Leita í fréttum mbl.is

Óli Björn var á fundi

með mörgum Sjálfstæðismönnum í Kópavogi nú rétt áðan.

Umræðuefnið var fullgilding 3. orkupakkans frá ESB.

Óli Björn lýsti því hvernig hann er búinn að leggja sig fram um að kafa í þetta mál og reyna að skilja hvað að baki býr. Hann sagðist enn ekki vera kominn á leiðarenda en eitt væri víst að hann væri ekki sáttur við neitt fullveldisframsal eða afsal sjálfsákvörðunarréttar sem gæti verið fólgið í pakkanum. Það væri farið að molna undan tveggja stoða undirstöðum EES samningsins upphaflega sem hefði í heildina reynst okkur Íslendingum vel.En komið væri að því að við Íslendingar horfðum gagnrýnum augum á hann og gerðum upp við okkur hvað við vildum bæta og breyta. 

Til þess yrðum við sagði Óli Björn  að stofna fastanefnd í Alþingi sem færi yfir alla utanríkissamninga Íslands. Hann vildi sjá fríverslunarsamning Norðurslóðaríkja svo sem Kanada, Grænlands, Íslands, Noregs og Bretlands. En hið síðast talda, sem væri að ganga úr ESB,og þar með frá EES samvinnunni,  væri mesta viðskiptaland okkar á eftir Bandaríkjunum. 

Það var varað við því á fundinum að fela ráðuneytisfólki að endurskoða EES samninginn, til þess hentuðu þeir ekki sem hlutlausir aðilar.  Voru undirtektir góðar við hugmyndum Óla Björns um fastanefnd Alþingis.

Óli Björn tók fram að ákvörðunarvald hvernig og hvenær Ísland nýtti orkuauðlindir væri ekki að flytjast til Brussel. En ákvarðanir um t.d. lagningu sæstrengs gætu verið að fara þangað með pakkanum. Það var varað við því á fundinum að Landsvirkjun væri að vinna að lagningu sæstrengs fyrir raforku fyrir 2027. Vegna hinnar nýju hámörkunarstefnu-hagnaðar sem Landsvirkjun ræki nú en ekki þeirrar stefnu sem hún var stofnuð til að gera sem var að sjá landsmönnum fyrir ódýrri orku væru markmið hennar breytt. Nú væri talað um að gróði Landsvirkjunar myndi mynda grunn að þjóðarsjóði Íslendinga eins og Olíusjóð Norðmanna. Óli Björn taldi eitt víst með þann sjóð, að næsta vinstristjórn myndi galtæma hann við fyrsta tækifæri.

Miklar umræður urðu á fundinum um EES og innleiðingu þriðju orkupakkans. En sú skoðun kom fram á fundinum að fyrsti orkupakkinn hefði um margt leitt til óvæntrar niðurstöðu og mætti rekja það til óvandaðra vinnubragða þingmanna við hans innleiðingu.Meðal þeirra er sala á upprunavottorðum orku gegn því að kjarnorka og kol eru nú hluti af orkuframleiðslu Íslands svo skondið sem það nú er.

Það er undiralda í þjóðfélaginu að fara sér hægt þegar kemur að framsali sjálfsákvörðunarréttar yfir auðlindum Íslands sem og að endurskoða ákvæði EES samningsins sem margir telja tímabært. 

Þetta var góður og gagnrýninn fundur með Óla Birni Kárasyni alþingismanni Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi nú fyrir hádegi í dag, en slíkir fundir eru haldir hvern laugardag frá 10-12 og eru allir velkomnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Síðastliðinn þriðjudag:

"Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birti í dag minnisblað um áhrif orkupakkans frá Ólafi Jóhannesi Einarssyni lögmanni sem starfaði áður sem framkvæmdastjóri markaðssviðs ESA. Hans niðurstaða er að þriðji orkupakkinn breyti í engu heimildum íslenskra stjórnvalda að banna framsal á eignarrétti að orkuauðlindunum.

Ísland mun áfram hafa fullt ákvörðunarvald yfir með hvaða skilyrðum orkuauðlindir hér eru nýttar og hvaða orkugjafar eru nýttir.

ACER hefði engin áhrif á leyfisveitingar og stjórnsýslu hér á landi né heldur valdheimildir gagnvart einkaaðilum. Valdheimildirnar gagnvart EFTA löndunum verða hjá eftirlitsstofnun EFTA, ESA en ekki hjá ACER.

Heimildir ACER að taka bindandi ákvarðanir ná einungis til orkumannvirkja sem ná yfir landamæri. Og þriðji orkupakkinn haggar ekki forræði Íslands að ákveða lagningu sæstrengs og að íslenska ríkið yrði eigandi hans."

Þorsteinn Briem, 21.4.2018 kl. 15:16

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta síðasta er nefnilega ekki víst nema að sé einmitt krataáróðurinn sem á að nota til að renna þessu ofaní okkur

Halldór Jónsson, 21.4.2018 kl. 15:24

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gott innlegg Halldór. Við verðum að standa á Varðbergi og það á tánum. Menn eins og Steini eru á sveimi fyrir engan annan en ESB og þeirra menn. Mér er minnistætt þegar Jose Barroso þá Forsetu ESB sagði Ísland yrði gott sem fanganýlenda en þetta var á þeim tíma þegar Jóhanna og Össur voru að reyna gefa landið og þjóðina alla. Steini minn sérðu það skiptir engu þótt þessi ACER samningur hafi engin áhrif á Ísland það sem skiptir máli er að halda vörð um það sem við eigum. Biddu Soros hækka kaupið þitt þá þarft þú ekki að skrifa svona mikið.

Valdimar Samúelsson, 21.4.2018 kl. 17:01

5 Smámynd: Haukur Árnason

".Meðal þeirra er sala á upprunavottorðum orku gegn því að kjarnorka og kol eru nú hluti af orkuframleiðslu Íslands svo skondið sem það nú er."

Hvaða díll var gerður og hver gerði hann og til hvers ?

Haukur Árnason, 22.4.2018 kl. 01:24

6 Smámynd: Haukur Árnason

Veit ekki hvernig þetta varð bæði stórt og rautt.

Haukur Árnason, 22.4.2018 kl. 01:25

7 Smámynd: Valur Arnarson

Túlkanir þessa lögfræðings sem Steini Briem vitnar til eru úti á túni. Ef tilskipunin sjálf er lesin, þá fæst eftirfarandi út úr því:

    • Orkustofnun flyst undir orkumálaskrifstofu ESB, ACER.

      • Ísland afsalar sér þannig völdum yfir orkuflutningskerfinu til ACER sem fær eftirlitsvaldið.

        • Ráðherra orkumála missir völd yfir eftirlitinu.

          • ESB fær þannig framkvæmdavald yfir orkuflutningskerfinu.

            • ACER sendir valdboð frá ESB til ESA

              • ESA sendir afrit til Íslands.

              Afritið verður líklega 1000 blaðsíur af alskonar tilmælum og leiðbeiningum, sem sagt full vinna fyrir 3 - 4 menn að þýða og túlka.

              Valur Arnarson, 22.4.2018 kl. 02:20

              8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

              Steini segir ekkert. Hann er 100% ESB sinni og þtti að rannsaka feril hans. Líklega vinnur  hann í Brussel.

              Valdimar Samúelsson, 22.4.2018 kl. 09:01

              9 Smámynd: Már Elíson

              "Steini" þessi er líka 100% öryrki...í höfðinu, en gætið ykkar (Halldór) á spaminu hans...Hann læðist....

              Már Elíson, 22.4.2018 kl. 15:43

              Bæta við athugasemd

              Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

              Höfundur

              Halldór Jónsson
              Halldór Jónsson

              verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

              -ekki góður í neinu af þessu-

              Heimsóknir

              Flettingar

              • Í dag (22.11.): 0
              • Sl. sólarhring: 4
              • Sl. viku: 37
              • Frá upphafi: 0

              Annað

              • Innlit í dag: 0
              • Innlit sl. viku: 31
              • Gestir í dag: 0
              • IP-tölur í dag: 0

              Uppfært á 3 mín. fresti.
              Skýringar

              Eldri færslur

              Innskráning

              Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

              Hafðu samband