27.8.2018 | 08:48
Þjóðarsátt
hefði maður látið sér detta í hug við þær aðstæður sem nú ríkja í þjóðfélaginu.
Mikil atvinna er allstaðar og yfirborganir ekki óþekktar.Ferðamennskan virðist heldur aukast en minnka þrátt fyrir hrakspár. Aflabrögð eru góð. En svartagallsræðum fækkar ekki á opinberum vettvangi.
Egilson bræður voru á Útvarpi sögu með Aðalsteini frá Húsavík. Þar voru nú ekki vandræðin með framtíðina. Kaup þeirra vesælustu skyldi hækka í 4-500 þúsund kall. Ekki skyldi fara í verkföll í janúar þegar allir þyrftu að borga Vísað sitt heldur skyldu verkföll verða í maí en skæruverkföll og hafnarlokanir fram að þeim tíma. Ríkisstjórninni skyldi komið frá í mars og kosningar skyldu verða þá.
Sleppt var að tiltaka hvort kaup allra annarra skyldi hækka prósentvís sem vesalinganna.En samt heyrðist manni að kjör allra þyrftu að stórbatna og sagðist Aðalsteinn hafa mörg þúsund manns að baki sér til slíkra verka. Sósíalistaforinginn bunaði linnulaust um mögulegar skattahækkanir, erfðafjárskatts, fjármagnstekjuskatts, skatts á fyrirtæki og alla þá dýrðlegu möguleika sem við blöstu. Aðalsteinn samþykkti þessar áætlanir með nokkrum semingi þó.
Auðvitað voru hækkanir Kjararáðs bensínið til þeirra vel settu sem kveikti á kjaraeldinum. Það sem merkilegast er að fæstir þeirra sem þáðu virðast hafa minnsta skilning á afleiðingunum fyrir framhaldið. Þeir virðast staðráðnir í að halda sínu en hinir sitji uppi með svigrúmsleysið.
Þjóðarsátt gæti tæknilega gengið upp hvað þá lægst launuðu varðar. Þeir sem betur mega þyrftu að skilja um leið, að þeim væri best gert með núlli í taxtahækkunum. En hvernig á að sætta Aðalstein og Egilsyni við slíkt er vandséð.Launalækkun þingmanna og spíssa er líklega það eina sem gæti sætt verkalýðinn við minni hækkanir. Afleiðingin yrði hinsvegar kaupmáttaraukning með gengisstyrkingu og hátt atvinnustig með yfirborgunum.
Þannig þjóðarsátt án verkfalla og verðbólgu gæti gengið upp.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Og ekki vantaði bullið Í honum Gunnari Smára í þessum þætti. Það fer nú að verða svolítið þreytt þetta kjaftæði í honum um þessa NÝ - FRJÁLSHYGGJU. Ný-frjálshyggja er ekki til nema í huga Gunnars Smára, það er til nokkuð sem heitir FRJÁLSHYGGJA og er viðurkennt fyrirbrigði en lengra nær það ekki. Svo fór hann að tala um 22%fjármagnstekjuskatt, sem ég hélt að væri 20% ég hef kannski misst af einni hækkun. En svo hélt hann því fram að menn gætu DREGIÐ VERÐBÓLGUNA FRÁ OG SÍÐAN BORGAÐ FJÁRMAGNSTEKJUSKATTINN. Þetta er svo mikið bull hjá honum að það nær út yfir allan þjófabálk. FJÁRMAGNSTEKJUSKATTURINN REIKNAST AF ÖLLUM FJÁRMAGNSTEKJUM OG SAMKVÆMT LÖGUM ER EKKI HÆGT AÐ REIKNA NEINN FRÁDRÁTT AF HONUM.......
Jóhann Elíasson, 27.8.2018 kl. 09:03
það er nokkuð sama hvað Gunnar Smári ræðir, hann varðar yfirleitt ekkert um staðreyndir. Þessi handlangari Jóns Ásgeirs er orðinn kommi af því að hann fór á hausinn sem kapítalisti og missti kreditkotið hjá Baugi. Þá verða þau súr eins og refurinn sagði.
Halldór Jónsson, 27.8.2018 kl. 10:34
Sæll Halldór - sem og aðrir gestir, þínir !
Halldór og Jóhann Stýrimaður !
Ykkur að segja: er Gunnar Smári Egilsson og Sósíalistar hans, svona álíka veruleikafirrtir, eins og Madúró viðrinið, suður í Venezúela.
Sem betur fer - er þorri jarðarbúa, fyrir löngu:: búinn að átta sig á niðurrifsstefnu Marx og Engels, sem betur fer.
Madúró og Gunnar Smári: eru eins konar safngripir einhverrar ömurlegustu nauðhyggju 19. og 20. alda, og aðferðafræði þeirra, lengst úti í mýri.
En - jafnframt: er TÓMT MÁL AÐ TALA UM þjóðarsátt hérlendis, með glæpa- spírur Engeyjar ættarinnar á tróninum, með fulltingi lyga- hjúanna Katrínar Jakobsdóttur (lesizt: Steingríms J. Sigfússonar) og Sigurðar Inga Jóhannssonar, m.a.
Og það: með Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins, sem aftursætis bílstjóra þeirra:: aukinheldur.
Látið ekki hvarfla að ykkur - að einhverjar 1000 Þingvalla veizlur, eða Tröllauknir minnisvarðar, um afglapahátt Jóns Sigurðssonar frá Eyri (1811 - 1879), sem kom innlendu gróðahyggjunni á legg, með brölti sínu á 19. öldinni, nái að sefa þá stigvaxandi ólgu, sem núna er í farvatninu, með Eldsneytisgjöfum Kjararáðsins sáluga, á elda þeirra Bjarna Panama Vafnings, og félaga hans.
Lítum fremur til Taíwan: Kínverska fyrirmyndarríkisins, sem Kúómingtang hreyfingin kom á laggirnar, eftir fall meginlandsins þar eystra, Taíwan:: sem Íslendingar snéru baki við í byrjun 8. áratugar síðsustu aldar, til þess að þóknast Kommúnista klíkunni í Peking fremur, eins og við munum.
Chiang Kai- shek Herstjóri Lýðveldisins Kína (1887 - 1975)
einn skeleggasti liðsmaður stórstígra framfara- og framþróunar á 20. öld, sem Íslendingar gætu / og mættu læra vel af, í stað þess að halda uppi núverandi afætu- og yfirgangs söfnuðum alþingis og stjórnarráðs.
Jú:jú, Halldór og Jóhann.
Alveg - mætti hugleiða þjóðarsátt, með því að skipta út núverandi valda viðrinum hér á landi / og kalla til verka dugandi : Bændur og Sjómenn (Skipstjórar meðtaldir), sem og Iðnaðarmenn, sem væru ÓMENAGÐIR af dreggjum íslenzku Mafíunnar, sem er að kollsteypa öllu hér, til Vitis vistar !
Kannski: mætti semja við Kongó skæruliða, um viðtöku Bjarna gengisins, í einhverja frumskóga gjótu þar syðra / TIL VARANLEGRAR geymzlu, á því liði, auk Gunnars Smára og vina hans ?
Mögulega - ?
Með beztu kveðjum: engu að síður, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.8.2018 kl. 11:39
Já, hér þarf þjóðarsátt og forsenda hennar felst í því að bæta kjör þeirra sem minnst bera úr býtum.
Besta leiðin til þess væri að hækka persónuafsláttinn um helming og í 110.000 kr.
Þar til viðbótar skyldi tryggt að viðmiðunargildi um lágmarksframfærslu, 300.000 kr. yrði lögbundið og vísitölutryggt.
Einungis slíkt útspil frá ríkisstjórninni strax í haust og til afgreiðslu fjárlaga fyrir árslok gæti slegið á öldur vaxandi óánægju og reiði í þjóðfélaginu.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.8.2018 kl. 12:30
En ég býst ekki við að þingmenn og ráðherrar, sem virðast einungis hugsa um eigin sjálftöku úr ríkissjóði, átti sig á þessari einföldu leið til sátta. Til þess vantar þá alla stærð, þeir eru svo smáir í hugsun og skortir alla heilbrigða og skýra hugsun og hugmyndir. Jötupakk og vesalingar.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.8.2018 kl. 12:42
Plús það að fylgja fordæmi forseta Íslands og skila hæfilegum hluta kjararáðshækkuninnar.
Ómar Ragnarsson, 27.8.2018 kl. 12:42
.... ágæti Símon Pétur frá Hákoti !
Það: þarf nú gott betur en svo, þó svo hugleiðingar þínar séu fyllilega raunhæfar, að öðru leyti.
En Símon minn - hér er ekkert við venjulegt fólk að eiga / hreinsa þarf út stjórnkerfið algjörlega:: eins, og ég benti hér á að ofan, Símon Pétur.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.8.2018 kl. 12:43
Rétt athugað Ómar.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.8.2018 kl. 12:44
Rétt athugað Óskar, en fyrsta skrefið, það sem ég nefndi fyrst, er það mikilvægasta þeim sem minnst mega sín.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.8.2018 kl. 12:48
Verði læti á vinnumarkaðinum í vetur með tilheyrandi verkföllum, þá skrifast það alfarið á Bjarna Vafning og Kötu litlu gluggaskraut. Þeim var í lófa lagt að bregðast við kjararáðsdómum með því að setja lög sem kæmu í veg fyrir að þeir tækju gildi, en græðgin réð för hjá þeim.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 27.8.2018 kl. 14:52
Það er rétt Helgi að verði hér allt vitlaust í vetur, með skærum og tilheyrandi verkföllum, þá má rekja upphafsrótina að því til veruleikafirringar hins sjálfskammtandi jötuliðs á þingi og í stjórnsýslunni.
Því er það mitt ráð til núverandi valdhafs að þeir sjái að sér og núvirði persónuafsláttinn í það sem hann hefði átt að vera, ef hann hefði fylgt verðlags- og launaþróun, þ.e.a.s. í u.þ.b. 110.000 sem kæmi þeim tekjulægstu best. Með því mætti mynda smá sátt og gætu allir viðurkennt að slíkt væri sanngjarnt. Það, ásamt smá auðmýkt þeirra sem skömmtuðu sér kjararáðslaunahækkanirmar, og jafnvel að gefa eitthvað af þeim til baka, eins og Ómar benti hér á að framan, myndi horfa strax til nokkurrar sáttar og slá óbilgjörnustu kröfur launþegahreyfinganna niður. Yrði svo, þyrfti íslensk þjóð ekki að óttast að allt færi til andskotans eftir áramótin.
Það þarf hins vegar kraftaverk og að vitrænni eldingu slái niður í heilatóttir íslenskra ráðamanna til að svo verði. Slíkt gæti gerst, en er, því miður, afar ólíklegt að gerist.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.8.2018 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.