2.7.2018 | 16:09
Lúpínubreiðan bláa
stendur í blóma á holtum og hæðum í allt í kring um og líka innan höfuðborgarsvæðisins.
Þeir sem muna hvernig þetta leit um út um miðja síðustu öld geta vart trúað sínum eigin augum.Þá voru bar gróðurlausir melar, grjót og rofabörð ráðandi.
Allt þetta breyttist þegar lúpínan fór að breiðast út.Hún myndar samfelldar breiður sem nú standa í blóma. Lengi hafði vinstra fólkið horn í síðu hennar og gerðu jafnvel út flokka til að eyða henni. Sem betur fer fundust færri kommúnistar en fleiri lúpínur áður en sú fyrirætlun tækist.
Ég sé að víða kemur upp birki og víðikjarr upp úr breiðunum. Lúpínan býr í haginn fyrir annan gróður.
Sú saga er til að Alaska-lúpínan hafi komið til landsins eftir stríðið í vestisvasa Hákonar Bjarnason þá skógræktarstjóra. Hákon kom líka með Sitkagrenið og Alaska-Öspina sem nú hafa gerbreytt ásýnd bæja á Íslandi frá því sem áður var.
Ég man efir því að gárungar tóku dvergfururnar við Rauðavatn sem dæmi um það að Hákon og hans menn ætluðu að rækta eldspýtur á Íslandi.Annað hærra myndi ekki vaxa á því landi veðra og vindgangs.
Einn daginn þegar ég var að vinna hjá Einari G.E.Sæmundsen í Skógræktarfélagi Reykjavíkur sagði Einar við okkur að nú væri nóg komið. Hann fór með okkur upp að Rauðavatni og lét okkur planta Sitka. Nú er samfelldur skógur af þessum trjám meðfram veginum fram hjá Norðlingaholti . Og viti menn, gömlu dvergfururnar frá 1905 eru enn á lífi á vatnsbakkanum og hafa ekki hækkað mikið ef nokkuð.
Ef maður keyrir Heiðmörkina frá Vífilsstöðum til Rauðhóla þá verður maður oft hissa hvílíkt afrek var unnið í að gera þetta friðland Reykvíkinga. Þar voru framarlega með Hákoni þeir Valtýr Stefánsson, Guðmundur Marteinsson og Einar Sæmundsen og margir aðrir áhugamenn.
Borgarlandið hefur gerbreytt um svip. Lundirnir við Bugðu eru einstaklega fagrir og ásýnd gatnanna í bæjunum er gerólík því sem var í mínu ungdæmi. Trjálundir prýða flesta húsagarða og eldspýtnabrandararnir eru öllum gleymdir.
Og lúpínubreiðan bláa bylgjast í blænum hvarvetna meðfram ökuleiðunum frá þéttbýlinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:11 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 61
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Hvað gerirðu ef þú villist í íslenskum skógi?
Svar: Þú stendur upp.
Svona voru brandararnir í mínu ungdæmi. Þetta á varla við lengur.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.7.2018 kl. 20:40
Halldór, þú endar þetta lúpínuhjal nánast með skáldlegri mælgi, en hvar hefurðu séð hana víkja fyrir öðrum gróðri? Kæfir hún ekki berjalyng, fjalldrapa og sjálfsáið birki á viðkvæmu skeiði og margar blómjurtir?
Ekki sé ég eftir því sem ég hef rifið upp af henni til að halda landi hreinu.
Jón Valur Jensson, 2.7.2018 kl. 23:40
Fátt er svo með illu illt, að ei boði gott. Lúpínan tekur sig býsna vel út í suddanum og er í raun eina merki þess að hér á suðvesturhorninu sé sumar. Nyti hennar ekki við, gæti allt eins verið komið haust, eða sumar sem aldrei kom. Sumstaðar gerist hún full ágeng og þá má að sjálfsögðu bregðast við útbreiðslu hennar.
Sem sakir standa þykir tuðaranum aðeins fallegt að líta yfir blámann í hlíðum Úlfarsfells og Grafarholts. Verst hvað þessi fallega jurt stendur stutt í blóma. Vona bara að sólargeislar nái að magna blámann meðan hann er í hámarki.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 3.7.2018 kl. 01:09
Jón Valur:
"Kæfir hún ekki berjalyng, fjalldrapa og sjálfsáið birki á viðkvæmu skeiði og margar blómjurtir?"
Farðu bara upp að Rauðavatni og líttu upp í brekkuna.
Þeta eru alhæfingar. Ég sé hana lifa með bláberjalyngi
Halldór Jónsson, 3.7.2018 kl. 07:17
Hvort viltu frekar , samfellda lúpínubreiðu eða stöku lyng innan um urð og grjót?
Halldór Jónsson, 3.7.2018 kl. 07:23
Svarið er einfalt, Halldór: fremur stöku lyng innan um urð og grjót heldur en samfelldar lúpínubreiður á sama stað. Hvernig ætlar þú að komast gangandi um landið, þar sem eru samfelldar lúpínubreiður, hávaxnar og valda því, að þú sér varla fótum þínum forráð, hún hylur allt, steina jafnt sem sprungur, sem þú getur auðveldlega fótbrotið þig á, eða ætlarðu að njóta þín við náttúruskoðun með því að ana þar áfram í gegnum slíkar breiður, hálftíma eftir hálftíma? Nei þú verður orðinn leiður á því eftir 5-10 mínútur!
Lúpínan barst í tal með mér og fyrrverandi mági mínum í liðinni viku. Orð hans sátu í mér, og nú hringdi ég í hann, Kristján Vídalín Jónsson, enda er hann lærður skrúðgarðyrkjumeistari úr Garðyrkjuskólanum í Hveragerði, og nú fékk ég fleira að heyra.
Hann benti mér fyrst á Heimsendi, svæði sunnan- eða suðvestanvert við Elliðavatn. Þar var, á holtinu, mjög gjöfult berjatökuland Reykvíkinga. Nú, 25 árum seinna, er þar ekkert nema lúpína!!
Í Þórsmörk, í Goðalandi, hafði skriða myndað sár í landið. Þar tóku einhverjir bjánar sig til, útivistarmenn, og sáðu lúpínufræi í sárið. 40 árum seinna er þar ekkert nema lúpína og hefur breitt úr sér kílómetrum saman í báðar áttir hvorum megin við.
Lúpínan átti að vera góð til að græða upp sanda, hún rykbindur jú sandinn, skilur eftir köfnunarefni og bætir þannig jarðveginn, en þó þarf að fara þar varlega. Í Skaftafelli fóru einhverjir að sá lúpínu, sem fór svo af stað á fullu, unz menn sáu, að þetta átti alls ekki við okkar íslenzka landslag þar, og var þá eytt milljónum króna í að uppræta hans, hún slegin, rifin upp, komið í veg fyrir að hún sáði sér og jafnvel eitrað fyrir henni, og var eytt í þetta mörgum milljónum af ríkisfé, en allt kom fyrir ekki, menn gáfust upp á því stríði, enda geymast fræ lúpínunnar árum saman í jarðvegi.
Lúpínan eyðir með tímanum öllum undirgróðri, eins og lyngi, fjalldrapa og eini, eyðir því sem landið hefur tekið sér þúsundir ára að búa til. Lúpínan er eins og Spánarkerfillinn aðsópsmikil aðskotaplanta og virðir ekki flóru landsins, hagar sér í raun í raun eins og illgresi, en "Spánarkerfillinn tekur hana í nefið og er alveg djöfull við að eiga," sagði hann. Eins er íslenzka hvönnin (sú góða lækninga- og bragðbætandi jurt) nokkuð hörð af sér, hún var landnemi hér, en fer hægar yfir en þessar skæðu plöntur.
Því fer fjarri, að lúpínan vaxi bara á söndunum, það var rangt sem sumir héldu, að hún gengi ekki á annan gróður. Líttu á Skorradalinn: þar hafa eflaust einhverjir sumarbústaðamenn byrjað að sá fyrir lúpínu, og nú er hún komin þar um allt, jafnvel upp í hæstu fjöll, og víða breiðir hún úr sér um Borgarfjörð!
Brúarhlað við Hvítá (eystra), með gljúfrum sínum og klettum, er einn tilkomumesti staður landsins, líttu á Hvítárbók Hjálmars R. Bárðarsonar um það, en nú er lúpínan byrjuð þar á fullu, jafnvel á klettunum, og eftir nokkur ár sjáum við ekki lengur klettana!
Lúpínan er að gjörbreyta landslaginu, og merkileg má hún vera, þessi blámaást þín og annarra, Halldór, að þið viljið setja þennan mikla trafala í veg göngumanna víða um land. En þetta var boðað nánast sem trúarbrögð, en er "verra en nokkur trúarbrögð," sagði Kristján.
Við erum búnir að tapa stríðinu við lúpínuna, sagði hann, að fenginni reynslu, og það getur tekið aldir, að hún fari að gefa eftir fyrir öðrum gróðri. En vonandi láta menn það sem mest ógert úr þessu að dreifa lúpínufræjum þar sem þau eiga ekki heima, nógu slæmt er að hún sái sér sjálf.
Jón Valur Jensson, 3.7.2018 kl. 13:17
Bíðum og sjáum hvort lúpínan eignist ekki náttúrulega óvini sem munu halda henni í skefjum. Segja má að kerfillinn sé slíkur óvinur og einnig eru komnar lirfur sem herja á lúpínuna. Þetta er rétt að byrja, en gagnleg er hún blessuð lúpínan, við það að koma gróðurfarinu í betra horf.
Sveinn R. Pálsson, 3.7.2018 kl. 23:27
Lúpínan hörfar. Það er alveg víst. Hefur til dæmis verið rannsakað í Heiðmörk með vísindalegum hætti. Þar er gras- og skóglendi að taka við af henni. á Keldnaholti sést að stöku trjáplanta er að stinga sér upp úr lúpínunni. Þar verður skógur af sjálfu sér sem hefði tekið miklu lengri tíma án lúpínunnar. Þar sem lúpínan sáir sér, þar er rofið land og rýrt. Við mennirnir höfum rýrt landið með aldalangri beit. Hvor glæpurinn er stærrri, að eyða meirihluta gróðurlendis landsins og skilja afganginn eftir rýran og í sárum eða sækja nytjaplöntu sem flýtir fyrir að landið nái sér á ný?
http://www.visir.is/g/2011111209017
Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 4.7.2018 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.