Leita í fréttum mbl.is

Framhald fíflalátanna?

Páll Vilhjálmsson bloggkóngur skrifar þetta:

"Við sameiningu Þýskalands fengu Rússar loforð fyrir því Nató yrði ekki stækkað í austur. Það loforð var svikið blákalt.

Ágangur Bandaríkjanna/ESB við vesturlandamæri Rússlands leiddi til Úkraínudeilunnar 2014. Við það urðu Íslendingar í gegnum Nató-aðild og EES-samninginn óvinir Rússa.

Óvinátta okkar og Rússa er siðlaus, ræðst eingöngu af stórveldapólitík, þar sem svokallaðir vinir okkar hafa á röngu að standa. Að einhverju marki þurfum við að fylgja bandalagsríkjum okkar. En við eigum að láta í ljós vanþóknun okkar á siðlausu framferði. Jafnframt eigum við að losa okkur við bandalög sem þjóna ekki hagsmunum okkar. Til dæmis EES-samninginn."

Á sama tíma horfum við á stórfellda viðskiptaaukningu Þýskalands og Rússlands. Án rússnesks gass getur Angela Merkel lokað iðnaði landsins. 

Af hverju erum við enn að framfylgja þvingunum á Rússland vegna þess að Krímskaginn gekk þeim á hönd sjálfviljugur með atkvæðagreiðslu íbúanna sjálfra?

Hverjir greiddu atkvæði gegn Icesave og sigruðu ESB dómstólinn? Voru það ekki Íslendingar sjálfir?

Hvað á framhald fíflalátanna að þýða sem stórskaða vináttu okkar og Rússa?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Þegar þú talar um "bandalagsríki" þarftu að athuga vel málfarið.

Einu lændin, sem hafa ráðist á Ísland eru Bretar og Danir.

Kallar þú þessa morðingja, fyrir "bandamenn"?

Örn Einar Hansen, 8.9.2018 kl. 22:28

2 identicon

Sveiattan

Að styðja innrás Rússa í Úkraínu er af sama toga og stuðningur við innrás Sovétríkjanna í Finnland 1939. Sömu rök. 

Hvernig getur nokkur sómakær maður þetta. Og talandi um atkvæðagreiðslu. Herra minn trúr!

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 8.9.2018 kl. 22:46

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

Sveiattan segi ég.

Rússar eru fantar, og hafa alltaf verið. Að vísa andstöðu við þá, er bara eðlilegt ... svo lengi sem slík andstaða er byggð á málefnanlegum grundvelli og ekki "rússa hatri". "rússa hatur" er ekkert skárra en "gyðinga hatur".

Ukraínumenn hafa ekki sýnt að þeir séu nein "gæðablóð" ... Voru nasistar og eru enn. Fólk, sem segir "Rússar út, Úkraína fyrir Ukraínumenn" ... á að henda sjálfum út, á yðsta klaka veraldar ... slíkt, er náttúrulega ekki gerleg. Og þarmeð að hlutar landsins, velji sjálfstæði fram yfir að vera "undirsátar" slíks fólks, er skiljanlegt. Og að rússar velji aðstoða þá, er sjálfsagt.

Örn Einar Hansen, 9.9.2018 kl. 08:51

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Einar

Að styðja innrás Rússa í Úkraínu er af sama toga og stuðningur við innrás Sovétríkjanna í Finnland 1939. Sömu rök. 

Innlimun Krímskagans er allt annað en innrás í Úkraínu

Halldór Jónsson, 9.9.2018 kl. 10:37

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.9.2014:

"Fyrr um daginn tók Gunnar Bragi [Sveinsson utanríkisráðherra] þátt í ráðherrafundi aðildarríkja Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) um öryggishorfur í álfunni.

Á fundinum sagði Gunnar Bragi að innlimun Krímskaga í Rússland ógni öryggi í Evrópu.

Vísaði hann til þess að Helsinki yfirlýsingin sem er grundvöllur starfsemi ÖSE feli í sér ákveðin grundvallargildi í samskiptum aðildarríkjanna, meðal annars að virða beri sjálfstæði ríkja og fullveldi landamæra þeirra og að ekki skuli beita hernaðarafli í deilumálum.

Sagði hann grundvallaratriði að öll aðildarríki ÖSE virði þessar skuldbindingar og alþjóðalög."

Utanríkisráðuneytið - Málefni Úkraínu rædd í New York

Þorsteinn Briem, 9.9.2018 kl. 11:00

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pútín 10.12.2004:

"As for enlargement of the Euroepan Union, we have always seen this as a positive process.

Certainly, enlargement gives rise to various issues that have to be resolved, and sometimes they are easy to resolve, sometimes not, but both sides have always shown a desire to find mutually acceptable solutions and we do find them.

If Ukraine wants to join the EU and if the EU accepts Ukraine as a member, Russia, I think, would welcome this because we have a special relationship with Ukraine.

Our economies are closely linked, including in specific areas of the manufacturing sector where we have a very high level of cooperation, and having this part of indeed our economy become essentially part of the EU would, I hope, have a positive impact on the economy of Russia."

"On the other hand, we are building a common economic space with the European Union, and we believe this is in the interests of both Russia and the European Union countries and will harmonise our economic ties with Europe.

But these projects are not in contradiction with the possibility of any country joining the European Union, including Ukraine.

On the contrary, the possibility of new members joining the EU makes our projects only more realistic.

But I repeat that the plans of other countries to join the EU are not our direct affair."

Press Conference Following Talks with Spanish Prime Minister Jose Luis Rodriguez Zapatero

Þorsteinn Briem, 9.9.2018 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 3418247

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband