12.6.2018 | 05:39
Forkastanleg vinnubrögð
eru Styrmi Gunnarssyni hugleikin varðandi meðferð Alþingis á Persónuverndarlögum ESB sem á að keyra í gegn á síðasta degi þingsins.
Það ískrar í forstöðumanni Persónuverndar Helgu Þórisdóttur af þrá yfir því að geta sektað og sektað alla þá sem henni eru ekki þóknanlegir. Hún fær að ráða tugi lögfræðinga til að fylgja eftir ofsóknum á hendur almenningi,Sýnir þessi kona ekki mörg einkenni hættulegs valdafíkils?
Styrmir skrifar svo:
"Svo virðist sem Alþingi ætli að ljúka störfum í dag eða í kvöld og þá m.a. með því að samþykkja persónuverndarlöggjöf ESB.
Verði það gert yrði um að ræða forkastanleg vinnubrögð þingsins.
Nú þegar hafa tveir aðilar lýst þeirri skoðun, að samþykkt umræddrar löggjafar kunni að vera brot á stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Þetta eru Arnaldur Hjartarson, aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands og laganefnd Lögmannafélags Íslands.
Hvernig stendur á því, að þingið ætlar að afgreiða mál af slíkri léttúð, sem svo alvarlegar athugasemdir hafa verið gerðar við af þar til bærum aðilum?
Þar að auki hafa sveitarfélög, ríkisstofnanir og hagsmunasamtök flestra helstu atvinnuvega landsins gert svo alvarlegar athugasemdir við málsmeðferð þingsins, að með ólíkindum er að þingmenn ætli að hafa þær að engu.
Nú þegar hefur Heimssýn, samtök sjálfstæðissinna, beint tilmælum til forseta Íslands um að hann staðfesti væntanlega lög ekki með undirskrift sinni. Það mundi þýða að málinu yrði vísað til þjóðarinnar til endanlegrar afgreiðslu.
Jafnframt hefur Heimssýn gefið til kynna að samtökin muni hugsanlega fara með málið fyrir dómstóla.
Getur verið að þeir sem nú sitja á Alþingi séu tilbúnir til að gera þetta bráðum 1100 ára gamla þing að eins konar stimpli, sem skrifstofuveldið í Brussel geti notað að vild sinni? "
Er ekki óhætt að leggja eyrun við þessum orðum manns sem er ekki fæddur í gær?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:09 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 3419716
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sjálfstæðisflokkurinn - stærsti og öflugasti flokkur ESB innlimunarsinna. Leppflokkur alræðissinnanna í Brussel.
Og fylgið? Það mun minnka og minnka og bráðlega fara vel undir 20%. Það er skiljanlegt, m.a.s. Halldór og Styrmir sjá nú loksins það sem þeim hefur æ fleiri orðið augljóst sem yfirgefið hafa svikaflokkinn.
Allt þetta hófst undir forsæti Davíðs Oddssonar í Viðeyjarstjórninni og mátti vera þá strax augljóst í hvað stefndi. Ný-frjálshyggjuarmurinn, Thatcher/Blairisminn tók öll völd, það endaði með hruni haustið 2008, með Davíð Oddson sem seðlabankastjóra, grátlegt fyrir ykkur að þurfa að kyngja þessum staðreyndum. Kominn tími til að vakna inn í martröð raunveruleikans: Bjarni Ben er helmingi meiri ESB innlimunarsinni en DOddsson. Þetta er búið, þið voruð einfeldningar sem tilbáðu DOddsson og fylgduð Bjarna eins og sauðir.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 12.6.2018 kl. 08:58
Peningastefnunefndin? Illugi Gunnarsson, sá hinn sami og skrifaði evru tilbeiðslugreinina með Bjarna, rétt fyrir hrun, á tíma DOddson sem seðlabankastjóra.
Fulltrúi yfirkommisaranna í Brussel? Árni Páll Árnason, skipaður af Guðlaugi Þór.
Sjálfstæðisflokkurinn - Helsti ESB sinna flokkur landains um rúmlega tveggja áratuga skeið, hrunskeiði þessa svikaflokks.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 12.6.2018 kl. 09:09
Grotnandi flokkur
ÆÆ ósköp held ég að vinur minn Halldór Jónsson eigi bágt með að horfast í augu við staðreyndir dagsins í dag. Gamli góði Sjálfstæðisflokkurinn er að grotna niður innanfrá og aumingjaskapur flokksins er slíkur að hann leggst flatur undir fámennan kommunistaflokk.
Alllt það sem gerði flokkinn að því sem hann var, er horfið. Það er í rauninni vart skiljanlegt að nokkur í dag vilji setja atkvæði sitt á ónýtan innangrotnandi Sjálfstæðisflokk. Er þetta er skrifað eru sjálfstæðisþingmenn að framselja vald ( persónuvermdarlög ) til Evrópusambandsins. Þetta gera þingmenn Sjáfstæðisflokksins á 100 ára fullveldisári Íslands og þar til viðbótar brjóta þeir stjórnarskrá Íslands.
Eðvarð L. Árnason (IP-tala skráð) 12.6.2018 kl. 11:57
Það er vert að vitna hér í grein sem Eðvarð skrifaði fyrir landsfund flokksins 2013. Ég hef engu við hans góðu varúðarorð að bæta, þau eru sígild orðin og allt var þetta fyrirséð, en flokksforustan skellti skollaeyrunum við varúðarorðum hans og fleiri, og flokkurinn er vissulega grotnandi, rotnandi sem hræ-gamma hræ.
Minni á, að það kemur, miklu fyrr en síðar, aftur til nýrra kosninga:
Í dag spyr fólk hvað annað á förnum vegi: Hvað ætlar þú að kjósa í komandi kosningum? Svör eru oft á þennan veg: „Ég veit ekki. Ég er ekki ánægður með neitt af þessum framboðum. Ég ætla ekki að kjósa. Ég ætla að skila auðu.“ Þarna eru hugsanlega atkvæðin sem koma til með að ráða úrslitum. En hver er vegvísirinn til þessara atkvæða?
Margir þeir fulltrúar sem koma til með að sitja komandi landsfund Sjálfstæðisflokksins vita í hjarta sínu hvað þarf til. Þeir vita að hagsmunir flokksins þurfa að vera ofar sérhagsmunum einstaklinga, eða sérhagsmunahópa. Kjósendur vilja sjá slíkt í verki. Nýja vegvísa til endurreisnar Íslands.
En hvernig ?
1. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fara í róttækar aðgerðir til leiðréttingar á stöðu heimila sem eru mörg komin að fótum fram. Mætti gera þetta til dæmis með því að færa vísitölu verðtryggðra lána í meðaltal þess sem hún var fyrir hrun og þessa dags?
2. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að vilja að þjóðin fái að kjósa um framhald aðildarumsóknar að ESB.
3. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að hætta þjónustu sinni við Landssamband útvegsmanna. Stór hluti þeirra kjósenda sem finna atkvæði sínu ekki stað nú vill ekki þá skilyrðislausu þjónustu sem leiðtogar flokksins hafa boðið þjóðinni upp á um langt árabil hvað óbreytt kvótakerfi varðar.
Í könnunum hefur komið fram að 86% krefjast breytinga varðandi stjórnun sameiginlegrar sjávarauðlindar þjóðarinnar. Verði ekki opnað á einhverjar málamiðlanir varðandi þessa hagsmunaþjónustu flokksins við kvótakerfið finnst ekki vegvísir að atkvæðum þessara mörgu kjósenda.
Niðurlag:
Komandi landsfundur þarf að kjósa sér nýjan formann til þess að sókn flokksins beri nægilegan árangur. Hvað sem segja má annars um núverandi formann þá stóð hann til dæmis ekki undir væntingum varðandi Icesave þegar hann stóð með Jóhönnu og Steingrími gagnvart þeirri erlendu fjárkúgun sem beitt var gegn íslensku þjóðinni.
Íslenskir kjósendur sætta sig heldur ekki við ásakanir um vafninga sem tengjast hruninu. Því miður er núverandi formaður flokksins bendlaður við það með réttu eða röngu. Hversu góður sem Bjarni Benediktsson annars kann að vera og hversu saklaus sem hann kann að vera, þá skiptir það ekki máli í kosningabaráttunni framundan. Það verða allt of margir sem ekki kjósa flokkinn þess vegna.
Leiðtogi flokksins getur ekki, – ekki sjálfs sín vegna heldur Sjálfstæðisflokksins vegna – haft slíka fjötra sér um fót á leið inn í kosningabaráttuna um vegvísa fyrir þjóðina til framtíðar.
Sjálfstæðisflokkurinn og þjóðin líka hafa hreinlega ekki ráð á að fá aftur vinstristjórn í vor.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 12.6.2018 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.