Leita í fréttum mbl.is

Það er snjallt að búa í Kópavogi

segir Sjálfstæðisflokkurinn þar. 

Rekstrarafgangur var 2.2 milljarðar króna og skuldir bæjarins hafa lækkað í 133% af tekjum úr 175% í byrjun kjörtímabilsins.Engin ný lán voru tekin fyrir framkvæmdum sem eru umtalsverðar.

Þetta gerist aðeins í bæjarfélögum þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta.Því hefur svo vel tekist til í Kópavogi að 5 fulltrúar Sjálfstæðisflokksins náðu að mynda meirihluta með 1 fulltrúa Bjartrar Framtíðar í júní 2014. Vissulega er erfitt að starfa saman þegar svo mikill stærðarmunur er á flokkunum. En þar sem viljinn er fyrir hendi þar er leið. Samstarfið tókst vel og sýnir hvernig fólk getur unnið saman af skynsemi að einu marki.

En hvernig er ástandið hinu megin við Fossvogslækinn?

Óli Björn Kárason lýsir árangrinum þar í grein í Morgunblaðinu í dag.

Þar fer hann yfir helstu stærðir í reikningum Borgarinnar undir vinstri meirihluta Dags B. Eggertssonar. Meginatriði eru þessi:

"... Það hefur verið bullandi góðæri í efnahagslífinu. Hagvöxtur með því mesta í sögunni. Landsframleiðsla jókst um 3,8% á síðasta ári og hagvöxtur árið á undan var 7,4%. Ríkissjóður hefur verið rekinn með afgangi undanfarin ár og greitt skuldir hressilega niður.

....Tekjur hafa sannarlega hækkað verulega. Heildartekjur voru 28 milljörðum hærri að raunvirði á síðasta ári en fyrir fjórum árum og liðlega 41 milljarði hærri en fyrir átta árum."

Borgarsjóður hefur hinsvegar safnað skuldum, – þær hafa tvöfaldast að raunvirði á átta árum. Sem hlutfall af tekjum hafa skuldir hækkað úr 56% í 85%.

Launakostnaður hefur hækkað um 58% á föstu verðlagi án þess að  þjónusta við Borgarbúa  hafi batnað. Enda stöðugt verið að finna upp nýjar nefndir og ráð til að greina vandamálin í stað þess að leysa þau.

Sé miðað við síðustu fjögur ár munu skuldir hækka um liðlega 22 milljónir króna á hverjum einasta degi með endurkjöri meirihlutans.

Skuldir borgarsjóðs hafa því meira en tvöfaldast að raunvirði á síðustu átta árum. Í lok síðasta árs námu skuldirnar tæpum 99 milljörðum króna.

A-hluti borgarsjóðs hefur notið þess að tekjur hafa hækkað hressilega á síðustu árum. Á síðasta ári voru tekjur 41,4 milljörðum króna hærri á föstu verðlagi en árið 2010, þegar Samfylkingin og Besti flokkurinn tóku við lyklavöldunum í Ráðhúsinu. Þetta er nær 56% raunhækkun.  Þetta er 51% hækkun að teknu tilliti til fólksfjölgunar.

Á síðasta ári voru tekjurnar tæplega 28 milljörðum hærri en 2014, – árið sem Dagur B. Eggertsson varð formlega borgarstjóri.

Lífsgæði íbúanna sem og annarra sem þurfa að reka erindi í höfuðborginni hafa verið skert með því að hefta samgöngur og þrengja að bílaumferð.

Lóðaskortur í höfuðborginni hefur öðru fremur verið drifkraftur mikillar hækkunar á kaupverði íbúða og hækkunar húsaleigu. Þetta hefur svo breiðst út um allt höfuðborgarsvæðið þar sem allstaðar ríkir skortur á byggingalóðum sem ýtir upp verðlagi á fasteignamarkaði bæði við kaup og sölu.

Þegar á allt er litið er greinilegt að það er snjallara að búa í Kópavogi en í Reykjavík hjá vinstri meirihluta Dags B. Eggertssonar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband