Leita í fréttum mbl.is

Ég græt með Kára

yfir heimskunni og illmennskunni sem birtist í fáránleika persónuverndarstefnu þeirrar sem eyðilagði Gagnagrunninn hans dr. Kára á sínum tíma.Hversu miklu misstum við ekki af sem þjóð?

Ég er auðvitað heimskur og skil kannski ekki margt. En mér finnst að heilbrigðissaga einstaklingsins sé ekki hans einkamál. Það sé ekki hans einkamál að neita að bólusetjast gegn hættulegum sjúkdómum sem geta skaðað aðra í framhaldi eins og dæmi eru um að fólk komist upp með.Er það eitthvað mitt einkamál hvað læknar mínir gera núna til að framlengja líf mitt á kostnað alþjóðar?

Umönnun sjúkra og deyjandi eru á kostnað heildarinnar. Þegar eldstólpar eins og dr. Kári koma fram með tillögur til að bjarga mannslífum er skelfilegt og grátlegt til þess að vita að allskyns fólk sé sett í lykilstöður til þess að hunsa tillögur hans án skilnings.

Það er nefnilega til tímapunktur í lífi hver og eins  þar sem er ögurstund þess að verða of seinn eða bjargast. Eftir það er of seint að iðrast og engu verður breytt.

Það er grátlegt að horfa á fólk ganga í dauðann með meðvitund, hvort sem fíkniefnaneysla, heimska, vanþekking  eða kæruleysi á í hlut.

Yfir þessu græt ég með Kára.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

ÍSLENSK STJÓRNVÖLD HUGSA Í KRÓNUM- AUMINGJAR - Þ.E GMLIR OG SJÚKIR ERU ÞAR EKKI VELKONIR VIÐ VEISLUBORÐ ARÐRÆNINGJA.

Erla Magna Alexandersdóttir, 15.5.2018 kl. 20:01

2 identicon

Vandamálið eru tryggingarnar, sem neita að tryggja þig ef t.d. dóttir þín hefur ólæknandi sjúkdóm.
Það er engu að treysta, þegar íslensk tryggingafélög eru annars vegar.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 15.5.2018 kl. 20:48

3 identicon

En þú ert á framfæri alþjóðar, heildarinnar. Eigum við þá ekki rétt á því að þú opinberir alla sjúkrasögu þína? Og fjárhagsupplýsingar frá því þú fórst á eftirlaun? Kassakvittanir, skattaframtöl, kortafærslur og hreyfingar á bankareikningum.

Er það ekki okkar að ákveða hvað þú borðar, hvenær þú hvílist og hagar þínu lífi? Er það ekki okkar að banna þér að neyta áfengis, krefjast þess að þú dragir úr saltnotkun og borðir engar steikur heldur aðeins viðurkennt hollustufæði og grænmeti? Við, heildin, borgum.

Það væri okkur dýrt ef þú veikist erlendis. Auk þess sem ferðabann gæti bjargað lífi þínu. Eigum við þá ekki rétt á því að þú hættir öllum ferðalögum sem kostað gætu heildina háar fjárhæðir? Er það ekki skýlaus réttur heildarinnar að þú haldir þig sem næst sjúkrahúsi og gerir ekkert sem kostað gæti dýrt sjúkraflug eða gert meðhöndlun kostnaðarsamari? Og allur akstur er náttúrulega úr sögunni, við eigum rétt á því að þú gerir ekkert sem gæti skaðað aðra.

Og til að fylgjast með því að fjármunum okkar sé vel varið hljótum við að vera í fullum rétti að setja upp myndavélar í öll herbergi. Áhættuhegðun gæti orðið alþjóð dýr. Á ekki heildin rétt á því að sjá hvernig framfærslan er notuð og hvort þú sért að gera eitthvað sem getur aukið útgjöld heildarinnar?

Gústi (IP-tala skráð) 15.5.2018 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband