Leita í fréttum mbl.is

Athyglisverður leiðari

er í Fréttablaðinu í dag eftir auðvitað Hörð Ægisson. En hann er einn af fáum pennum sem ég nenni að lesa í því flettiblaði auglýsinga, krateríis og Evrópupopps.

Hörður segir:

"Ísland er í dauðafæri. Með þeirri kerfisbreytingu sem hefur orðið á hagkerfinu, sem endurspeglast einkum í viðvarandi viðskiptaafgangi, jákvæðri eignastöðu þjóðarbúsins við útlönd og miklum sparnaði heimila og fyrirtækja, hafa raunvextir lækkað verulega á síðustu árum. Með sama framhaldi er raunhæft að ætla að Ísland geti farið að þokast í átt til þess að verða líkara lágvaxtalöndum.

Fyrir íslensk heimili myndi slíkt þýða meiriháttar kjarabætur til lengri tíma. Hvort það takist mun að stórum hluta ráðast af þróun á vinnumarkaði á komandi misserum. Þar eru sannarlega blikur á lofti. Það er ekkert nýtt að flestir vilji fá allt – meðal annars hærri laun, lægri vexti, minni hækkanir fasteignaverðs – fyrir ekkert. Samhengi hlutanna er hins vegar iðulega flóknara.

Tugprósenta launahækkanir, á sama tíma og samkeppnishæfni flestra fyrirtækja hefur rýrnað stórkostlega á skömmum tíma, myndu þannig valda aukinni verðbólgu, enn meiri hækkunum á fasteignamarkaði og hærri vöxtum en ella. Niðurstaðan væri skert lífskjör fyrir meginþorra almennings. Þetta ætti að blasa við öllu sanngjörnu fólki. Það er áhyggjuefni að flestir þeir sem sjá ástæðu til að bera saman vexti á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum hafa lítinn áhuga á að skilja hvað veldur því að þeir eru hærri hér á landi. Stöðugleiki á vinnumarkaði, ábyrgur ríkisrekstur og launaþróun í samræmi við framleiðni skiptir hvað mestu um að raunvextir þar hafa sögulega séð verið lægri en á Íslandi.

Þær kröfur sem heyrast í aðdraganda kjarasamninga í vetur væru ekki til þess fallnar að breyta þessari stöðu. Öðru nær. Yfirlýsingar forystumanna verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu bera þess merki að þeir muni kannski fremur beina kröfum sínum að stjórnvöldum en atvinnurekendum. Það kann að vera góðs viti ef rétt reynist.

Þótt ljóst sé að ríkisstjórnin hefur ekki beinu hlutverki að gegna í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði, enda ekki hennar að hafa skoðun á því hversu mikið svigrúm sé þar mögulega fyrir launahækkanir, þá getur hún lagt sitt af mörkum til að liðka fyrir því að samningar náist sem ógna ekki stöðugleika. Þar ætti einkum tvennt að koma til greina hjá stjórnvöldum. Annars vegar markvissar aðgerðir til að draga úr framboðsvanda á fasteignamarkaði, meðal annars að einfalda til muna regluverkið um húsnæðis- og byggingarmál, og hins vegar að lækka tryggingagjaldið hraðar en áformað er til að stemma stigu við því að launakostnaður fyrirtækja fari að stórum hluta út í verðlag.

Hagkerfið stendur á tímamótum. Eftir miklar nafnlaunahækkanir og gengisstyrkingu krónunnar er Ísland líklega orðið að dýrasta landi í heimi. Afleiðingarnar eru skert samkeppnishæfni og versnandi afkoma fyrirtækja sem eru í auknum mæli farin að grípa til uppsagna og verðhækkana til að mæta vaxandi kostnaði, ekki hvað síst vegna hárra launa í alþjóðlegum samanburði. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, benti af þessu tilefni á hið augljóslega í Fréttablaðinu í gær: „Staðan er sú að það er lítið sem ekkert til atvinnurekenda að sækja.“ Undir þá skoðun má taka. Ganga verður út frá því að allir aðilar vinnumarkaðarins sýni skynsemi og ábyrgð í komandi kjaraviðræðum með það helst að markmiði að verja þann mikla lífskjarabata sem áunnist hefur síðustu ár. Fáir munu hins vegar þora að veðja á það. "

Það er víst að sæki hinir nýju leiðtogar stóru verkalýðsfélaganna miklar taxtahækkanir til atvinnuveganna leiðir það aðeins til kaupmáttarrýrnunar og verðbólgu og svo atvinnuleysis í kjölfarið. Limskjararýrnun og minnkandi samkeppnishæfni leiðir svo til gengisfellinga sem við þekkjum úr sögunni og við hin eldri á eigin skrokki.

Það þýðir hinsvegar lítið fyrir okkur hina eldri að deila við nýsósíalista úr flokki Gunnars Smára eða ámóta beturvitenda, þeir taka ekki rökum eða reynslu annarra.

Það er sérlega eftirtektarvert þegar gjaldþrota kapítalisti eins og Gunnar Smári Egilsson, nýkominn úr dyggri þjónusti við erkikapítalista allra tíma gerist leiðtogi nýs kommúnistaflokks sem á að bjarga Íslandi. Á maður að dást að svo umpóluðum kameljónum og taka sér til eftirbreytni? Það er hinsvegar ekki skynsamlegt að ætla að leiða slíka menn hjá sér í ljósi áratuga reynslu í blaðamennsku og áróðurstækni sem Gunnar Smári býr yfir, edrú alla daga. Slíkir menn eru allstaðar hættulegir þar sem þeir skipa sér í flokka.

Það er ástæða til að hrósa Herði Ægissyni fyrir vönduð og málefnaleg skrif í athyglisverðum leiðara Fréttablaðsins sem eru kærkomin tilbreyting á þeim stað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband