Leita í fréttum mbl.is

Jarðefnaeldsneytið er ekkert að fara.

Það er nóg olía og gas allstaðar. Ódýrasta orka sem völ er á. Jarðefnaeldsneyti er ekkert á útleið.

CO2 gerir jörðina græna. Hitasveiflur jarðar eru af eðlilegum orsökum. Hvað er rétt hitastig í sögulegu samhengi?

AlGore fjárfestir mest af gróðanum af loftslagsáróðri sínum í oliuiðnaðinum.Hann er raunsær.

Mannkynið getur ekki án jarðefnaeldsneytisins verið og því er það ekkert að fara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þetta er góð spurning: 

Hvað er rétt hitastig í sögulegu samhengi?

Myndum við t.d. vilja að það væri alltaf 25 gráðu hiti

hér á landi  eða á allri jörðinni allan ársins hring?

Jón Þórhallsson, 11.9.2018 kl. 10:30

2 identicon

Er ekki verið að leggja nýja gasleiðslu frá óvininum Rússlandi til Þýskalands ? Var einhver að tala um viðskiptabann?
Er það samkvæmt Parísarsáttmálanum að not meira og meira gas?
Hræsni, hræsni og meiri hræsni.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 11.9.2018 kl. 12:51

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Olíuframleiðsluþjóðirnar játa það sjálfar að hagkvæmustu olíulindirnar, sem þegar hafa fundist og verið að dæla úr, búa yfir takmörkuðum birgðum. 

Hvaðan kemur sú nýja vitneskja, að olíulindirnar séu óþrjótandi? 

Ómar Ragnarsson, 11.9.2018 kl. 16:39

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þegar Íslendingar og Norðmenn stútuðu síldinni um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar voru margir sem neituðu að trúa því að það hefði verið gert. 

Mér er það ævinlega minnisstætt að þegar ég gerði þátt á Raufarhöfn áratug síðar sögðu menn þar "síldin lagðist frá." 

Þegar ég fór víða um land til að taka mynd af hrikalegri meðferð á sumum afréttum, sögðu bændur að ég hefði ekki hundsvit á því;- þetta hefði alltaf verið svona. 

Þegar þeir sögðu þetta í Kaldárrétt gekk þetta hins vegar ekki upp. Ég hafði verið þar þrjú heil sumur í sveit og vissi það vel hvernig landið hafði blásið upp. 

Í fyrsta sinn, sem rallað var um Kjalveg lagði ég allmargar gróðurtorfur við leiðina á minnið. 

Aðeins fimm árum síðar voru flestar þeirra horfnar.

Þar og víðar var samt þráast við að viðurkenna hvað hafði gerst. 

Í Krýsuvík voru 50 bæir og kot um 1500. Nú er allt svæðið austan og norðan við Grindavík óræk sönnun þess hvernig rányrkjan fór með landið. 

Ómar Ragnarsson, 11.9.2018 kl. 16:47

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómar,

t.d. Bretland flýtur á gaspolli sem er ekki farið að nýta. Allstaðar í USA eru shale lög, miklu meiri olía en SArabía hefur. Það gengur ekkert upp fyrir mannkynið að nota ekki orku jarðar moilliliðalaust. Sjáðu hvað CO2 skorurinn í sumar hefur gert íslenskum gróðurhúsabændum

Halldór Jónsson, 12.9.2018 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband