24.4.2018 | 07:55
Ríkisvæðing stjórnmálanna
er orðinn hlutur sem afleiðing af ábyrgðarlausri framgöngu stjórnmálaflokka á Alþingi í sjálftöku á opinberu fé.
Í stað þess að flokksmenn eigi alfarið að standa straum af sinni stjórnmálastarfsemi með frjálsum framlögum eins og í öðrum félögum þá eru þeir sammála um og í aðstöðu til að setja sogrör í ríkiskassann til að sjúga fyrir sjálfa sig og sína.Afleiðingin er smáflokkakraðak sem býður fram í þeim eina tilgangi að krækja sér í peninga og þægilegri innivinnu.
Það eru falsrök að þetta sé gert til að koma í veg fyrir spillingu með því að peningaöfl kaupi flokka sér til fylgis. Það á að ríkja algert frelsi á auglýsingamarkaði í markaðsþjóðfélagi. Vilji Soros kaupa Pírata til fylgis við sig þá má hann það eins og Landsbankinn styrkti Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna, sem ekki skilaði neinum peningum eins og Bjarni gerði. Markaðsfrelsi á að ríkja. Ef enginn vill kaupa þína vöru þá er það þitt vandamál en ekki mitt eða ríkisins.
Valur Arnarson skrifar eftirtektarverða greiningu á vanda íslenskra stjórnmála á blogg sitt í dag.
Þar kemur þessi stjórnmálavandi fram. En það sem fólk gerir sér ekki ljóst er að hann er bein afleiðing af samspillingunni sem blasir við á Alþingi í dag. Flokkarnir þar urðu sammála um að stórhækka framlög til sín úr ríkissjóði.
Glundroðinn í stjórnmálunum orsakast beinlínis af grímulausri samtryggðri sjálftöku stjórnmálaflokkanna á opinberu fé.
Valur skrifar:
"Það merkilegasta við eftir-hruns árin, er þörf fólks á vinstri væng stjórnmálanna til að stofna nýja stjórnmálaflokka, og reyna með blekkingum að aftengja þá uppruna sínum. Besta dæmið er auðvitað Besti flokkurinn í Reykjavík, þar sem fullt af Samfylkingarfólki kom saman og þóttist vera nýtt afl sem hefði myndast í tómarúmi án nokkurra skýringa. Við þekkjum svo frasana um að breyta eigi stjórnmálunum og taka við góðum hugmyndum jafnt frá vinstri sem og hægri, vegna þess að þær skilgreiningar séu í raun úreltar.
Hvað gerðist svo með Besta flokkinn ? Fólk, þvert á pólitískar skoðanir, keypti blekkingarnar, og stökk á vagninn, merkti x við Æ í þeirri trú að nú væru hlutirnir að breytast. En hvað gerðist ? Krakkarnir í Besta flokknum hlupu beint í faðm Samfylkingarinnar auðvitað vegna þess að þaðan komu þau öll. Besti flokkurinn bjó svo til myndband á fyrstu mánuðum valdatíðar sinnar, þar sem gert var grín að öllum, sem voru ekki í kratabandalagi Samfó og Besta. Þar fóru fyrirheitin um betri vinnubrögð í stjórnmálunum.
Það er nánast hægt að segja það sama um Pírata. Ef það voru einhverjir fyrrum Sjálfstæðismenn eða Framsóknarmenn í Pírötum á upphafsárum flokksins, þá hafa þeir auðvitað allir yfirgefið flokkinn sem er samansafn af allskonar vinstra öfgaliði, og þá sérstaklega í forystunni. Píratarnir stukku ekki fullmótaðir úr tómarúmi frekar en Besti flokkurinn, sem síðar varð Björt framtíð en nú hafa þau flest hlaupið heim í Samfylkinguna.
Það versta við þessa þróun, er að stjórnmálaöfl, án nokkurs alvöru baklands, komast til þannig áhrifa, að þau sjálf ráða illa við hlutverk sitt. Málefnafátækt einkennir slík bandalög, þar sem ekki er þekking þar innan um til þess að móta skoðanir eða stefnur í hinum ýmsu málum. Við getum tekið Besta flokkinn sem dæmi en þau eltu Samfylkinguna í blindni í stefnu þeirra um flugvöllinn, án þess að búa yfir einhverri þekkingu um málefnið eða hafa tekið samræðu við fagstéttir og er hægt að nefna flugmenn í því samhengi, sem búa margir hverjir yfir dýrmætri reynslu og þekkingu á þessum málum.
Við sjáum það sama á þingi, þar sem þingflokkur Pírata situr hjá í mörgum og jafnvel mikilvægum málum. Píratar sátu t.d. hjá í atkvæðagreiðslu um búvörusamninginn og vitið til, þeir munu sitja hjá þegar gengið verður til atkvæða um þriðja orkumarkaðspakka ESB.
Er þessi þróun til þess fallinn að styrkja lýðræðið ? Svarið við því er auðvitað nei. Flokkar sem koma fram undir fölskum forsendum, blekkja kjósendur til fylgis við sig með því að lofa breyttum vinnubrögðum á þingi og í sveitastjórnum, en eru svo verri en þeir sem gagnrýndir eru, gera ekkert annað en að grafa undan lýðræðinu. Lýðræðið snýst um að kjósendur hafi raunverulegt val, og það sé skýrt fyrir hvað flokkar í framboði standa.
Píratar hafa t.d. sýnt af sér einstakan óheiðarleika með því að þykjast geta unnið með öllum fyrir kosningar, en eftir kosningar byrjað að hlaupa í skotgrafir og útiloka flokka á forsendum sem standast engin rök. Ef Píratar geta ekki unnið með Sjálfstæðisflokknum vegna embættisfærslna Sigríðar Á. Andersen, þá geta þeir ekki unnið með Samfylkingunni vegna framgöngu þeirra gagnvart öryrkjum í borginni. Staðreyndin að Píratar hafa ekki gengið úr meirihlutanum í borginni kristallast í því að afstaða þeirra til Sjálfstæðisflokksins er fyrirsláttur einn.
Staðreyndin er að allir í hinu nútíma pólitíska litrófi eiga sér uppruna einhversstaðar úr hinu gamla flokksskipulagi. Píratar eru á vinstri væng þess litrófs, og þeir sem greiða þeim atkvæði sitt eru að stuðla að því að hér verði vinstri stjórn eftir kosningar."
Valur sér vandamálið sem er samhlaup sveimhuga við kosningar sem byggjast á því að komast í ríkispeninga ef nægilega margir vinglar finnast til að kjósa "eitthvað annað".
Við sitjum uppi með smáflokkakraðak tækifrærissinna á Alþingi þar sem hentistefna ræður ríkjum. Alþingi hefur sjálft búið þessar aðstæður til og er rétt að byrja með stórhækkun fjártökunnar til flokkanna.
Vandamálið byrjaði í ríkisvæðingu stjórnmálanna þar sem framboðin eru orðnir tilberar á þjóðarlíkamanum sem sjúga ríkispeninga í samspillingu allra flokka á Alþingi sem þá ekki verða notaðir í annað þarflegra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:02 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Skortur á samtali fjölgar framboðum, segir Björn Bjarnason og Valur Árnason fjallar um svipað efni gér á blogginu og svo Halldór Jónsson um ríkisvæðingu stjórnmálanna. Allir hafa þessir ágætu menn rétt fyrir sér.
Enn þegar Alþingi ákvað að kosta öll framboð, án þess að biðja okkur sem borgum um leyfi, þá setti það verulega niður. Margir flokkar treysta ekki líðræðið svo sem sannast hefur víðar en hér, enda þingið á stundum nánast óstarfhæft sökum óvita skapar og vitleysis gangs þingmanna ýmissa gorkúluflokka.
Vænti þér bata og biðst velvirðingar á mínum misskilningi. Kveðja að austan.
Hrólfur Þ Hraundal, 24.4.2018 kl. 11:35
Það er þannig með flísarnar að allir sjá þær, en fæstir sjá stóra bjálkann, bara flísarnar. En ég bo'ða þér ljósið Halldór minn: Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn, því miður, stærsti tilberinn, æðsti strumpur tilberanna. Tek annars undir hvert orð í pistlinum, vildi bara benda á stærsta tilberann.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 24.4.2018 kl. 13:14
Er þetta ekki í takt við aðra aumingjavæðngu samfélagsins, nafni?.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 25.4.2018 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.