Leita í fréttum mbl.is

Hvaða skoðanir hef ég ?

Ég verð var við það á athugasemdaskrifum að margir telja mig vera eitthvað allt annað en ég tel mig vera sjálfur.

Það er kannski ekki úr vegi að kynna mínar skoðanir aðeins fyrir þeim sem eru að búa sér til skoðanir sem þeir segja að ég hafi.

Henry Ford sagði samt þessi orð: Never complain, never explain.Sem meginreglu hef ég orð Fords því það þýðir ekki að rífast við þá sem allt vita betur en maður sjálfur.

Nokkrar skoðanir mínar eru samt þessar:

Ég er og hef verið Sjálfstæðismaður þó ég hafi stundum kosið Alþýðuflokkinn í gamla daga til að hjálpa viðreisnarstjórninni. En Sjálfstæðisflokkurinn er hugsanlega minna hrifinn af mér en ég af honum. Að minnsta kosti kaus hann mig aldrei í miðstjórn eða há embætti. Vinstri flokkar eru fyrir mér safnheitið kommaflokkar, kommatittir eða kommerí.

Ég er ekki haldinn neinu hatri í minni sál gagnvart útlendingum, hörundsdökku fólki, aröbum, hinsegin fólki eða góðu fólki yfirleitt, hvað þá kommeríinu sem er mest vanþekking í mínum augum.
 
Mér er hlýtt til alls fólks sem er hjálparþurfi. Ég styð raunhæft hjálparstarf og þróunaraðstoð. En ég vil ekki að það verði til þess að okkar fólki sé ekki hjálpað. Og það er ekki sama og ég vilji að allt bágstatt fólk í öðrum löndum flytji hér inn til okkar þegar við hjálpum ekki okkar eigin fólki nægjanlega .
 
Ég trúi því að kynhneigð sé meðfædd en ekki áunnin.Ég hef átt marga yndislega vini sem voru  hinsegin.Mér kemur kynhneigð annarra ekkert við. 
 
Ég sé ekki hörundslitinn á góðum manni. Mér kemur það barasta ekkert við ef hann er umskorinn, Gyðingur, Hindúi eða Múslími. Ef hann er góð manneskja og góður við mig  þá er það hið eina sem að mér snýr. Ég á góða vini sem eru öðru vísi á litinn en ég og  annarrar trúar en ég. Mig varðar bara ekkert um það. Það er manneskjan sjálf sem skiptir mig máli.
 
Ég er hræddur við ISIS liða því að hann vill hugsanlega skera af mér hausinn sem ég kæri mig ekki um. Þó eru aðrar skoðanir á því að finna í athugasemdadálkum.
 
Ég vil ekki að glæpamenn og geðsjúklingar geti átt byssur. En það er ekki byssan sem drepur heldur höndin og hugurinn. Því skiptir uppeldið öllu máli.
 
Það helsta sem ég hef verið að reyna að segja varðandi hælisleitendur og flóttamenn er að  ég vil fara vel og sparlega með íslenskan ríkisborgararétt og íslenska menningu eins og hún er. Íhaldsmennska er best í því sem öðru.
 
Ef á að fá hingað flóttamenn, þá vil ég velja þá með tilliti til að þeir falli sem best inn í þjóðfélagið. Þeirra vegna og þjóðfélagsins vegna en ekki mín sérstaklega. Og ég vil ekki tilviljanalegan fjölda slíks fólks heldur stjórnaðan. Hvítir kristnir eða trúlitlir, falla betur að okkar þjóðfélagi til dæmis en strangtrúaðir múslímar." Það krækilyng sem eitt sinn óx við klett...."
 
Nokkrar af mínum fyrstu bókum voru Litli svarti Sambó og Tíu litlir negrastrákar. Nú er mér sagt að það megi ekki lengur nota orðið negri.Mér hefur ekki verið tilkynnt um þetta en get alveg tekið það til athugunar ef mér er úthlutað leiðbeiningum um leyfilega málnotkun.
 
Ég á fullt af vinum í öðrum stjórnmálaflokkum.Trúmál vil ég helst ekki ræða.
 
Mér kemur auðvitað ekkert við hvað annað fólk hugsar um mig eða skrifar í athugasemdum.En það er hugsanlega  óþarfi að gera mér upp skoðanir og reyna að skaða Sjálfstæðisflokkinn með því.
 
 
.
 
É

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halldór.. þú verður bara að naglalakka þig.. og þá mun lífið umturnast í unaðslega femíníska vakningu og þú munt sjá.. að þú sem karlmaður ert illmenni.. og skref þitt til frelsunar er að gefa illsku/karlmennsku þína upp á bátinn og verða sjálfviljugt viljalaust verkfæri í höndum hinnar nýju, vélrænu, stofnana-kvenræðisútópíu framtíðarinnar. Gangi þér vel.

p.s. Ég mæli með gulu naglalakki fremur en stálgráu fyrir þig

Gunnark (IP-tala skráð) 27.3.2018 kl. 21:04

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þú notar orð sem slökkva á heilanum á fólki.  Það er málið.

Mörg orð gera það, ég veit að eitt af þeim er "negri."  Bara dæmi.

Segði það, og sumt fólk dettur á teina, og fer að sjá allskyns ofsjónir, og það verður engin leið að fá það af þeim.

Hafandi notað eitt af þessum töfraorðum get ég ekki ímyndað mér hvað svo margt fólk heldur eiginlega að næsta setning hér að ofan, svo og þessi eiginlega þýði.

Eitthvað neikvætt, er ég viss um.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.3.2018 kl. 22:07

3 identicon

Gott fyrir þig Halldór!

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 27.3.2018 kl. 23:42

4 identicon

Ég er ekki haldinn neinu hatri í minni sál gagnvart gamlingjum, ómögum eða góðu fólki yfirleitt.

Mér er hlýtt til alls fólks sem er hjálparþurfi. Ég styð raunhæft hjálparstarf og aðstoð. En ég vil ekki að það verði til þess að mínu fólki sé ekki hjálpað. Bótagreiðslur til gamlingja sem hafa til hnífs og skeiðar og svelta ekki tel ég glæp meðan fólk á besta aldri tapar aleigunni í baráttu við veikindi sín.

Ég sé ekki aldur eða hörundsliti á góðum manni. Mér kemur það barasta ekkert við ef hann er gamlingi, umskorinn, Gyðingur, Hindúi eða Múslími. Ef hann er góð manneskja og góður við mig  þá er það hið eina sem að mér snýr. Ég á góða vini og ættingja sem eru öðru vísi á litinn en ég, eldri og  annarrar trúar en ég. Mig varðar bara ekkert um það. Það er manneskjan sjálf sem skiptir mig máli.

 Ég er hræddur við gamla ofbeldisseggi og tukthúslimi því að þeir vilja hugsanlega vinna mér mein sem ég kæri mig ekki um. Þeim fer fjölgandi með hverjum deginum og fyrr eða síðar þarf að huga að því hvernig við höldum gamlingjunum frá friðsömum almenningi.

 Ég vil ekki að glæpamenn og geðsjúklingar geti komist yfir eiturlyf, byssur eða handsprengjur. En það er ekki dópið, byssan eða bomban sem drepur heldur höndin og hugurinn. Því skiptir uppeldið öllu máli. Bann þjónar engum tilgangi.

 Það helsta sem ég hef verið að reyna að segja varðandi gamlingja er að  ég vil fara vel og sparlega með skattfé almennings, hins vinnandi manns. Íhaldsmennska er best í því sem öðru og kjör gamlingja geta vel miðast við kjör gamlingja þegar gamlingjar nútímans voru ungir vinnandi menn. Þeir þekkja það og allar breytingar fara illa í svona gamalt fólk.

 Ef á að hækka ölmusuna til gamlingja, þá vil ég að það sé gert með tilliti til að þeir hætti að gera kröfur og vera til vandræða. Þeirra vegna og þjóðfélagsins vegna en ekki mín sérstaklega. Og ég vil ekki stjórnlausar bótagreiðslur en vel út hugsaðar þeim sem þær eiga skilið, kunna að sýna þakklæti og eru ekki sífellt að kvarta.  Það krækilyng sem eitt sinn óx við klett....

 Nokkrar af mínum fyrstu bókum voru Amma Segir Sögur og Afi Segir Sögur. Nú er mér sagt að það megi ekki lengur kalla gamlingja á bótum ómaga nota orðið ölmusa um bætur ríkisins til gamlingja. Mér hefur ekki verið tilkynnt um þetta en get alveg tekið það til athugunar ef mér er úthlutað leiðbeiningum um leyfilega málnotkun.

Gústi (IP-tala skráð) 28.3.2018 kl. 01:44

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Dópið og framfærslan vinna sitt verk.

Halldór Jónsson, 28.3.2018 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418215

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband