Leita í fréttum mbl.is

Er það alveg víst?

" Lúpína hef­ur nýst Land­græðslunni vel sem land­græðslu­jurt á stór­um sandsvæðum. Sveinn Run­ólfs­son, fyrr­ver­andi land­græðslu­stjóri, seg­ir þó að áður hafi þurft að leggja í heil­mik­inn kostnað við að friða svæðin og binda sand­inn.

Í sam­tali í Morg­un­blaðinu í dag tel­ur Sveinn að lúpín­an hafi nú lokið hlut­verki sínu í land­græðslu­starf­inu, eng­in stór sandsvæði séu eft­ir sem henti að nota hana á. Þá sé ógn­væn­legt að sjá út­breiðslu lúpín­unn­ar inn á svæði sem hún átti alls ekki að fara á.

Ákvörðun Land­græðslu rík­is­ins um að hætta að nota Alaskal­úpínu við land­græðslu vek­ur heit­ar til­finn­ing­ar og umræður, eins og ávallt þegar þessa um­deildu plöntu ber á góma. Sveinn Run­ólfs­son sem var land­græðslu­stjóri í 44 ár og ber því sína ábyrgð á notk­un lúpín­unn­ar seg­ist al­ger­lega sam­mála ákvörðun eft­ir­manns síns hjá Land­græðslunni. Ekki sé sama þörf og áður á að græða upp sanda í byggð.

Sveinn rifjar upp í Morg­un­blaðinu að Land­græðslan hafi ein­beitt sér að því að nota lúpínu á stór­um sandsvæðum, aðallega á lág­lendi. Nefn­ir hann nokk­ur dæmi um það, ekki síst Mýr­dalssand og Hólasand."

Það orkar tvímælis hjá Sveini að friða þurfi svæðin áður en lúpínu er sáð. Hún klárar sig án þess yfirleitt þó lengri tíma taki því kindin þrautnagar hana ekki.

Og með hverju á þá að græða ef ekki með lúpínu og kerfli? Er ekki mjaðarjurtin ágeng planta alveg eins og þessar þegar hún er búin að leggja undir sig mikinn hluta Biskupstungna? Bara af því að hún er íslensk þá er ekki talað um þetta.

Ekki vilja Sveinn og Landgræðslumenn frekar hafa auðnina heldur en lúpínuna? Er ekki uppgræðslan aðeins verið unnin að óverulegu leyti á Íslandi þó að miðað hafi í áttina? Mér sýnist alveg víst að það sé nóg af eyðimörk eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Allan Savory var á sömu blaðsíðu og Svein og  landgæðsla íslenska ríkisins er núna fyrir 50 árum síðan. 

TED

https://www.fastcompany.com/2681518/this-man-shot-40000-elephants-before-he-figured-out-that-herds-of-cows-can-save-the-planet

Guðmundur Jónsson, 16.8.2018 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418219

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband