16.4.2018 | 12:07
Nýtt EES-skrímsli
er Persónuvernd Ríkisins.
Svo segir í Mogga:
"Persónuverndarfulltrúi hefur verið óþekkt starfsheiti hérlendis, en það mun breytast á næstunni vegna innleiðingar á nýrri reglugerð Evrópusambandsins um persónuvernd.
Ný persónuverndarlöggjöf kemur til framkvæmda í Evrópu 25. maí og þá verður öllum stofnunum og sveitarfélögum skylt að tilnefna slíkan fulltrúa, auk fyrirtækja sem hafa umfangsmikla, viðkvæma eða viðvarandi vinnslu á persónuupplýsingum eða eftirlit með einstaklingum að meginstarfsemi.
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir í samtali við Morgunblaðið að mögulegt verði fyrir stofnanir og sveitarfélög að samnýta persónuverndarfulltrúa. Þó þurfi að tryggja að starfsmaðurinn komist yfir öll þau verkefni sem honum er ætlað að sinna.
Hafnarfjarðarbær auglýsti um helgina eftir starfsmanni í 100% stöðu persónuverndarfulltrúa.
Allt stjórnarráðið ætlar að byrja á að samnýta einn persónuverndarfulltrúa. Það verður umfangsmikið verkefni að sinna öllum ráðuneytum landsins sem persónuverndarfulltrúi og það má gefa sér að væntanlega þurfi að bæta við, ef það er ákveðið að samnýta of mikið, af því að viðkomandi þarf að geta valdið verkefninu, segir Helga.
Sjálfstæðir í störfum sínum
Að sögn Helgu eiga persónuverndarfulltrúar að vera undir efsta lagi í skipuriti hvers vinnustaðar og algjörlega sjálfstæðir í sínum störfum. Þeir eiga að vera sérfróðir á sínu sviði og tengiliðir vinnustaða við Persónuvernd, auk þess sem þeir eiga að sjá um að uppfræða starfsfólk um þær reglur sem gilda um persónuvernd.
Helga telur líklegt að lögfræðingar sæki í störf persónuverndarfulltrúa, þar sem krafan er sú að persónuverndarfulltrúar hafi sérþekkingu á persónuverndarlöggjöfinni. Lögfræðigráða verði hins vegar ekki skilyrði, heldur geti stofnanir og fyrirtæki ákveðið hvaða menntun henti þeirra starfsemi best.
Helga segist ekki geta sagt til um hversu mörg stöðugildi persónuverndarfulltrúa verði til hérlendis vegna hinnar nýju löggjafar, þar sem Persónuvernd hafi ekki haft mannskap til að skoða það og að ekki liggi fyrir hversu mörg einkafyrirtæki hérlendis hafi vinnslu á persónuupplýsingum að meginstarfsemi.
Það hefur hins vegar verið metið í ríkjum Evrópusambandsins. Bara þessi þáttur í nýju löggjöfinni kallar á um 77.000 ný störf í Evrópu, segir Helga og þá eru EES ríkin Ísland, Noregur og Liechtenstein ekki talin með, en þeim er skylt að taka reglugerðina upp þar sem vernd persónuupplýsinga er hluti af EES-samningnum."
Hér enn eitt dæmi um ófyrirséðar afleiðingar innleiðingar EES löggjafar Evrópusambandsins. Alþingi samþykkir slíkar innleiðingar blindandi. Persónuvernd er allt í einu orðið stofnun sem er að ráða tugi nýrra ríkisstarfsmanna. Stofnunar sem á svo að sjá um að neyða upp á fyrirtæki og stofnanir nýjum starfsmönnum til að framfylgja lögum ESB.
Með einföldum hlutfallareikningi milli Íslands og Evrópusambandsins má áætla að nýjum starfsmönnum muni fjölga um nærri eitthundrað á Íslandi sem afleiðing af upptöku Persónuverndar.Allt störf sem leggjast beint á lífskjör fólksins sem borgar þau í öllum tilvikum.
Til hvers? Hvaða leyndarmál er verið að vernda í mínu tilfelli?
Skattframtal mitt er hjáRSK. Ríkið veit allt um mínar persónulegu fjármálaathafnir. Það er beintengt inn í bankana og hefur aðgang að öllum mínum hreyfingum þar.Hvað ég drekk mikið brennivín, kaupi mikið af þessu eða hinu, er hægt að rekja á Visa reikningunum mínum sem áreiðanlega er hægt að komast í fyrir fyrirtæki eins og Cambridge Analytica án þess að tala við Zuckerberg.
Ég er fyrir þó nokkru hættur að nota peningaseðla,borga allt með korti og hef ekki haft skiptimynt í vasa nú árum saman.Allt er því skráð niður sem ég geri frá degi til dags.Hvaða upplýsingar á að vernda?
Ég er krabbasjúklingur á Landspítalanum. Allt er skráð sem fyrir mig er gert þar og Stundin og DV eru líklega ekki í vandræðum með að útmála þann hræðilega óþarfakostnað sem er verið að eyða í mig þar í tilgangsleysi fyrir land og þjóð, þar sem ég er kominn á meðalaldur íslenskra karlmanna.Facebook og Bloggið sjá um að annað liggur ljóst fyrir ef einhver nennir.
Hvað þarf ég Persónuvernd til að vernda?
Þetta er enn eitt ríkisbrjálæðið til sem þingmenn mínir, Óli Björn Kárason meðtalinn, sem ég kaus hafa látið yfir mig ganga. Því það er ég sem borga en enginn annar. Fyrir eitthvað sem ég þarf ekkert á að halda né að það hafi einhvern tilgang í upplýsingasamfélaginu.
Helga Þórisdóttir breiðir úr sér í ánægju sinni yfir því hversu mikið stofnun hennar fær að blómgast og dafna.Skiljanlegt fyrir hana.
En það er ég sem borga fyrir þetta nýja EES-skrímsli sem ég hef akkúrat ekkert gagn af.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Athugasemdir
Ég hef margsagt þér það kæri Halldór, að Sjálfstæðisflokkurinn er fyrir löngu orðinn að versta skrifræðisflokknum hér á landi. Þann flokk kjósa engir sjálfstæðissinnaðir menn lengur. Með innleiðingu EES samningsins, í Viðeyjarstjórn Davíðs Oddssonar og Hannibalssonar, frjáls för fjármagns og þræla milli landa, nýfrjálshyggjan samofin kratískri hræsni, hófst niðurbrot og kerfisbundin atlaga að hinum eiginlegu litlu og fjölmörgu sjálfstæðu mönnum, einyrkjum og smáfyrirtækjum.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 16.4.2018 kl. 12:42
Og mundu það Halldór minn, bara fyrst þú nefndir einn þingmann þinn með nafni, þá er sá formaður efnahags- og viðskiptanefndar og er kvæntur framkvæmdastjóra eignasviðs Arion banka, sem nú er í eigu hrægamma og erlendra vogunarsjóða. Sjálfstæður flokkur?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 16.4.2018 kl. 13:10
Allt er þá þrennt er, og nú af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og VG (óþarfi að nefna maddömuna, hún er alltaf sama skækjan).
Hér orðrétt vitnað til sannra orða Jóns Bjarnasonar, sem enn á ný afhjúpar hræsni VG og Sjálfstæðisflokksins:
Svo fáráanlegt sem það er stefnir ríkisstjórnin á að stórauka fjármagn og mannafla til sendiráðsskrifstofunnar hjá ESB og EES í Brüssel. Væri ekki nær að segja upp EES samningum og setja kraftinn í tvíhliðasamninga í stað þess að púkka upp á löngu trénaðan ESB/ EES samning?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 16.4.2018 kl. 13:39
Lögfræðinám í þremur háskólum og offramboð af háskólamenntun án tilgangs; borðleggjandi að einhvers staðar þarf að koma þessu fólki fyrir.
Og vasar okkar eru djúpir.
Ragnhildur Kolka, 16.4.2018 kl. 14:31
Þú ert er krabbasjúklingur á Landspítalanum að egin sögn. Og sáttur við það að heilbrigðir greiði fyrir þá meðferð þó heilsa þín snerti þá ekkert. Það að þú telur þig ekki þurfa persónuvernd skiptir ekki máli. Það snýst ekki allt um þig. Þetta er hluti af sameginlegri vernd þegnanna eins og lögreglan eða heilbrigðiskerfið. Flestir vilja hafa þetta þó flestir vildu helst aldrei þurfa á því að halda.
Skráning á netnotkun starfsmanna, uppsetning faldra myndavéla á vinnustað, skoðun á tölvupósti starfsmanna eru dæmi um hvernig fyrirtæki og stofnanir hafa brotið persónuvernd starfsmanna. Lögreglan og Sjálfstæðisflokkurinn héldu lengi vel sérstakar skrár um ætlaða vinstrimenn og pössuðu að þeir fengju ekki sum störf. Tryggingastofnun hefur stundað skipulegar gagnasafnanir um einstaklinga á samskiptavefum eins og til dæmis á Facebook, já einhver nennir og það sem þú setur þar gæti kostað þig.
Gústi (IP-tala skráð) 16.4.2018 kl. 15:02
Persónuvernd skiptir auðvitað verulegu máli, því meira máli eftir því sem meira af upplýsingum safnast upp hjá hinu opinbera, bönkum og öðrum fyrirtækjum. En það sem mér finnst vanta í þessari umræðu er að gerð sé grein fyrir því hver ávinningur þegnanna er í raun og veru af þessum lagabreytingum. Hverju breytir það fyrir mig sem einstakling hvort t.d. Reykjavíkurborg hefur persónuverndarfulltrúa eða ekki? Því miður finnst mér dálítið líklegt að það breyti engu. Að það væri í sjálfu sér alveg nóg að hafa skýr lög um hvað má og hvað má ekki, stofnun sem hefur eftirlit með að lögunum sé framfylgt og dómstóla sem geta skorið úr álitamálum.
Þorsteinn Siglaugsson, 16.4.2018 kl. 16:17
Gömul saga og ný:
Allt heiðarlegt fólk veit hvað rétt og siðlegt er
en ríkishirðkerfið telur að það þurfi að segja okkur það.
Hirð atvinnugóðmennanna, faríseanna og tollheimtumanna.
Þeir krossfestu Krist forðum
hvað gera þeir þá við aumingja eins og okkur?
Jú skattleggja okkur fyrir atvinnugóðmennsku sína og hræsni.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 16.4.2018 kl. 16:52
Hann er viðbrenndur ESB/EES hrærigrauturinn óæt óhollusta ætlaður okkur að greiða fyrir og borða: Étið hann sjálfir!
helga kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2018 kl. 06:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.