um göfugan tilgang ţess ađ sjúga sér fé úr ríkissjóđi finnst mér vera ađ finna í yfirlýsingu framkvćmdastjóra stjórnmálaflokkanna.Svo segir í fréttum:
"Framkvćmdastjórar allra flokka sem sćti eiga í nefnd forsćtisráđherra um fjármál stjórnmálaflokka, lýsa andúđ á óhróđri og undirróđursstarfsemi í kosningabaráttu og ásetja sér ađ vinna gegn slíku.
Kosningabarátta í ađdraganda kosninga er lykilţáttur í lýđrćđislegri stjórnskipan og mikilvćgt ađ hún sé málefnaleg og reglum samkvćm svo ađ kjósendur geti tekiđ upplýsta ákvörđun. Nafnlaus óhróđur eđa undir fölsku flaggi á ekki ađ líđast. Viđ framkvćmdastjórar eđa fulltrúar flokkanna átta sem sćti eiga ţingi, erum sammála um ađ girđa ţurfi fyrir ađ áróđur og óhróđur, sem enginn veit hver hefur í frammi eđa kostar, birtist um alla samfélags- fjölmiđla- og myndbandaveitur, án ţess ađ hćgt sé ađ kalla neinn til ábyrgđar.
Kosningabarátta er margslungiđ samtal ţjóđarinnar og ţar eiga stjórnmálaflokkarnir alls ekki ađ vera einráđir. Lög um hvernig kosningabarátta er rekin og fjármögnuđ, ţurfa ţví ađ ná yfir alla sem heyja slíka baráttu, en ekki ađeins flokkana sjálfa, enda séu lögin í samrćmi viđ tjáningarfrelsisákvćđi og góđa lýđrćđisvenju. Ţađ er markmiđ okkar ađ finna leiđir í ţeirri vinnu sem viđ eigum fyrir höndum til ađ auka gagnsći og ábyrgđ allra sem vilja hafa áhrif á kosningar.
Nú er hafin barátta fyrir sveitarstjórnarkosningar á Íslandi. Ţađ er von framkvćmdastjóra flokkanna ađ sú barátta verđi sönn, gegnsć og málefnaleg og ađ öll frambođ taki stöđu međ flokkunum sem undir ţetta rita um ţađ markmiđ.
Björg Eva Erlendsdóttir, form. frkvstj. Vinstri grćnna.
Ţorgerđur Jóhannsdóttir, skrifstofustj. Samfylkingar.
Birna Ţórarinsdóttir, frkvstj. Viđreisnar.
Hólmfríđur Ţórisdóttir, fulltrúi. Miđflokksins.
Erla Hlynsdóttir, frkvstj. Pírata.
Helgi Haukur Hauksson, frkvstj. Framsókn.
Magnús Ţór Hafsteinsson, fulltrúi. Flokks fólksins.
Ţórđur Ţórarinsson, frkvstj. Sjálfstćđisflokksins."
Mér finnst ţađ ömurlegt ađ Sjálfstćđisflokkurinn skuli standa ađ ţessari yfirlýsingu međ litlu flokkunum.
Ţeir hafa auđvitađ allt ađ vinna ţar sem ţeir geta ekki séđ sér farborđa sjálfir. Ţeir byggja ekki á neinu nema sundurlausu hugarflugi og slagorđavađli um sjálfsagđa hluti eins og ađ vinna gegn spillingu og vinna ađ betra ţjóđfélagi. Hver vill ţađ ekki?
En stjórnmálaflokkar finnst mér ađ eigi ađ vinna eftir sömu reglum og önnur félagasamtök. Saumaklúbbar, íţróttafélög og hverskyns góđgerđasamtök eiga ađ starfa eftir almennum reglum félaga en ekki vera tilberar á ríkissjóđi. Menn koma saman í ákveđnum tilgangi og leggja fé sitt í lag til ađ vinna máli sínu framgang.
Stjórnmálaflokkar hafa ţá sérstöđu ađ geta krćkt sér í almannafé til eigin nota. Ţađ geta ekki önnur félög. Ţarna er ţví bein leiđ til spillingar sem önnur félög hafa ekki.
Sjálfstćđisflokkurinn getur stađiđ á eigin fótum fjárhagslega. Ţađ sýndi styrktarmannakerfiđ ţegar til ţess var stofnađ. Fáir ađrir ađrir flokkar hafa slíka breidd. Píratar eđa Flokkur fólksins myndu til dćmis aldrei geta safnađ pening til ađ borga húsaleigu fyrir skrifstofu og hinir litlu flokkarnir ćttu í basli međ ţađ. Ţeir eru ţví óţarfir međ öllu ef fólk vill ekki styrkja ţá í nćgum mćli.
Ţađ kostar vinnu ađ safna peningum fyrir stjórnmálaflokka, ţađ ţekki ég af eigin raun. Ef flokksmenn eru of latir til ţess ţá eiga ţeir ekki tilverurétt.
Sé ţessi yfirlýsing skođuđ i samhengi viđ áćtlanir um ađ stórauka sjálftöku peninga úr ríkissjóđi ţá rennur vćntanlega upp ljós fyrir mönnum.
Stjórnmálastarf er orđinn bísness hjá allskyns litlum og misljótum klíkum sérvitringa sem ţjóđfélaginu verđur lítiđ gagn af til lengdar. Geti frambođ náđ saman einhverju lágmarksatkvćđamagni ţá komast ţau í ríkispeninga. Ţađ er mergurinn málsins. Og ţá byrjar yfirleitt balliđ eins og uppákomur hafa margsýnt ađ ekki eru allir tilbúnir ađ skipta rétt eins og Egill Skallagrímsson sá fyrir sér ţegar hann ráđgerđi ađ strauja silfrinu yfir ţingheim.
"Meirihluti fjárlaganefndar hefur gert tillögu um ađ framlög til stjórnmálaflokka verđi hćkkuđ um 362 milljónir króna á nćsta ári. Framlögin verđa ţá 648 milljónir króna og vaxa 127 prósent frá ţví sem áđur var ćtlađ ađ myndi renna til málaflokksins. Ţetta kemur fram í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar sem nefndarmenn stjórnarflokkanna ţriggja skrifa undir ţá vilja menn ađ framlög til stjórnmálaflokka verđi aukin um 362 m króna
Í álitinu kemur fram ađ tillagan sé studd međ yfirlýsingu sex formanna stjórnmálaflokka sem sćti eiga á Alţingi. Ţeir eru Sjálfstćđisflokkur, Framsóknarflokkur, Vinstri grćn, Samfylking, Miđflokkur og Viđreisn..."
Flokkur fólksins og Píratar eru ekki ađilar ađ tillögunni sem vekur auđvitađ athygli. Međ hjásetu vilja ţeir vekja athygli á sjálfum sér ţar sem ţeir vita ađ peningarnir renna til ţeirra alveg jafnt ţó ţeir sitji hjá opinberlega sem hreinţvegnir englar.Hrćsnin blasir viđ.
"Í yfirlýsingu formannanna kemur međal annars fram ađ tilgangur opinberra fjárframlaga til stjórnmálasamtaka er ađ tryggja fjármögnun, sjálfstćđi og lýđrćđisleg vinnubrögđ allra stjórnmálaflokka sem sćti eiga á Alţingi. Virk starfsemi stjórnmálasamtaka er hornsteinar lýđrćđisins og er nauđsynlegt ađ tryggja á hverjum tíma ađ ţau geti sinnt hlutverki sínu međ eđlilegum hćtti og án ţess ađ ţurfa ađ treysta um of á fjárframlög einkaađila.
Er ţađ ósk formanna sem rita undir yfirlýsinguna ađ forsćtisráđherra setji af stađ vinnu viđ endurskođun laga nr. 162/2006, um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóđenda, međ ţátttöku fulltrúa allra stjórnmálasamtaka sem sćti eiga á Alţingi. Í greinargerđ sem fylgdi erindinu segir ađ sú upphćđ sem stjórnmálaflokkum sé ćtluđ á fjárlögum hafi lćkkađ um helming á raunvirđi frá árinu 2008. Nú eigi átta flokkar fulltrúa á Alţingi. Hver ţeirra stendur fyrir eigin rekstri og á ađ reka virkt og ábyrgt stjórnmálastarf um allt land, jafnt á sviđi landsmála og sveitarstjórna, áriđ um kring.
Til samanburđar má nefna ađ dómsmálaráđuneytiđ hefur sagt ađ kostnađur vegna alţingiskosninganna á síđasta ári hafi veriđ rétt tćpar 350 milljónir, og ađ gera mćtti ráđ fyrir ađ hann yrđi svipađur í ár. Stjórnmálasamtök starfa í ţágu almannahagsmuna en hafa hvergi nćrri bolmagn á viđ helstu hagsmunasamtök. Flestir flokkar eru reknir međ 0-5 starfsmönnum í dag og samtals eru 13 fastráđnir starfsmenn hjá ţeim átta flokkum sem eiga fulltrúa á Alţingi.
Til samanburđar má 1 geta ađ Samtök atvinnulífsins eru međ 30 starfsmenn, Samtök iđnađarins 16, Samtök fyrirtćkja í sjávarútvegi 15, ASÍ međ 22 og VR 62 starfsmenn. Í ţessu umhverfi er stuđningur viđ nýsköpun, ţróun, sérfrćđiţekkingu og alţjóđatengsl enginn inni í stjórnmálasamtökunum; endar ná ekki saman til ađ sinna grunnţörfum í rekstri stjórnmálaflokka og ađ uppfylla markmiđ laganna. Lýđrćđiđ á Íslandi á betra skiliđ.
Í mínum augum er ţetta grímulaus atlaga ađ eyri ekkjunnar í ríkissjóđi og ekkert annađ en grímulaus spilling rétt eins í Afríku ţar sem harđstjórar stela ríkiskassanum eins fljótt og ţeir geta.
Ţannig eru ţeir Heródes og Pílatus orđnir vinir:
"... nefndarmenn stjórnarflokkanna ţriggja skrifa undir ţá vilja menn ađ framlög til stjórnmálaflokka verđi aukin um 362 m króna..."
Í stađ ţessa athćfis hefđi ég viljađ ađ ríkisstyrkirnir myndi ganga til viđar eftir sólarlagsákvćđum og stjórnmálastarf fćri af ríkisframfćri alfariđ, ţá er sjálftakan tvöfölduđ. Ţađ er ekki ađ mínu skapi.
Mér finnst ekki vera sćmandi fyrir Sjálfstćđisflokk afasystur minnar Ingibjargar H. og Jóns Ţorlákssonar ađ standa ađ svona sókn í ríkispeninga.Siđferđi hinna flokkanna ćtla ég ekki ađ rćđa frekar en í ţeirra eigin útgáfu er hún alveg ný af nálinni og á móti hverskonar spillingu sem ţeir segja ađ einkenni Sjálfstćđisflokkinn öđrum flokkum frekar.
Mér finnst ţví vera holur hljómur í yfirlýsingu framkvćmdastjóranna og lágkúruleg samanburđarfrćđi stjórnmálaflokkanna ađ bera sig saman viđ önnur frjáls félagasamtök sem eru rekin af eigin félagsmönnum.
Athugasemdir
Snilldarpistill og svo sannur.
M.b.kv.
Sigurđur Kristján Hjaltested, 22.4.2018 kl. 17:49
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.