Leita í fréttum mbl.is

Ţriđji orkupakkinn

heldur áfram ađ vera umdeildur á Íslandi.

Einn af ţeim ötulustu sem gegn homnum tala er kollegi Bjarni Jónsson:

Á bloggsíđu sinni segir hann og vitnar til greinar Michaels Mann sendiherra:

"Ţađ var okkur ánćgjuefni, ađ óháđur ráđgjafi ferđamála-, iđnađar- og nýsköpunarráđherra skyldi komast ađ ţeirri niđurstöđu, ađ Íslendingar ţurfi ekki ađ óttast ţessar nýjustu breytingar."

Ráđherrann, sem hér um rćđir, Ţórdís Kolbrún Reykfjörđ Gylfadóttir, hefur á opinberum vettvangi variđ afstöđu sína međ ţví ađ gera á allan hátt lítiđ úr áhrifum Ţriđja orkumarkađslagabálks ESB á mótun orkustefnu Íslands, ţótt Alţingi mundi stađfesta innleiđingu hans í EES-samninginn...."  

 

"....Hér skal ţess vegna fullyrđa, ađ téđ afstađa ráđherrans stríđir gegn ályktun Atvinnuveganefndar Sjálfstćđisflokksins, sem samţykkt var einróma á Landsfundi flokksins í marz 2018:

"Sjálfstćđisflokkurinn hafnar frekara framsali á yfirráđum yfir íslenzkum orkumarkađi til stofnana Evrópusambandsins.".."

 

"...Nú skal vitna frekar til herra Michaels Mann sendiherra:

"Ţriđji orkupakkinn, svokallađi, sem Íslendingum er skylt ađ innleiđa samkvćmt EES-samninginum [1], er rökrétt framhald fyrri orkupakkanna tveggja, sem hafa veriđ innleiddir á Íslandi án vandkvćđa. [2]

Megintilgangurinn međ orkupakkanum er ađ veita neytendum ódýra og örugga orku međ tilstilli markađsafla, og hann er ekki nokkur ógn viđ framkvćmd íslenzkrar orkustefnu.[3] Ţar sem Ísland er eyja, einangruđ frá öđrum orkumörkuđum, mun landiđ njóta víđtćkra undanţága frá flestum helztu skyldum, sem fylgja nýju löggjöfinni."[4]

 1. Ţađ, sem einkennir EES-samninginn og var óspart hampađ á sínum tíma (1992-1993) af málsvörum hans, og gerir hann frábrugđinn beinni ađild ađ ESB, er einmitt rétturinn til ađ hafna ESB-reglum á leiđ ţeirra inn í EES-samninginn.  Ţađ er rangt hjá sendiherranum, ađ Alţingi beri einhver skylda til ađ skrifa upp á allt, sem frá Sameiginlegu EES-nefndinni kemur.  Ţjóđţingum EFTA-landanna í EES er tryggđur synjunarréttur í EES-samninginum.  Á ţeim grundvelli hefur fjármála- og efnahagsráđherra og formađur Sjálfstćđisflokksins tjáđ ţá skođun sína í pontu Alţingis, ađ enginn geti á fundi í Brüssel (ađsetur Sameiginlegu EES-nefndarinnar) bundiđ hendur Alţingis.  Slíkt vćri í blóra viđ Stjórnarskrá Íslands, enda vćri ţá fullveldi Íslands fariđ fyrir lítiđ. Sendiherra ESB verđur ađ gćta orđa sinna, ţegar hann ávarpar Íslendinga í blađagrein.  Ađ skrifa, ađ "Íslendingum [sé] skylt ađ innleiđa [Ţriđja orkupakkann] samkvćmt EES-samninginum" má líta á sem ögrun ađ hálfu ESB.  Ef ESB ćtlar út í einhvers konar refsiađgerđir gegn Íslandi í kjölfar synjunar Alţingis, verđur slíkt skýlaust brot á EES-samninginum og ber ađ kćra fyrir EFTA-dómstólinum.
 2. Ţađ er ekki rétt, ađ Annar orkumarkađslagabálkur ESB hafi veriđ innleiddur á Íslandi "án vandkvćđa".  Margir hérlendis eru ţeirrar skođunar, ađ vegna smćđar íslenzka raforkumarkađarins henti fjórskipting hans ađ hćtti ESB illa hérlendis.  Hún hefur tekiđ langan tíma, og nú, 14 árum eftir innleiđinguna, er henni enn ólokiđ. T.d. er eignarhald Landsnets enn mjög afbrigđilegt og fjarri ţví ađ vera, eins og fyrirskrifađ er af ESB.  Hitt er vafalaust rétt hjá sendiherranum, ađ Ţriđji bálkurinn er "rökrétt framhald" hinna tveggja, og ţessum útgáfum er alls ekki lokiđ enn.  Međ útgáfu Fjórđa bálksins, sem er í bígerđ, er taliđ, ađ völd ACER verđi aukin enn meir. Hin dćmigerđa ađferđarfrćđi ESB er kennd viđ spćgipylsu. ESB fćrir sig stöđugt upp á skaptiđ. 
 3. Međ öflugum samtengingum á milli ađildarlandanna ćtlar ESB ađ jafna orkuverđiđ innan sambandsins og tryggja, ađ engir flöskuhálsar komi í veg fyrir gjörnýtingu á virkjunum endurnýjanlegrar orku.  Viđmiđun ESB er, ađ ţar sem verđmismunur á milli landa er meiri en 2,0 EUR/MWh (0,25 ISK/kWh), ţar skuli auka flutningsgetuna á milli.  Verđmunur raforku á Íslandi og ESB er miklu meiri en ţetta, og ţess vegna mun ESB/ACER beita öllum tiltćkum ráđum til ađ raungera sćstrenginn "Ice Link"..."
"...Sendiherrann hélt í greininni áfram ađ kasta ryki í augu lesenda Fréttablađsins:
 
"Ţar sem EES er tveggja stođa kerfi, munu ţćr valdheimildir, sem ACER fer međ í ađildarríkjum ESB, verđa á vegum ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, á Íslandi, en Ísland er eitt ađildarríkja ESA.""
 
"...Sendiherrann er á hálum ísi, ţegar hann tínir til BREXIT til ađ rökstyđja mál sitt:
"Jafnvel ţótt sćstrengur til Bretlands verđi einhvern tíma ađ veruleika [forgangsverkefnalisti ACER tilgreinir áriđ 2027 sem ár gangsetningar], myndi ţađ ekki tengja Ísland viđ ESB-markađinn, ţar sem Bretland gengur úr Evrópusambandinu frá og međ marz á nćsta ári."
Ţađ er enn óráđiđ, hvort Bretland gengur úr Orkusambandi ESB.  Báđir ađilar kunna ađ sjá hag sínum bezt borgiđ međ óbreyttu ástandi ţar.  Ţótt Bretar gangi úr Orkusambandinu, munu rafmagnsviđskipti ţeirra viđ ESB-löndin ađ sjálfsögđu halda áfram, og ţeir mundu geta ţjónađ sem milliliđur viđskipta á milli Íslands og ESB um "Ice Link"...."
 
 
"...Ađ lokum skal hér vitna í lokakafla greinar Michaels Mann, sem bregđur ljósi á tvískinnunginn, sem einkennir málflutning embćttismanna ESB:
 
"Evrópusambandiđ fagnar alltaf heilbrigđum skođanaskiptum um stefnur og lög sambandsins og leggur sig fram um ađ tryggja, ađ EES-ríki, utan ESB, svo sem Ísland, geti sćtt sig viđ reglubreytingar.  Ţađ er ţess vegna, sem Ísland fékk svo margar varanlegar undanţágur frá ţriđja orkupakkanum."
EFTA-löndin fengu engar undanţágur frá Ţriđja orkumarkađslagabálki ESB, sem máli skipta. Sendiherrann vísar til hreins sparđatínings, enda er ţađ nú meginstefna ESB viđ útgáfu gjörđa, ađ ein stćrđ henti öllum ("one size fits all")..." 
 
Ţriđji orkupakkinn er stórhćttulegur fyrir Ísland og fullveldisframsal sem ekki samrímist Stjórnarskrá og neyđir okkur til ađ leggja sćstreng til Evrópu međ nýrri 600  MW virkjun. 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ţórhallsson

Er ţađ ekki Guđlaugur utanríkisráđherra flokksbróđir ţinn sem ađ ćtlar nú ađ fara ađ innleiđa ţennan pakka?

https://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2216565/

Jón Ţórhallsson, 30.6.2018 kl. 14:48

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (18.5.): 644
 • Sl. sólarhring: 940
 • Sl. viku: 5520
 • Frá upphafi: 3196970

Annađ

 • Innlit í dag: 581
 • Innlit sl. viku: 4548
 • Gestir í dag: 516
 • IP-tölur í dag: 499

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband