Leita í fréttum mbl.is

Trump trompar út

á fundi í New Hampshire um ópíum stríði í Bandaríkjunum.

Karlinn flutti langa ræðu og fór vítt og breitt fyrir sviðið. Ég sat og hlustaði og reyndi að velta fyrir mér hvernig hann væri í samanburði við okkar stjórnmálamenn.

Ég verð að segja það að hann er enginn aukvisi þessi maður. Hann beitir því gjarnan að kalla fólk úr salnum upp á svið til sín og láta það tala og tjá sig um það mál sem hann var að tala um síðast í ræðunni. Það koma hjón sem misstu son sinn úr yfirskammti af læknadópi og þau segja frá reynslu sinni.

Í framhaldi lýsir Trump því yfir að hann ætli að sjá til þess að læknar ávísi þriðjungi minna af opíðum eftir einhver ár en noti ekki-ávanabindandi  verkjalyf í staðinn. Hann segir að 90  % eiturlyfjanna komi inn í Bandaríkin um suðurlandamærin  og þess vegna muni  hann byggja vegginn að Mexico. Hann gerir mikið úr seiglu Bandaríkjamann og baráttuvilja.

Hann segir að þeir skuli og muni sigra í stríðinu við eiturlyfjasalana og að hann útiloki ekki að dauðarefsing verði tekin upp fyrir stórglæpamenn sem drepi þúsundir manna með starfsemi sinni í eiturlyfjum. Því skyldu þeir fá vægari dóma en morðingi sem drepur einn mann og er dæmdur til dauða? 

Hann boðar að dauðveikir sjúklingar geti fengið ný lyf sem eru á þróunarstigi en lofi góðu. Því skyldi þeir ekki fá tækifæri?

Hann skýrir frá prógrammi þar sem dæmdum glæpamönnum sem eru búnir að afplána sé útveguð vinna svo þeir fái annað tækifæri.

Hann spilar á þjóðerniskennd fundarmanna og leggur áherslu á fjölskyldugildin sem Bandaríkjamenn vilji vernda. Hann klappar með fundarmönnum of gengur um  um sviðið, kallar fólk upp og lætur það tala. 

Þetta er löng ræða og mér finnst hann koma vel út úr þessu og vera einlægur í því sem hann boðar.  

Hvað sem vinstri menn reyna að úthrópa þennan mann sem eitthvað fyrirbrigði sem hann er ekki þá er það greinilegt að þarna fer hæfileikamaður sem menn skyldu taka alvarlega.

Trump kann augsýnilega að trompa út með tali sínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það gat nú verið að hann kenni Mexíkóum um þetta.

En það eru Kanarnir sjálfir sem hafa skapað þetta með því að lofa innlendum lyfjarisum að ljúga til um skaðleysi ópíoíða lyfjanna, sem eru hreinræktuð bandarísk uppfinning og gróðalind lyfjarisa. 

Næsta innlenda skrefið var að tveir þingmenn, sem þegið hafa háa styrki frá hinum samviskulausu eiturlyfjabarónum, sem græða jafnmikið á hverju ári á lyfjaverksmiðju sinni og nemur tvöföldum íslenskri þjóðarframleiðslu, komu í gegnum þingið lagafrumvarpi sem hefur eyðilagt bandaríska lyfjaeftirlitið. 

Ómar Ragnarsson, 20.3.2018 kl. 00:14

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Og nú er spurningin hvort við eigum eftir að sjá "Trump tekið á þetta" hér á landi. Því að nú stefnir í að hlutfallslega jafn margir Íslendingar muni deyja af völdum neyslu ópíuóða lyfja á þessu ári og deyja árlega í Bandaríkjunum. 

Miðað við aðdáunina á þessum "mikla hæfileikamanni" sem taka þurfi til fyrirmyndar sem víðast, er spurningin hvort það sé þá rétt að taka upp dauðarefsingar hér á landi, finna útlendingana sem flytja dópið inn til okkar undir kjörorðinu lokum landinu fyrir þessu glæpahyski.  

Ómar Ragnarsson, 20.3.2018 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband