19.8.2018 | 12:06
Nauðsyn vegaframkvæmda
blasir allstaðar við. Út um gluggann hjá mér á Bergstöðum sé ég stóraukningu á stórrútutraffík á Einholtsveginum sem er alltaf í hörmulegu ástandi. Ef hann er ekki eitt þvottabretti þá er hann holóttur eða sést ekki í rykkófi. Merkilegt að íbúar við þennan veg jagist ekki í yfirvöldum um úrbætur.
Vegakerfið er risavaxið og nær brátt hálfa leið í kringum jörðina. Við ráðum ekkert við það ef við förum ekki að láta þá borga meira sem nota það meira en aðrir. Tæknin er fyrir hendi en það er eins og allir ráðamenn séu helfrosnir þegar kemur að framkvæmdum. Þá er eins og allt annað hafi forgang.
Af hverju förum við ekki af krafti í ný Hvalfjarðargöng? Í stað þess erum við mest að tala um að fella niður gjaldið. Það er eins og það hafi forgang að nýir þátttakendur í umferðinni þurfi ekki að borga neitt en við gömlu eigum að vera ánægðir með að vera búnir að borga allan þennan tíma.
Af hverju er ekki reynt að gera göng undir Reynisdranga í einkaframkvæmd? Og jafnvel víðar?
Því er ekki látið borga á veginum yfir Hellisheiði? Lítil upphæð sem fæstir myndu taka eftir gæti skipt sköpum um framfarir þar sem annarsstaðar.Af hverju á ég ekki að borga aðeins meira fyrir að slíta veginum heldur en sá sem aldrei fer um hann?
Af hverju ekki að drífa sig í nauðsynlegar vegaframkvæmdir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sæll Halldór jafnan - sem og aðrir gestir, þínir !
Halldór !
Þakka þér fyrir þessar hugleiðingar: en, .............. þó svo Benzín- og Olíugjöld, auk ALLRA hinna núverandi yrðu hækkuð, rynnu þau beint í vasa SJÁLFTÖKU liðs Bjarna bandítts Benediktssonar / Sigurðar Inga og Katrínar (lesizt: Steingríms J. Sigfússonar), eins og lungi annarra fjármuna úr hendi almennings, í þessu landi.
Það er sama raunar - hvert litið er, á landsvísu eða Sveitarstjórnar stigs:: hyggjast Garðbæingar ekki greiða EXTRA aukagjald til Gunnars Einarssonar Bæjarstjóra síns, fyrir meintan 1200 Km. akstur hans / þrátt fyrir 2.2 Milljóna Króna ofur- laun hans, sem fyrir eru nú þegar, t.d. ?
Hvers heldur þú: að sé að vænta stórstígra framfara í landinu, með svona mannskap innanborðs: yfirleitt, Halldór minn ?
Með beztu kveðjum - sem endranær samt, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.8.2018 kl. 14:25
Olíugjaldið sem á að renna til vegaframkvæmda gerir það ekki og sífellt fjölgar rafmagnsbílum sem ekkert gjald greiða.
Eina vonin virðist vera að leggja rafstreng til ESB og að gróði Landsvirkjunar vegna hækkaðs rafmagnsverð til almennings verði notað til að bæta samgöngur.
Annars er einsog mig minni að gefin hafi verið út ríkisskuldabréf til að klára hringveginn á sínum tíma?
Grímur (IP-tala skráð) 19.8.2018 kl. 17:50
Jæja Halldór minn,
þá ertu genginn aftur í flokk pilsfaldakapítalistanna,
flokk Vaðlaheiðar-vafninga-þistilfirðinga-viðundranna,
Einflokk Steingríms J., Sigurðar dýralæknis og Bjarna Ben.,
þar virðist þér líða best. Farvel frans.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 19.8.2018 kl. 23:48
Jæja Símon, ertu fastur í gamla fjárveitingavaldinu sem þú og aðrir gamlir flokkseintrjáningar beiddu uppá sem uppsprettu eilífs lífs. Sjálfsagt vrið á móti gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin og líklega á móti því að byggja þau í einkaframkvæmd nokkurn tímann. Þau væru líklega óbyggð enn ef þú og þínir líkar hefðu ráðið.
Halldór Jónsson, 20.8.2018 kl. 09:24
Óskar Helgi, því trúi ég ekki að þú sért andvígur stefnunni um framkvæmdir með gjaldttöku burtséð hverjir eru á því máli eða hvaðan þeir komi.
Halldór Jónsson, 20.8.2018 kl. 09:26
Kæri Halldór, ég hef ekkert á móti einkaframkvæmd og ég hef ekkert á móti ríkisframkvæmd, en að sulla þessu saman, einkaframkvæmd með ríkisábyrgð, er ávísun á vaðlaheiðarvitleysu. Punktur. En varðandi Hvalfjarðargöngin er það að segja, að það var þörf framkvæmd og réttmæt, enda stytti hún mjög leiðina norður og vestur, auk þess sem í því dæmi geta menn keyrt Hvalfjörðinn enn, kjósi menn svo. Og þannig á þetta að vera, að við höfum valkosti, en ekki að vegur sé gerður ofan á gamlan veg og sett þá á gjaldtaka. Eðlilegra væri að foringi þinn, Bjarni Ben., setti fé í viðgerð gamla vegarins. Nógu er hann gjaldaglaður á bensínið, þó ekki setji hann gjöld á viðgerða gamla vegi!
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 20.8.2018 kl. 12:08
Það væri mun skemmtilegra að eigs við þig orðræðu um það hvers vegna tryggingargjaldið er enn í hæstu hæðum. Hvers vegna bensíngjaldið er í hæstu hæðum. Hvers vegna Bjarni er gjaldaglaðasti skratti sem fyrirfinnst, miðað við árferði. Í hvern andskotann fara öll þessi gjöld? Jú, Halldór minn, í embættismanna og eftirlitsiðnaðinn, í sjálfskömmtunariðnaðinn. Þar er nú Bjarni helsti veislustjórinn og m.a. til Brussel skemmtiferða á kostnað mín og þín
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 20.8.2018 kl. 12:35
Símon, vissulega má færa rök fyrir skattaíhaldi Bjarna og tregða í að gefa eftir. En það þýðir ekki að neita gjaldahugmyndum eins og þú gerir.
Tökum sem dæmi veginn yfir Hellisheiði. Við erum ekki að leggja nýjan veg þar heldur breikka og bæta þann sem fyrir er. Fyrir það eiga allir vegfarendur að borga. Lítið gjald sjálfvirkt fyrir hverja bunu eins og á Tollway í USA. Það er sanngjarnt að notendur borgi meira en þeir sem heima sitja. Gjaldið renni beint til endurbóta og viðhalds á veginum yfir Hellisheiði.
Sama fyrirkomulag sé á öðrum meginstofnæðum vegakerfisins. Aðskildar akreinar spara mörg mannslíf. Hverts virði er það ekki?
Og gangnagjald sé á öllum jarðgöngum, Vestfjarðagöngum, Héðinsfjarðargöngum osfrv.Engin ókeypis notkun á dýrum mannvirkjum.
Halldór Jónsson, 20.8.2018 kl. 13:04
Halldór Jónsson: Fyrir það eiga allir vegfarendur að borga.
Þessu er til að svara Halldór, að við borgum hér á landi miklu meira en nóg með fáránlega háu bensín og dísilverði og öðrum gjöldum á bíla og farartæki. Í USA er bensínið miklu ódýrara en hér, því er skiljanlegt að þeir notist við vegtolla kerfi, sem reyndar er nú allt orðið rafrænt eftirlitskerfi og innheimtist af bankaveldinu. Eigum við að ræða Borgunarmál formanns þíns og Bensa í því samhengi Halldór minn?
En gott og vel, ef þú vilt að ferðabransinn greiði meira til málaflokksins, þá er það svo sem ágætt og sjálfsagt að rukka Flugrútuna um vænar fúlgur, en láta okkur einu sjálfstæðu mennina vera.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 20.8.2018 kl. 15:52
Ef þú ætlar að keyra vegina eins og sjálfstæður einstaklingur þá borgar þú fyrir afnotin. Ef þú bara hjólar eða labbar borgarðu ekkert Símon
Halldór Jónsson, 20.8.2018 kl. 16:08
Þegar þú svarar í stíl Dags og Holu-Hjálmars þá tekur maður það svar ekki gilt, þú hlýtur að geta svarað betur Halldór minn.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 20.8.2018 kl. 17:07
Komið þið sælir - að nýju !
Halldór !
Framkvæmdir með gjaldtöku: ættu vitaskuld að markast af þeirri staðreynd, að 100 PRÓSENTA nýting þeirra fjármuna, sem landsmenn hafa greitt í formi : Benzín- og Olíugjalda / og svo kallaðs Kolefnis jöfnunargjalds á undanförnum árum og áratugum FÆRU REUNVERULEGA til vegargerðar og viðhalds, sem og brúaframkvæmda ýmisskonar, í stað þeirrar óráðssíu, sem meðhöndlun þessarra fjár fúlgna hefur hlotið, víðs vegar í kerfinu.
Hefði svo verið - væru menn vart að tala um nauðsyn vegatolla og annarrar áþekkrar gjaldtöku, á komandi misserum og árum.
Munum svo Halldór: Ríkissjóður SKULDAR okkur ofgreidd Bifreiðagjöldin:: liðlega 27 árin aftur í tímann / þar sem þeir Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson sóru margsinnis:: og sárt við lögðu, í Kastljóssþætti Ríkissjónvarpsins í September 1988, að gilda skyldu - í MESTA LAGI út árið 1990 (tóku gildi 1. Janúar 1989), eins og við munum:: þau okkar, sem eiga að teljazt komin til vits og ára, fornvinur góður !
Svo - allt komi nú, skýrt og skilmerkilega fram, Verkfræðingur góður.
Með ekki síðri kveðjum: en hinum fyrri, og áður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.8.2018 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.