Leita í fréttum mbl.is

"Gangandi og hjólandi" dellan

ríður húsum í stjórnmálaumræðum vinstrimanna þegar kemur að umræðum um skipulagsmál.

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins í dag, (hver sem hann skyldi nú annars vera?)fjallar um þetta mál sem hann greinilega þekkir til úr umhverfi sínu.

Þeir sem neita sér um að lesa Moggann af einhverjum ástæðum hafa samt gott af að renna yfir röksemdafærslurnar gegn dellumræðunni um samgöngur og skipulagsmál sem eru farnar að hafa skaðleg áhrif á langtímasjónarmið í skipulagsmálum og teygja sig langt út fyrir áhrifasvæði hins lánlausa aukna Borgastjórnar-meirihluta í Reykjavík, sem situr aðeins í skjóli tilgangslausrar fjölgunar Borgarfulltrúa.

" Umræða um reiðhjól hlýtur að flokkast undir delluumræður stjórnmálanna, svo ágæt sem reiðhjól eru.

Langstærsti hluti stjórnmálaumræðunnar fellur reyndar núorðið í delluflokk. Þótt nokkrir flokkar skari í þeim efnum fram úr öðrum dregur hratt úr mun.

Stundum er látið eins og reiðhjól séu veigamikill hluti samgangna. Það er eins og hver önnur vitleysa. En það er samt sjálfsagt að greiða götu þeirra sem vilja nýta sér hjólið, með öllum sínum góðu kostum. Það á við hvort sem það er notað til að koma sér á milli staða í daglegu amstri í stað bíls, eða sér til ánægju sem er holl og uppbyggileg.

Lengst af var lítt greint á milli „hjólandi umferðar“ og almennrar. Eftir því sem hin almenna jókst varð áhætta hjólreiðamanna sífellt meiri. Auknir fjármunir hafa farið í að aðgreina hjólandi umferð með sér stígum. Þar er nú nokkur umferð, ekki síst á góðviðrisdögum á hagfelldum árstíma.

En það eru þó látalæti ein að tala eins og notkun hjóla hafi mælanleg áhrif á almenningssamgöngur eða á mengun vegna umferðar. Við bætist sá vandi að reglur um umferð hjóla eru óljósar og borgaryfirvöld hafa gert sitt til að ýta undir ruglandina. Þannig hafa þau prentað hvítar hjólamyndir ofan í götur eins og það gefi hjólum sérstakan rétt Það var t.d. gert á Laugarásvegi á svæðum þar sem húseigendur og gestir höfðu í áratugi lagt bifreiðum sínum. Hjólreiðamenn sem sáu bifreiðum lagt á þessum „merktu“ svæðum gátu sumir ekki stillt sig um að láta óánægju sína bitna á bifreiðum „lögbrjótanna“. Þessar merkingar borgaryfirvalda binda þó engan að lögum. Er undarlegt að æðstu yfirvöld borgarinnar láti slíkt viðgangast.

Bílstjórar sem draga úr hraða eða stöðva bíl vegna gangandi umferðar á merktum gangbrautum verða ítrekað varir við að hjólreiðamenn koma á mikilli ferð og telja þessar gangbrautir ætlaðar sér, hvenær sem þeim þóknist að mæta. Reyndar er það svo að það er aðeins stöðvunarskylda vegna gangandi umferðar á gangbrautum sem eru sérstaklega merktar. Öðru máli gegnir þar sem talið er æskilegt að gangandi fari yfir götu, sé það öruggt fyrir umferð. Ökumenn sem ekki þekkja þennan mun gefa röng skilaboð og skapa mikla hættu. Þeir ýta einnig undir varanlegan misskilning gangandi og hjólandi fólks um réttarstöðuna.

Hinn 16. júlí sl. sagði FB frá því að nú væri unnið að miklum breytingum á reiðhjólakafla umferðarlaga. Almenningur hefur ekkert heyrt um það. Sagt var frá því í fréttinni að fimmtíu athugasemdir hefðu borist inn í „samráðsgátt ríkisstjórnarinnar“. (Rétti upp hönd sá sem hefur heyrt hana nefnda.) Augljóst er þó að í hana hafa ákafamenn um reiðhjól sótt.

Nú skal skylda ökumenn bifreiða (íslenska stéttleysingja og réttlaust óþurftarfólk) til að hægja nægilega á sér „þegar ökutæki nálgast reiðhjól á eða við veg“. Þá skal einnig fella út fortakslausa skyldu reiðhjólamanns til að hjóla á hjólastíg þegar göngustígur er við hlið hans! Allt er á þessa bókina lært. Við sunnanverðan Skerjafjörð var lagður göngustígur sem naut mikilla vinsælda. Á meðan verið var að leggja göngustíga við hlið gangstíga annars staðar í hverfinu, sem tók óratíma, þá var sérstaklega merkt að hjólreiðamenn mættu fara um þann göngustíg. Það gerðu þeir svikalaust og á þeim ofsahraða sem tískuhjól nútímans bjóða upp á. Var því mjög varasamt að fara þar um gangandi, svo ekki sé talað um með ung börn sem ábyrgð var borin á. Þegar hjólastígarnir voru loksins komnir voru heimildarmerki um hjól tekin af stígnum. Ekkert var gert með það og hvergi dregið úr hraða. Er hættustigið nú mun meira því að göngu- og barnafólk veit ekki betur en að þessi stutti spotti sé merktur þeim. Borgin eða lögregla gera ekkert til að standa með þessu útskúfaða fólki.

Auðvitað er gagnslaust að nefna borgaryfirvöld. Þau kunna ekki að skammast sín. Annars staðar í hverfinu sleppa hjólreiðamenn að nota samsíða gangbrautir og hjólreiðabrautir en hjóla tveir og þrír hlið við hlið eftir götunni, með langa strollu af bílum á eftir sér.

Þeir sem híma undir stýri segja ekkert enda heyra þeir til þessara 95% sem borg og lögregla telja ekki með. Í nýju reglunum á að skylda bifreiðarstjóra til að fara ekki fram úr reiðhjóli nema að hafa að minnsta kosti 1,5 metra á milli bíls og hjóls. Þannig að nú bætist tommustokkurinn við önnur hjálpartæki bílstjóra. Ökumönnum ber að draga úr hraða sjái þeir glitta einhvers staðar í hjól, en hjólreiðamenn þurfa ekki að líta upp þótt þeir sjái móður með þriggja ára barn á göngustíg.

Kannski munu borgarbúar einhvern tíma gera uppreisn gegn hinum óhæfu yfirvöldum."

Síbylja Dags B. Eggertssonar og hans kumpána um " Gangandi og hjólandi" sem verulegan hluta umferðar er delluumræða sem skemmir útfrá sér eins og leiðarahöfundur bendir réttilega á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Hinn 16. júlí sl. sagði FB frá því að nú væri unnið að miklum breytingum á reiðhjólakafla umferðarlaga."  Hver er þessi FB???

Skyldi leiðarahöfundur Moggans nokkurntímann hafa stigið á reiðhjól? Bílamenningin hér er orðin svo döpur og erfitt að komast á milli hverfa á álagstímum að eitthvað þarf að gera. Það sér hver heilvita maður að á einhverjum tímapunkti er umferðin komin á tamp hér í höfuðborginni. Hvað þá? á að byggja slaufur , undirgöng, brýr til að umferðin geti þanist eitthvað aðeins meira út í einhvern tiltekin tíma þangað til komið er aftur að þolmörkum?  Er ekki málið að reyna að gera eitthvað nýtt? Ég veit að reiðhjólastígar eru ekki lausn vandamálsins, en það er ekki fleiri vegir heldur.

thin (IP-tala skráð) 24.7.2018 kl. 10:30

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Búist er við að fólki fjölgi um 50 þúsund á höfuðborgarsvæðinu næstu 20 ár. Það þýðir væntanlega 50 þúsund fleiri farartæki en nú eru á svæðinu og svipað ástand og er einna verst erlendis varðandi skort á rými fyrir öll þessi farartæki. 

Sjálfsagt er að auka öryggi og afköst gatnakerfisins með vegabótum, en vandamálið er of viðamikið til þess að það sé hægt að 

Með því að fara af meðalstórum bíl yfir á smærri bíl losnar það aukarými, sem ég hefði annars notað á mínum bíl, og fjöldi bílanna skiptir máli. 

Með því að fara að mestu yfir á rafreiðhjól eða 125 cc "vespuhjól" afsala ég mér með ánægju rými fyrir bíl annars ökumanns í staðinn. 

Ómar Ragnarsson, 24.7.2018 kl. 11:23

3 Smámynd: Halldór Jónsson

farið þið hjólaspekingar út til Orlando og sjáið hvernig þeira höndla umferðina án hjóla og strætóa

Halldór Jónsson, 24.7.2018 kl. 12:59

4 identicon

Ætli það væri ekki skynsamlegra fyrir okkur "hjólaspekingana" að fara til Kína.

thin (IP-tala skráð) 25.7.2018 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband