendraðist svona.

En það er rétt að tryggingagjaldið hefur Bjarni lítið lækkað. En kannski var hann einmitt að lofa því að gera eitthvað í því? Kannski verður þú ánægðari?

Ertu útgerðarmaður þarna suðurfrá nafni en ekki venjuleg hásetablók?

Halldór Jónsson, 17.3.2018 kl. 01:11

10 Smámynd: Halldór Jónsson

ég hlustaði bara einu sinni í beinni útsendingu og varð svona hrifinn. Kannski hef ég farið fram úr mér?

Halldór Jónsson, 17.3.2018 kl. 01:12

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Og það er rétt ég sakna gamalla slagorða sem þú nefnir. En flottur er kallinn á velli og flytur vel sitt mál.

Halldór Jónsson, 17.3.2018 kl. 01:13

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Gott þetta með gluggapóstinn og hálfan milljarð  í sparnað.

Halldór Jónsson, 17.3.2018 kl. 01:14

13 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Að flytja vel sitt mál dugar ekki lengur, þegar efndirnar eru engar. Engar!! Skít skal með skít út vaskað segir einhversstaðar. Guð má vita hvar. 

  Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei í sögu sinni staðið hallari fæti. Kjaftavaðall formannsins tryggir ekki með nokkru móti undirstöðurnar, svo mikið er víst.

 Sem einu harðasta íhaldi, sem til er á Íslandi, er mér misboðið á skala sem ég hef ekki áður kynnst.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 17.3.2018 kl. 01:53

14 Smámynd: Halldór Jónsson

Ja nú týrir á tíkaskarinu nafni.

Hvað ætlarðu þá að kjósa? Af hvtrju reynirði ekki að láta flokkinn heyra þetta beint á Landsfundinum, sendir fundarstjóra tölvupóst símskeyti eða eitthvað?

Halldór Jónsson, 17.3.2018 kl. 13:05

15 identicon

Sæll Halldór jafnan - sem og aðrir gestir, þínir !

Halldór Verkfr. !

Hví: ætti Halldór Egill, að elta frekari ólar, við því pestar- bæli sem Engeyinga klíka Bjarna Benediktssonar og có er búin að gera að algeru forardýki, fornvinur góður ?

Bjarna bandíttarnir (með dyggu utanumhaldi Katrínar Jakobs dóttur lesizt:: Steingrími J. Sigfússyni og Sigurði Inga Jóhannssyni) eru búnir að mynda djúpt GLJÚFUR á milli almennings í landinu og forréttinda hóps sjálfstökuliðs alþingis og annarra stofnana battería, í landinu.

Sjáum til: Lífeyrissjóða- og Banka Mafían spila frítt með stóran hlut almannaeigna í skjóli þeirra, er ég nú reyndar að hefja nýja atlögu gegn þeim þjófabælum innan skamms, / verðtrygging og stýrivextir ásamt tryggingagjaldinu gagnvart fyrirtækjunum í landinu í Himinhæðum, t.d.

Halldór Verkfr. og síðuhafi !

Reyndar: getum við samfagnað Halldóri nafna þínum Agli, að eiga ágæta valkosti til að kjósa, sem eru jú:: Frelsis flokkur þeirra Gunnlaugs Ingvarssonar, líka sem og Íslenzka þjóðfylkingin, nái hún að koma sér upp úr þeim hjólförum, sem hún er í, þessi misserin.

Sjálfstæðisflokkurinn - er ekkert upphaf né endir alls, Halldór minn, og allra sízt, eins og fyrir honum er nú komið.

Með: þetta líka lið innanborðs, fornvinur góður.

Með beztu kveðjum - sem oftar, af Suðurlandi /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.3.2018 kl. 13:34

16 Smámynd: Halldór Jónsson

Hva' þýðir það Óskar Helgi að eyða atkvæði á flkka sem enginn annar kýs af þeim ástæðum að enginn trúir á að þeir nái árangri* Er ekki betra að reyna að beina stórum flokkum á betri brautir? Þá verði einhver árangur því að stefnan er alltaf málamiðlun þerra skoðana sem tekist er á um. Það ættir þú Óskar Helgi og Halldór Egill að athuga ef þið´viljið breyta einhverju. Bjarni Ben hefur ekki öll ráð Sjáflstæ´ðisflokksins í sinni eigin hendi. Þið eruð varla svo vitlausir að trúa því?

Halldór Jónsson, 17.3.2018 kl. 14:32

17 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Halldór Verkfr. !

Ekki séns: að Sjálfstæðisflokknum verði breytt / á meðan Bjarni og Eyngeyingarnir hans: ásamt öðrum svindlurum og loddurum halda þar, um stýri.

Málamiðlanir - við fjársjúka peninga plokkara, eru EKKI MÖGULEGAR einfaldlega, Halldór minn.

Þess vegna: má alveg efla þor og þrótt Frelsisflokks og Þjóðfylkingar af 1/2 fólks, sem eitthvert LÁGMARKS siðferði hefur, til að bera.

Að láta fífl (allra gömlu flokkanna: reyndar): sem spila á spil Milljóna manna samfélags / í stað um það bil Þrjú Hundruð Þúsunda manna þjóðarbrots, eins og enginn sé morgundagurinn, í stjórnlausri græðginni  er einfaldlega fáránlegt, Halldór minn.

Því miður - fornvinur góður.

Hinar sömu kveðjur: sem seinustu, vitaskuld / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.3.2018 kl. 20:26

18 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Þið eruð varla svo vitlausir að trúa því" spyrð þú nafni. Þ.e. að núverandi formaður hafi öll tögl og haldir, sér í hendi. Davíð hafði það, eða ætlarðu að mótmæla því? Á því byggðist vald hans og flokksmenn flykktust um hann. Hann fylgdi stefnunni! Hélt kúrsinum!

 Ef bera ætti saman núverandi formann við Davíð, væri það eins og að bera saman tveggja véla og tveggja skrúfa freigátu, við tuttugu og sex feta skútu, án hjálparmótors. Skútur eiga það til að þurfa að haga seglum eftir vindi og jafnvel snúast í óæskilegar áttir, sökum vindáttar, meðan freigátan siglir sinn kúrs. Jafnvél á annari vélinni og öðru stýrinu, svo talað sé sjómannamál. 

 Forysta flokksins er samansett af fallegu og reisulegu fólki, það er rétt. Stórglæsilegt fólk. Vantar ekkert upp á það. Æskan er yfirleitt fyrst til að gleyma okkur gamlingjunum og því furða ég mig á því til dæmis, að það skuli vera talið forystunni helst til tekna, hversu ung og falleg hún er og vandlega kynjaskipt. Aldur og reynsla eru horfin úr skilgreiningunni um góða hluti, stofnanir og stjórnmálaflokka og æskudýrkun og kynjakvótakjaftæði tekin yfir. 

 Toppstykkinu hefur verið varpað fyrir róða og kynfærin hafa tekið völdin. 50/50 innbyggt eða utanáliggjandi. "No matter what"

 Er nema von að gamlingjanum mér, blöskri?

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 18.3.2018 kl. 04:59

19 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Já, rétt er það, stundum er betra að hugsa, Halldór Egill Guðnason.

Egilsstaðir, 19.03.2018  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 19.3.2018 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband