Leita í fréttum mbl.is

Wow

vill fá 12 milljarða svo að félagið geti haldið áfram á sömu braut. Þessir milljarðar eru nóg til næstu tveggja ára svo við getum haldið áfram að kaupa ódýra farseðla.

Warren Buffet er víst ekki líklegur að kaupa í flugfélagi eins og WOW eða Icelandair. Af hverju skyldi honum þykja svona vænt um peninga? Það er nú eitthvað annað með íslenska lífeyrissjóðapeninga. Sagði ekki einhver að þeir væru stundum án hirðis?

Af hverju voru Flugleiðir stofnaðar á sínum tíma? Hafa Íslendingar ráð á tveimur forstjórum í sitt hvorum sandkassanum eða verðum við ekki að hugsa um stóru myndina: Samgöngur við landið  eða ekki samgöngur?

VOFF VOFF!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Halldór gott mál. Það er orðið tímabært að krefjast þess að þjóð verði upplýst hver á þetta flugfélag þ.e. flugvélarnar.

Ég tel það vera Arabar eða útrásavíkingarnir sem voru að smygla illafengnum pening aftur inn í landið því engin banki myndi lána í svona starfsemi. Hafi það verið útrásarvíkingarnir þá hafa þeir sjálfsagt gjaldeyrisafslátt og  skattaívilnun. Það kannski botnar einhver þessa hugmyndafræði mína.

Valdimar Samúelsson, 15.8.2018 kl. 09:10

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Airbus þurfti að koma vélum í umferð. Ekki eru þær ókeypis.

Halldór Jónsson, 15.8.2018 kl. 10:33

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

þá er spurning hverjir eru stærstu hluthafar þar. Kannski Arabar.

Valdimar Samúelsson, 15.8.2018 kl. 11:21

4 identicon

"Ódýra" flugseðla, það er voða lítið ódýrara að fljúga með wowair í dag þegar allt er tekið inn, ég vona að menn séu ekki að taka mark á þessum fölsku auglýsingum sem eru alltaf í blöðunum hjá þeim, t.d. taktu helgarferð til dublin frá 8.890- kr, eða svoleiðis bull, síðan er smáaletrið að þetta verð miðist við aðra leið einungis ef báðar leiðir eru keyptar og líka þurfi að borga með netgíró, engi flugvalla skattar, ekki bókunargjald og enginn farangur etc etc, það vantar allt inn í þetta verð. Síðan þegar búið er að bóka ferðina siturðu uppi með 40þ króna verðmiða á mann.

Eini munurinn á þeim og Icelandair er að það var í boði að kaupa flugmiða án þess að hafa farangur innifalinn (fyrir utan að það er ekkert skemmtiefni í boði í vélunum hjá þeim), fyrir stuttar ferðir er það gott og blessað en fyrir allt annað skiptir það engu máli.

Halldor (IP-tala skráð) 15.8.2018 kl. 17:22

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það var viðskipta aðferðir Airbus að flugfélög fengu splúnku nýjar flugvélar og þurftu ekki að greiða neitt upp í flugvéla verðið í 3 til 5 ár, er ekki bara komið að skuldadögunum?

Er þetta ekki betri útskýring á vanda Wow?

MAGA

Kveðja frá Seltjarnarnesi

Jóhann Kristinsson, 16.8.2018 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 3418331

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband