Leita í fréttum mbl.is

101 og RÚV

eru ekki að skilja Trump og Kína.

Það er ekkert grimmilegt viðskiptastríð milli Bandaríkjanna og Kína að eiga sér stað. Trump Forseti er einungis að standa við kosningaloforð sín. Það sem ég veit hinsvegar ekki hvernig hann sjattlaði stálrisann Canada sem steinþegir.

Kína er einræðisríki  sem lætur kínverskan almenning borga aukinn kostnað af dýrari amerískri vöru með því að stýra verðinu með genginu á rehimbíinu eða hvað það heitir. Allt er þetta bull sem hefur engin áhrif á Bandaríkin. Tollarnir hafa hinsvegar mikil áhrif í Bandaríkjunum þar sem nýtt líf er að færast í iðnaðinn og innflutt stál og ál sem eru þangað komin á undirboðum einræðisríkisins verða óhagstæðari valkostur fyrir bandarískan iðnað. Kínverjum mun hinsvegar blæða því þeir eru gersamlega háðir Bandaríkjunum með alla hluti. Þeir fá minna í sinn hlut og alþýðan borgar niðurgreiðsluna á útflutningnum..

Bergmálið finnst greinilega í eftirspurnaraukningu íslenskra fyrirtækja sem versla við alþjóðlegan áliðnað.

Kína getur gert það sem því sýnist, En hvað sem það gerir skaðar það bara sjálft sig og sína þegna. Ekki Trump né Bandaríkjamenn hvað sem nú 101 liðið og RÚV halda öðru fram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Rúv greinir ekki frá að Trump kallinn hækkar stöðugt í vinsældum heima hjá sér,heyrði Arnþrúði skýra frá þessu.

Helga Kristjánsdóttir, 5.4.2018 kl. 01:59

2 Smámynd: Emil Þór Emilsson

Ég sé reyndar ekki hverju þessir tollar eiga að breyta í kína fyrir kínverja, allar innfluttar vörur í kína eru svona 2x dýrari en hérlendis sökum innflutningstolla sem voru þegar fyrir. Það kaupir enginn í kína eitthvað "upprunalegt" heldur kínversku útgáfuna.

Dæmi um slíkt er landrover discovery sem kínverjinn einfaldlega afritaði og kallaði land wind. 

https://autonetmagz.com/wp-content/uploads/2015/05/jiangling-landwind-x7.jpg

Emil Þór Emilsson, 5.4.2018 kl. 10:31

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Kanada og Mexíkó eru undanþegin tollum á stáli - í bili.   Þessir tollar hafa þegar verið notaðir sem hótanir í NAFTA viðræðum, enda var það megin tilgangur þeirra.

Tollastríðið við Kína mun halda áfram að vinda upp á sig.  Tollarnir, sem Kína setti á um 130 vöruflokka um daginn kemur sér mjög illa t.d. fyrir bændur sem rækta soyabaunir, sem Kína hefur keypt mikið af.  Einnig framleiðendur nauta- og svínakjöts.  Í upphafi skyldi endinn skoða og það voru flestir á því að endirinn í þessu rugli yrðu ekki okkur í hag, heldur Kína.  Bandaríkin eru einfaldlega ekki sá viðskiptarisi, sem þau voru og eru mun háðari innflutningi á flestum sviðum en þau voru fyrir nokkrum áratugum.  Með þessu tollastríði hefur staða okkar veikst en ekki styrkts.  Við sjáum hvað setur.

Arnór Baldvinsson, 5.4.2018 kl. 16:52

4 Smámynd: Halldór Jónsson

þetta er rangt vanti kína soyabaunir þá kaupa þeir þær sama þót tollur sé settur á þær.Kaninn verður aðselja sínar annarsstaðar ef K´æina vill ekki kaupa. Bandaríkin eru eini raunverulegi viðskptarisinn, hinir eru eftirlíkingar

Halldór Jónsson, 5.4.2018 kl. 19:59

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Það hlaut að vera að canada væri búið að fá undanþágu eins og ESB

Halldór Jónsson, 5.4.2018 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband