11.7.2018 | 14:15
Miðopna Moggans
heldur áfram að pirra mig.
Þar birtir blaðið skrif pópúlista á Alþingi. Sem þar engu ráða sem betur fer. Björn Leví, Benedikt Jóhannesson, Helga Vala og ámóta mannvitsbrekkur eru þar fastagestir.
Og í dag toppar þar svo Inga Sæland.
Hún segir:
"Verkefni kjararáðs var að ákveða laun og starfskjör þjóðkjörinna manna og æðstu embættismanna. Kjararáð tók til starfa 1. júlí 2006 og starfaði þá samkv. lögum nr. 47/2006. Síðar samkvæmt lögum nr. 130/2016 með síðari breytingum, þau lög tóku gildi 1. júlí 2017. Með nýju lögunum var þeim fækkað sem heyrðu undir úrskurðarvald kjararáðs um laun og starfskjör.
Sjaldan hefur almenningur fundið sig eins lítilsvirtan og fótum troðinn og þegar kjararáð birti launahækkanir sínar til þjóðkjörinna manna og æðstu embættismanna á kjördag, 29. okt. 2016. Þar námu launahækkanir allt að 46%. Launahækkanir sem voru afturvirkar í allt að 18 mánuði og skiptu milljónum í kjarabætur til þeirra sem nutu.
Við skulum ekki gleyma því, að stór hluti þjóðarinnar er enn í sárum eftir hrunið, þar sem þúsundir fjölskyldna hafa misst heimili sín og eiga enn um sárt að binda. Það er í raun með hreinum ólíkindum hvernig stjórnvöld geta lokað augunum og látið sem ekkert sé. Stjórnvöld sem firrast ekki við að maka krókinn á kostnað þeirra sem höllustum fæti standa. Kjararáð lagt niður Þann 11. júní sl. var samþykkt af Alþingi að leggja kjararáð niður. Forsætisráðherra sagðist vonast til að með því muni skapast aukin sátt á vinnumarkaði.
Þremur dögum síðar, fimmtudaginn 14. júní, var fundur í kjararáði í Skuggasundi 3 í Reykjavík. Fundurinn var haldinn af Jónasi Þór Guðmundssyni, Huldu Árnadóttur og Svanhildi Kaaber. Fyrir var tekið að ákveða laun og starfskjör fyrir ýmis störf sem heyrðu undir kjararáð. Nánar tiltekið var um að ræða 48 erindi um einstök störf. Já, það var greinilega ekki mikill tími til stefnu.
Þrír dagar frá því að Alþingi ákvað að leggja kjararáð niður og rétt um hálfur mánuður þar til þau lög tækju gildi. Hvað tekur við? Það er eitt að leggja niður kjararáð í þeirri viðleitni að slökkva eldana í samfélaginu sem stjórnvöld ein hafa kveikt, en það er annað að leggja á borðið hvað eigi að koma í staðinn.
Hvernig munu starfskjör þjóðkjörinna manna og æðstu embættismanna verða ákveðin í framhaldinu? Mun sjálftakan blómstra sem aldrei fyrr eða mun eitthvað skárra koma í staðinn?
Við fengum nýverið upplýsingar um, hvernig ofurlaun hafa fengið að hækka um allt að 58%. Tvær ríkisstofnanir hækkuðu laun stjóra sinna um allt að 1,2 milljónum kr. á mánuði. Laun þeirra voru þó, fyrir hækkun, hærri launum forsætisráðherra.
(Landsvirkjun/Landsbanki Íslands).
Það eru um 120 virkir dagar þar til verkafólkið okkar stígur fram og krefst réttlátra kjarabóta. Hvað ætla stjórnvöld að gera í því? Stjórnvöld sem hafa lagt fordæmin að því, sem koma skal. "
Hvað halda menn að Inga Sæland myndi gera í komandi kjarasamningum ef hún réði?
Ég man þegar Ólafur Jóhannesson sagði atvinnurekendum að stinga sér til sunds þó þeir sæju ekki til lands. Verðbólgan hélt áfram til þjóðarsáttar.
Hvaða sund ætli Inga Sæland myndi synda í haust ef hún væri komin í stjórn? Kafsund, Björgunarsund, Hundasund, Bakksund?
Ekki gerir hún tillögu um neinar breytingar á gerðum hlutum. Ekki ætlar hún að lækka hjá sér enda langsoltin. Ekki gerir hún heldur neinar tillögur til sátta.
Það birtist fátt sem máli skiptir á þessari Miðopnu Moggans við hliðina á Leiðaranum.
Á hvorri hliðinni á miðopnunni eigum við lesendur að taka meira mark?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:26 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 3420664
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Athugasemdir
Ósköp væri það nú leiðinlegt og þreytandi að sjá ekki né heyra neitt annað en það sem maður er fullkomlega sammála um.
Um hvað ætti maður þá að þrasa?
Hörður Þormar, 11.7.2018 kl. 16:41
Öll hlutabréf á hraðri niðurleið, þannig að það verða margar fjöldauppsagnir hjá fyrirtækjum í haust. Verðbólgan fer í hæstu hæðir og ferðamenn hætta að koma. Er nema von að háskólamenntað fólk reyni að tryggja sig upp fyrir kjör sauðsvarts almúgans (sem eru nú flestir útlendingar hvort sem er)
Það væri nú gaman að grafa upp hvort það séu meir en 90% kjósenda VG með háskólamenntun sem meta á til hærri launa enda fer enginn sem skoða hefur launtöflur í iðnnám á Íslandi.
Varðandi hana Ingu þá er þetta alltaf sama ræðan hjá henni um að á Íslandi hafi smælingarnir það verst af öllum í heiminum - en er það svo?
Grímur (IP-tala skráð) 11.7.2018 kl. 17:20
Já, enda grenjaði hún sig inn á þing af þeirri vandlætingu og fólk trúði henni. Nú heldur hún sömu tuggunni áfram en sjá ekki allir að sá smælingi sem batnaði verulega hjá er hún sjálf? Sérðu fleiri Grímur?
Halldór Jónsson, 11.7.2018 kl. 17:28
Miðopnan.
Hvernig gæti miðopna Morgunblaðsins flutt efni sem gæti glatt góðan vin minn Halldór verkfræðing. Ég er með hugmyndir !
Ef miðopnan stuðlaði að því að þjappa þjóðinni saman til að standa vörð um landið okka og gæði þess. Þjóðin vill ekki selja landið okkar til útlendinga.
Samstöðu þarf til að mæta skoðun sem dómsmálaráðherra dreyfði yfir þjóðina í sjónvarpsfréttum, þar sem hún tjáði sig og sá ekkert athugavert við að selja landið til útlendinga.
Framundan er ógn frá ESB "Raforkulög " Í þeirri kröfu ESB er farið fram á mikið framsal á sjálfstæði Íslands. þá má nefna að Ísland hefur væntanlega nýverið framselt vald þ.e í sambandi við persónuvermdarlögin.
Áfram væri hægt að tíunda, en gott í bili ef ókomnar miðopnur Moggans gætu glatt vin minn.
Eðvarð L. Árnason (IP-tala skráð) 11.7.2018 kl. 18:40
Til hvers andskotans er Mogginn að birta þetta helvítis bull eftir þessa þingmenn sem ekkert hafa fram að færa annað en landsölu og fullveldisframsal til viðbótar við almennu Pírataheimskuna og illgirnina sem ekkert framleiðir fyrir landa og lýð.
Halldór Jónsson, 11.7.2018 kl. 19:55
Kæri nafni.: Til að geta verið á móti einhverju, þarf maður fyrst að vita hvað það er, ekki satt? ;-)
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 13.7.2018 kl. 01:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.