11.5.2018 | 09:37
Fyrir Sjálfstæðismenn
eingöngu er pistill Vilhjálms Bjarnasonar, sem formaður Sjálfstæðisflokksins persónulega svipti þingsæti sínu á aðalfundi Kjördæmisráðs.Þetta átti þá að vera svo rosalega sniðugt fyrir kynjajafnréttið að það varð að skipta á Villa og konu og eyðileggja heilagt prófkjörið sem hafði sett Villa Bjarna í sitt sæti.
Og hverju hefur þetta svo skilað spyr Vilhjálmur?
"Flestir dægurlagatextar eru algerlega merkingarlausir. Textarnir eru settir saman fyrir melódíuna, í hæsta lagi að textinn verði einhvers konar lýsing á ástum karls og konu. Textinn um Sumarliða, sem var fullur, er mjög umhugsunarverður, raunar vekur mun fleiri spurningar en hann svarar því hann svarar engu.
Ég veit allt! Ég get allt!
Geri allt miklu betur en fúll á móti!
Ég kann allt! Ég skil allt!
Fíla allt miklu betur en fúll á móti!
Smíða (þjóðar)skútu, skerpi skauta,
bý til þrumu ost og grauta!
Haltu kjafti!!
Óánægja veldur ógleði í huga fólks. Ánægjuefni geta verið margvísleg. Það sem er verst með óánægjuna er að ef óánægjuefnið hverfur verður ekki ánægja. Miklu heldur að ástandið verði fúll á móti. Auðvitað verður ánægja alltaf eftirsóknarverð og því er nauðsynlegt að vita hvað það er, sem veldur ánægju. Það getur verið að bið eftir lyftu valdi óánægju. Hin augljósa lausn er að bæta við annarri lyftu. Það er verkfræðilegt vandamál og lausnin dýr. Lausnin kann að vera sú að setja spegil við lyftudyr. Þá hverfur óánægjan því þá hittir sá sem bíður fúlan á móti. Þá skiptir einnig máli hvort sá er bíður tilheyrir neikvæðum eða jákvæð- um hópi. Það er tiltölulega einfalt að átta sig á hvort tiltekinn homo sapiens tilheyrir vinstri hlið eða hægri í upptalningu hér að neðan;
Nei Já
Ekki Jú
Kalt Heitt
Hálftómt Hálffullt
Þeir, sem mynda setningar í talmáli þar sem orð úr vinstri hlið koma fram, eru í raun óánægðir án þess að ná því nokkru sinn að verða ánægðir. Þeir verða aðeins fúll á móti ef óánægjuefni hverfur. Þeir, sem svo er komið fyrir, eiga að vera í stjórnarandstöðu eins og vinstriflokkum fer best og skaða minnst.
Fylgi flokka
Sá er þetta ritar hefur um langt skeið velt fyrir sér hví stjórnmálaflokkur, sem hefur haft Whiskey-styrkleika í fylgi, stefnir hraðfari í Port-styrkleika í fylgi. Slíkt er að sjálfsögðu með öllu óviðunandi. Stjórnmálaflokkur, sem hefur haft forgöngu um að fella niður tolla og vörugjöld af heimilistækjum og fatnaði, hefur ekki náð vopnum sínum. Óánægjuflokkur, sem er vanur stjórnarandstöðu, barðist mjög gegn þessum breyttu aðstæðum til bættra lífskjara. Tollar og vörugjöld voru greinilegt óánægjuefni en við hvarf þeirra varð ekki ánægja. Í versta falli varð fúll á móti.
Fjöldafylgi
Til þess að stjórnmálaflokkur nái fjöldafylgi þarf ánægjuefni. Þannig dugar lítt að tala um jákvæðan greiðslujöfnuð eða afgang á fjárlögum. Svo virðist sem sameining gegn ímynduðum óvini sé líkleg til fjöldafylgis. Nærtækt dæmi er stjórnmálamaður sem kaupir kröfur á þrotabú, í von um fjárhagslegan ávinning. Sá hinn sami talar um kröfuhafa sem hrægamma, sem hann þó tilheyrir sjálfur. Síðan tekst honum að sameina hóp að baki sér gegn þessum hrægömmum og nær fjöldafylgi og heldur landsfund sem líkist trúarsamkomu. Fjöldafylgi sem er byggt á ímynduðum óvini eða óánægju hefur þó reynst fallvalt og svo verður vonandi áfram. Fjöldafylgi, sem er byggt á traustum kjósendum, er eftirsóknarvert fyrir stjórnmálaflokk, sem vill að tekið sé mark á sér. Þá þarf að stýra eftir stjörnum en ekki eftir því hvernig vindar blása hverju sinni. Það kann að vera að í slíkum flokki þurfi málamiðlanir. Hvaða ávinningi skilaði það fyrir Sjálfstæðisflokkinn að standa að þings- ályktunartillögu um afturköllun aðildarumsóknar að Evrópusambandinu? Máli sem lá í dvala! Ávinningurinn var Viðreisn! Var nú þörf á því?
Ósamrýmanleg markmið
Hvernig er hægt á sama tíma að berjast fyrir auknum jöfnuði og að menntun verði metin til launa? Hvernig er hægt að berjast fyrir réttlæti og jöfnuði á sama tíma og þeir sem hafa lagt á sig byrðar í fortíð fá aðeins refsingar og skerðingar í framtíð? Hvernig er hægt að útskýra það fyrir venjulegu fólki að óverðtryggð lán séu með hærri ávöxtun en verðtryggð lán? Ávöxtun verðtryggðra lána er ákveðin með hlutlægum mælingum í nútíð en ávöxtun óverðtryggðra lána er ákveðin með væntingum inn í framtíð auk varúðarálags. Eða eru óverðtryggð lán til? Ef þau eru til, hvað þá með greiðslur úr lífeyrissjóðum? Skerðast ekki bætur vegna slíks óréttlætis sem felst í gjafvöxtum?
Ánægjuefni
Það á að vera markmið í stjórnmálum að skapa ánægju og von. Þannig á stjórnmálamaður að tala við þjóð sína með ávarpi en ekki andvarpi. Verkefni framtíðar eiga að vera ánægjuefni innan samrýmanlegra markmiða. Vissulega verða stjórnmálamenn að hafa persónutöfra til að verða trúverðugir. Ráðherrar eiga ekki að nota sína málaflokka til að bæla niður óánægju, heldur til að skapa ánægju.
Stytting biðlista í læknisaðgerðir sem lina kvalir er leið til að bæla niður óánægju. Kvalinn kjósandi er aldrei ánægður kjósandi. Sá, sem hefur beðið lengi eftir aðgerð en er sinnt að lokum, verður aðeins fúll á móti þegar upp er staðið.Biðraðir eru kommúnismi.
Sá er þetta ritar var um tíma kjörinn fulltrúi. Á þeim tíma spurði hann sig stundum hvort áherslur í málefnum, sem Flokkurinn hafði á sinni könnu, væru réttar! Og ekki síður hvort rétta fólkið væri í framvarðarsveit. Tekið skal fram, að sá er þetta ritar tók aldrei þátt í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra eða eldhúsdagsumræðum. Ef til vill ekki rétti maðurinn?
Það kann að vera að Flokkurinn þurfi naflaskoðun því Port-styrkleikafylgi er ekki ásættanlegt. Og verða fúll á móti !"
Niðurlag
Það er ekki það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki glæsilegasta fólkið og best máli farið.Flokkurinn bara gengir ekki neitt.Ég spyr mig að því hvort forystuliðið hreinlega nenni ekki að útbreiða grunngildi flokksins heldur einblína á karpið á Alþingi og klakningu reglugerða á vegum EES?
Ég heyrði ræðu hjá Hildi Björnsdóttur sem er 2. maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þar heyrði ég talað um Sjálfstæðisstefnuna í fyrsta sinn í langan aldur. Hvað skilur þann flokk frá öðrum flokkum og hefur hann upp úr karpinu um spillingu einstakra manna.
En eins og Bjarni Benediktsson hefur sjálfur sagt, þá eru flokkar ekki kosnir út á það sem þeir hafa gert heldur hvað þeir ætla að gera.
Þar sem Bjarni Benediktsson hefur höfuð og herðar yfir alla aðra þingmenn hvað glæsileika varðar og rökfimi í málflutningi sem snýr hvern þeirra meðaljón auðveldlega niður, þá getur maður spurt sig af hverju flokkurinn nær bara púrtvínsstyrkleika?
Er talað nógu skýrt um það, hvað flokkurinn ætlar að gera og hvers vegna?
Er það einskis metið það sem hann hefur gert?
Er flokksforystan með rangar áherslur og það þurfi að gera breytingar?
Þetta er fyrir Sjálfstæðismenn eingöngu og asnaskrif í athugasemdum frá vinstrimönnum eru frábeðin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:31 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Ef við horfum á Reykjavík þá virðist skipta öllu máli að áætlanir séu frábærar, skiptir engu hvort þær rætast.
Kjósendur virðast hafa lítið minni.
Sjálfstæðismenn hafa almennt verið frekar hógværir að lýsa yfir eigin ágæti og skortir kannski að þeir bjóði upp á spennandi skýrar lausnir?
Emil (IP-tala skráð) 11.5.2018 kl. 10:33
Alla vega erum við ekki að koma þeim til skila
Halldór Jónsson, 11.5.2018 kl. 17:10
Sæll Halldór vinur minn.
Áróður og áherrslur á vanefndir ríkjandi meirihluta borgarstjórnar eru alveg skelfilegar.Það þyrftri að birta 20 atriða auglýsingu um þau málefni sem lofað var fyrir 4 árum, en voru svikin,dreifa þessum staðreyndum í öll hús. Það er eins og vanti einnig að hampa einhverri framtíðarsýn. Hún er ekki fyrir hendi í þeirri ömulegu eyðileggingarsýn að koma fyrir 70.000 manns með því að rífa niður atvinnuhúsnæði, sem fyrir er og flytja þau til fjallahéraða og ætlast svo til að borgarlínan lysi vandann varðandi flutninga fólks. ! Þvílík vitleysa!!
Helgi Bjarnason (IP-tala skráð) 12.5.2018 kl. 01:44
Helgi, hvernig gerði Davíð það, birti lista yfir það sem hann kom í amkvæmd.Nú mætti búa til lista yfir það sem Dagure hefur svikið og freifa í hús.
Halldór Jónsson, 12.5.2018 kl. 06:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.