Leita í fréttum mbl.is

Skattbyrðin vex

á vakt okkar Sjálfstæðismanna vekur athygli Óla Björns Kárasonar. Að vísu helmingi hægar en hjá vinstri stjórn Jóhönnu og Steingríms Jóhanns. En vex samt verulega.

SKATTBTRÐI 2018

Vill fólk að skattar hækki áfram?

Við Sjálfstæðismenn héldum að skattalækkanir væru stefna flokksins. Trúum því meira að segja ennþá einhverjir með Óla Birni.

En veruleikinn er annar.

Nægar útskýringar fyrir hendi auðvitað. Eftirgjöf hér, aukinn kostnaður þar.

Ef ganga á að kröfum opinberra starfsmanna til dæmis í heilbrigðisstéttunum þá er ekki hægt að lækka skatt heldur þarf að hækka þá.

Er einhver sem þorir að krefjast aukinnar þátttöku sjúklinga í heilbrigðisþjónustu eins og til dæmis fæðingum? Eru það ekki aðallega útlenskar konur sem eiga börn á Íslandi í dag? Nútímakonur vilja allt annað en fjölskyldulíf. Ungt fólk nennir ekki að binda sig á skuldaklafa vegna hérlendra húsnæðiskaupa.

Hefur ekki þjóðfélagið breytt gildismati sínu?  Hefur Sjálfstæðisflokkurinn áttað sig á því? 

Vilja  kjósendur raunverulega aukna ríkisforsjá og hærri skatta en ekki lægri skatta?

Bendir staðnað kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins en vaxandi fylgi hverskyns tætingsflokka ekki í þá átt? Er þessi tafla að sýna nokkuð annað en það sem er að gerast í þjóðfélaginu með auknum opinberum rekstri og kröfugerðarforystu opinberra starfsmanna á öllum sviðum?

Víst er að Óli Björn hefur rétt fyrir sér.

Skattbyrðin hefur vaxið með Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvar er mesta óþarfa hýtin?

Kannski að kerfið mættti skoða svona fjárútlát

áður en það ræðst á íslenska sjúklinga.

Er þessum fjármunum t.d. vel varið?

1 milljarður í myrkra-myndefni sem að hvorki göfgar sé fegrar:

http://www.vb.is/frettir/leggja-grunn-ad-dyrustu-sjonvarpsthattunum/104240/

Jón Þórhallsson, 20.7.2018 kl. 16:11

2 Smámynd: Halldór Jónsson

 Er þetta kerfið sem er í þessu? Ég hélt að það væri Balti sjálfur.

Halldór Jónsson, 20.7.2018 kl. 16:35

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

RÚV þarf væntanlega að borga eitthvað fyrir að fá að sýna þetta í sínum miðli.

Jón Þórhallsson, 20.7.2018 kl. 17:15

4 identicon

Það versta er hvað gjöldin og földu skattarnir hafa stigmagnast.  Má þar t.d. nefna að nú má ekki einu sinni taka fram úr bifreið á 80 km hraða, því þá neyðist maður til að skjótast í 95 km hraða.  Það er algjörlega bannað hjá talibananum Bjarna Ben Sigfússyni.  Forræðishyggja góða fólksins hefur yfirtekið þinn gamla flokk Halldór minn.  Og með gluggaskrautið Steingríms dinglandi yfir öllu.  Mætti ég segja, hvílíkt hólí mólí sjitt sem þinn gamli flokkur er orðinn.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 20.7.2018 kl. 18:07

5 identicon

"Ef ganga á að kröfum opinberra starfsmanna til dæmis í heilbrigðisstéttunum þá er ekki hægt að lækka skatt heldur þarf að hækka þá" 

Jú jú, en allt sem þessi ríkisstjórn stendur fyrir er helv..steypa og rugl. Ymsir  meintir sjálfstæðismenn hafa skoðanir og sjá allt ruglíð, eins og nefna má með 45% hækkanir til  þingliðs  en blessaðir karlarnir snúa  ávallt blinda auganu að hinum raunverulega vanda, eins og t.d. Óli Björn Kárason, og flr. Ef þessum forystumönnum  sjálfstæðisflokknum yrði falið að smíða skip ( sem aldrei væri hægt ) myndu þeir eflaust byrja á að smíða poppstykkið á mastrinu.

Í eina tíð sögðu sjálfstæðismenn " Báknið burt " en báknið hefur vaxið í hlutfalli við óstjórnina.

 Er ekki rétt að þeir hafa verið við stjórn lengstan tíma frá því að þessi slagorð sjálfstæðisflokksins voru sett fram.

Þetta er Ísland í dag.

Eðvarð L. Árnason (IP-tala skráð) 20.7.2018 kl. 18:30

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Halldór

Styrmir Gunnarsson skrifar ágætan pistil um sama efni, á sinni vefsíðu.

Pistilinn endar hann á spurningu um hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn samdauna Kerfinu. Svarið við þeirri spurningu er augljóst.

Ekki bara í skattamálum láta ráðherrar Sjálfstæðisflokks embættismenn segja sér fyrir verkum, heldur einnig öðrum málefnum, s.s. utanríkismálum.

Þetta er sár sannleikur, en skýrir að stórum hluta það fylgistap sem flokkurinn hefur orðið fyrir, frá því honum var stjórnað af festu og í samræmi við þau gildi sem hann stendur fyrir.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 20.7.2018 kl. 19:31

7 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn er báknið Halldór minn

báknið sem þú kýst aftur og aftur og aftur

sem böðull yfir okkur hinum sjálfstæðu mönnum.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 20.7.2018 kl. 22:02

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sannleikurinn er í öllum færslunum hér og rúmast í spurningunni sem Gunnar Hreiðars tekur upp úr pistli Styrmis Gunnarss.,um kerfið sem Sjálfstæðisflokkurinn er sokkinn í. Hvað er orðið um trúna vonina og aflið sem býr í þeim flokki? Hann hefur nú gengið (hvað)4,sinnum með,en aldrei alið okkur fullburða sjálfstæðu ríki(eftir hrunárið) sem allflest okkar þráum.- Menn hafa ekki endalausa þolinmæði,þegar þeir eiga kost á öflugum flokki sem vinnur leynt og ljóst gegn auðmannaelítunni,sem næst um allur þingheimur hverfist um.Gamlir kjósendur þola illa að bregðast gamla flokknum sínum,tryggðin hangir á skelinni einni þegar allt góða jukkið hefur verið sogið úr henni. Tökum saman höndum fullveldissinnar.

Helga Kristjánsdóttir, 21.7.2018 kl. 01:27

9 identicon

Hver er sá flokkur Helga sem þú boðar sem lykilinn

að lausn vanda okkar þjóðlegra sjálfstæðismanna?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 21.7.2018 kl. 01:33

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Fyrst þetta; "menn hafa ekki endalausa þolinmæði",Þegar hún þrýtur eftir fast aðkveðna áminningu er hún þrotin. (helst spurning hvað lengi eftir áminningu margra). Ég hef mætur á Sigmundi og miðflokknum. Ekki er svo ýkjalangt síðan Hannes Gissurarson lagði til að Sjálfstfl.og Framsókn sameinuðust,en eftir allt fundust fúablettir í honum,í mínum huga er fúi landráðainnræting og gerir þann óhæfan til stjórnunar.

Kannski nóg í bili á von á syni mínum og tengdadóttur frá Noregi á morgun,svo ég kemst ekki yfir meira núna þótt eitthvað sjáist yfir.MbKV.
 

Helga Kristjánsdóttir, 21.7.2018 kl. 02:13

11 identicon

Miðflokkurinn, en hvað með pokaprestinn af Vatnsleysuströndinni?

Hann fælir mann frá.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 21.7.2018 kl. 02:45

12 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Símon Pétur frá Hákoti.:

 Hvernig væri að sannir Sjálfstæðismennmenn kæmu fram undir réttum merkjum og hættu þessu andskotans eldhúsborðshjali úr krókum og kirnum samfélagsmiðlanna? Það er ekkert mál að gaspra og gapa hér á þessum miðli. Þú gætir þess vegna verið Davíð Oddsson og ég Kalígúla.

 Við nöldrum og kvörtum, en hvað gerum við til upplyftingar samfélagsins, annað en að auglýsa eftir öðrum til úrbóta, eða skamma hina fyrir illa unnin verk?

 Bjóðum við okkur fram, eða verðum við áfram nöldurseggir, sem enginn tekur alvarlega?

 Spyr sá sem ekkert veit.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 21.7.2018 kl. 04:35

13 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Að öllu gamni slepptu er Sjálfstæðisflokkurinn orðinn plága á Íslensku samfélagi. Sennilega ekki flokkurinn sem slíkur, heldur steingeld forysta hans, nú um stundir. Kratahaugur andskotans virðist hafa tekið sér bólfestu í Valhöll, en vonandi er hreinsunar að vænta. Spurning hve hreinsimiðlarnir þurfa að vera sterkir. Allt bendir til lúts með sýru, en vel má vera að Þvol muni duga. Fer allt eftir mótstöðunni og hve milt er blandaður þvottalögurinn.

 Góðar stundr, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 21.7.2018 kl. 04:41

14 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég á bágt með að andmæla þér nafni minn að sunnan.Mér finnst Kratafýluna og  leggja víða enda kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins í takt við það. Og það sem Símon segir um báknið er því miður ekki allfjarri sannleikanum. Skyldu margir í forystusveit Sjálfstæðisflokksins geta farið með Sjálfstæðisstefnuna reiprennandi utanbókar?

Halldór Jónsson, 21.7.2018 kl. 10:47

15 Smámynd: Halldór Jónsson

Já og Helga,mín trúa íhaldstróða, þá er orðið framorðið þegar þér ofbýður niðurlæging flokksins.

Halldór Jónsson, 21.7.2018 kl. 15:37

16 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Fylgi Sjáfstæðisflokksins fellur, sem spegilmynd af skattahækkanalínuritinu. Það mun halda áfram að falla, meðan núverandi forysta er við völd innan flokksins.

 Forysta sem gert hefur sig seka um alger brigsl við stefnu flokksins og lætur tuska sér fram og til baka af fullveldisafsalssinnum og viðurstyggilegu bjúrókrati, sem liggur eins og skítur fyrir Bulluseli og reglugerðaþvælunni sem þaðan vellur. Bjúrókratið hefur tekið yfir landsstjórnina og allir núverandi stjórnarflokkar dansa með, eins og aular. Ótti þeirra við embættismannakerfið og reglugerðaþvælur esb hefur gersamlega blindað þau öll með tölu.

 Hafi þau skömm og háðung fyrir. Vinsældir þessa fólks voru mjög vel sýnilegar þann átjánda júlí síðastliðinn, á Þingvöllum.

 Afsakaðu langlokurnar nafni, en ekki laust við að maður brenni sáran í skinninu að horfa upp á hnignun flokksins okkar.

Halldór Egill Guðnason, 21.7.2018 kl. 23:58

17 identicon

Það er klárt mál að launavísitalan sýnir að laun hafa þróast í betri átt fyrir opinbera geiran. Það er klárt mál og ljóst að margir sækja í opinber störf í dag. Innbúðamenn hjá ýmsum samtökum segja að unga fólkið starfi helst ekki lengur en 2 ár áður en það sækir um hjá ríkinu enda styttri vinnutími, meiri frí og betur borgað. Við eigum eftir að sjá það á næstunni að það verða uppsagnir hjá smærri fyrirtækjum þar sem þau þurfa að greiða of mikið með sínu starfsfólki til hins opinbera. Undir slíkum kringumstæðum þá munu fyrirtæki lækka kostnað og segja upp fólki til þess að skila eðlilegri afkomu.

Óli Björn sem nú er komin á ríkisjötuna og skrifar fjálglega pistla um frelsi ætti að líta sér nær. Umsvif Ríkisins hafa vaxið gríðarlega og störf þar eru oft á tíðum pólitískir bitlingar. Það er til skammar að hafa 63 þingmenn sem að flestir eru á ofurlaunum með aðstoðarmenn, frían síma og akstursstyrki, frí dagblöð, aðgang að veislum og velgjörningum víða. 

Ég sakna þess að sjá ekki gamla sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn hinn nýji er orðinn ríkisvæðingarflokkur nr. 1. Setja fleiri á jötuna og draga úr einkaframtaki virðist vera málið. Hvað höfum við slíkt að gera?

Mummi (IP-tala skráð) 22.7.2018 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418219

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband