Leita í fréttum mbl.is

Skynsemisraddir

í tilefni af millispili í ljósmæðradeilunni:

Ómar Ragnarsson skrifar:

"Í ljósmæðradeilunni hefur verið tekist á við það álitamál, hvort og þá hve mikið hefur verið aukið við menntun ljósmæðranna miðað við sambærilegar stéttir, að það eitt réttlæti kjarabót umfram þessar viðmiðunarstéttir. 

Nú hefur verið samþykkt eins konar millibilsástand á meðan þetta viðfangsefni er krufið þannig til mergjar að ekki verði deilt um niðurstöðuna þegar þar að kemur. 

Eftir situr í kjaramálum launþega, að launahæstu stéttirnar, (að undanteknum forseta Íslands sem sjálfviljugur afsalaði sér hluta launanna, sem kjaradómur úthlutaði honum,) fari að fordæmi forsetans og afsali sér þeirri launahækkun, sem stefnir í að sprengja allt launakerfi í landinu.  

Þessi þjóðfélagshópur hafði á sínum tíma vald til að skipa málum þannig, að það setti allt launakerfið á hliðina, og hefur að sama skapi vald til að koma þessu í það horf, að sátt náist um laun í landinu. 

Þetta fólk hefur líka vald til að láta linna þeirri aðför sem stunduð er gegn lífeyrisþegum, að áfram verði minnst 40 prósent þeirra undir fátæktarmörkum 300 þúsund króna á mánuði. 

Það er miskunnarlaust gert með því að reyna að koma í veg fyrir að þessi hópur minnki með öllu tiltækum ráðum. 

Því að það að taka til baka "oftekinn" lífeyri er reynt að koma sem flestum í þessa fátæktargildru. 

Á sama tíma og mokað er erlendu vinnuafli inn í landið eru í raun tekin allt að 83 prósent af þeim launum, sem gamla fólkið reyndir að bæta við lúsarlaun sín. "

Gunnar Heiðarsson skrifar:

"Kjaradeila ljósmæðra er einungis sýnishorn af því sem kemur næsta vetur, ef stjórnvöld girða sig ekki í brók og afnema þær hækkanir sem kjararáð hefur úrskurðað síðustu misseri. Verði þær látnar standa mun myndast mikil harka í komandi kjaraviðræðum. Niðurstaða ljósmæðradeilunnar skiptir þar engu máli.

Þeir sem ekki átta sig á þessu hafa einstaklega litla innsýn í kjaramál og kjaradeilur."

Svo horfi menn framan í formenn Eflingar, Akranesfélagsins  og V.R og spyrji sig hvort þeir séu yfirleitt til viðtals um skynsemi?

Ég viðurkenni að mig skortir enn næga skynsemi til ásættanlegrar málamiðlunar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband