Leita í fréttum mbl.is

Hvað er ekki að gerast?

með heimsfriðinn?

Ný frétt í Mogga:

"Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kór­eu, sagði Ser­gei Lavr­ov, ut­an­rík­is­ráðherra Rúss­lands, í dag að hann sé staðráðinn í að gera Kór­eu­skag­ann að kjarna­vopna­lausu svæði. Frá þessu grein­ir norðurkór­eska rík­is­frétta­stof­an KCNA í dag.

„Kim Jong-un seg­ir að vilji Norður-Kór­eu fyr­ir kjarna­vopna af­vopn­un Kór­eu­skaga sé enn óbreytt og stöðug,“ sagði í frétt KCNA um fund þeirra Kim og Lavr­ovs í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kór­eu í dag.

Er Kim sagður von­ast eft­ir sam­skipt­um við Banda­rík­in og að kjarna­vopna af­vopn­un „verði leyst skref fyr­ir skref“. Þá er hann einnig sagður von­ast eft­ir lausn á mál­inu í gegn­um „ár­ang­urs­rík­ar og upp­byggi­leg­ar sam­ræður og samn­inga“.

Heim­sókn Lavr­ovs til Norður-Kór­eu á sér stað á sama tíma og Mike Pom­peo, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, ræðir við norðurkór­eska emb­ætt­is­menn um vænt­an­leg­an fund þeirra Kim og Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta í Singa­pore í næsta mánuði.

Unnið er að því að leggja lín­urn­ar fyr­ir dag­skrá fund­ar­ins, sem halda á 12. Júní. Ein helsta hindr­un­in er tal­in vera hug­takið um „kjarna­vopna af­vopn­un“. Báðir aðilar segj­ast hlynnt­ir því að það verði gert, en mik­il mun­ur er hins veg­ar á þeim skiln­ingi sem þeir leggja í hug­takið.

Banda­rísk stjórn­völd vilja að Norður-Kórea losi sig við öll kjarna­vopn sín hið fyrsta með sann­an­leg­um hætti, eigi þau að fá efna­hagsaðstoð og höft að vera af­num­in.

Sér­fræðing­ar telja hins veg­ar lík­legt að ráðamenn Norður-Kór­eu verði treg­ir til að láta öll kjarna­vopn sín af hendi, nema þeir fái trygg­ingu fyr­ir því að banda­rísk stjórn­völd muni ekki steypa nú­ver­andi stjórn lands­ins af stóli.

Eru lýs­ing­ar Kim tald­ar gefa í skyn að hann von­ist til að af­vopna­væðing­in eigi sér stað í skref­um.

Hef­ur Lavr­ov varað við því að setja markið of hátt og hvet­ur hann báða aðila til að forðast freist­ing­una á að krefjast þess að fá allt strax,“ að því er seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá rúss­neska ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu."

Halda menn utan 101 að Trump og Pútín séu ekki að baki þessu?

Ég hef lengi haldið  því fram að á milli þessarra manna liggi margir leyniþræðir.Þeir eiga nefnilega mikið sameiginlegt. Við held að við séum að sjá eitthvað gerast núna sem er upphafið að nýjum tímum.

Hvað gerist að þessum þætti loknum?

Hvað gerir Íran ef þessir herramenn banka saman upp á hjá klerkunum og vilja versla?

Indlandi og Pakistan?

Og svo Kínverjum sem eru í mestri útrýmingarhættu vegna þéttleika?

Er ekki heimurinn að eygja von um kjarnorkufrið í fyrsta sinn?

Hvað er ekki að gerast?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband