Leita í fréttum mbl.is

Fjórðungur til eins manns!

Fjórðungur af öllum eiginfjárgrunni Landsbankans er nú hjá einum manni. Guðmundi í Brimi. Og það vantar meira en annað eins til að þjóna Guðmundi. Spurning er hvort ríkið geti skaffað annan banka til handa manninnum?

Mig minnir að bankamenn og sjóðastýrendur haft haft að þá meginreglu í bankafræðum að lána aldrei meira en 1-2% af bankanum til eins aðila. Annað endaði bara úti í mýri eins og dæmin hafa sannað. Jafnvel Jón Ásgeir og Björgólfur fóru ekki svona að ráði sínu.

En nú eru aðrir tímar. Landsbankinn er nefnilega ríkisbanki og yfir hann þarf ekki að setja neinn reynslubolta í bankafræðum  heldur dugar pólitískur gæðingur víst alveg sem fyrr. Hvorki þarf að hyggja að sögunni né sannleikanum.

Guðmundur í Brim hefur lengi haft skrítið uppnefni. Nú á það ekki lengur við þegar hann mætti kalla Guðmund gæfusama svona til að tryggja frægðina eins og Leifur heppni í sögunni.

Björgólfi Thor tókst víst að fá svo mikil lán hjá Deutsche að bankinn sá að hans hagsmunir voru orðnir að þeirra hagsmunum.Og er Deustche enginn smásjoppa uppi í sveit. Björgólfi varð bjargað eins og hann lýsir í bókinni "From Billions to Bust-and back." Afbragðs bók og skemmtileg saga mikils afreksmanns sem ég mæli með til lestrar.

Hvaða geimvísindi eða nauðsyn lágu að baki til að lána Guðmundi vinalausa heilan banka, Landsbankann geta leikmenn í bankafræðum varla skilið. Allavega vita menn núna hver er besti vinur Guðmundar.Og gagnkvæmt.

Hversvegna skyldi Grandi vera minni Vandi núna með Guðmundi Kristjánssyni innanborðs  í stað Kristjáns Loftssonar? Hver svirði er kvóti Granda? 

Hverjir eru með hina þrjáfjórðu af áhættugrunninum? Er Landsbankinn gjaldfær banki? Þarf ekkert Samkeppniseftirlit með svona rekstri. 

Hvernig mælast svona samrunar fyrir í stjórnmálaflokki markaðshagkerfis, samkeppni og dreifðrar eignaraðildar í atvinnulífinu? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 3420147

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband