Leita í fréttum mbl.is

Madonna er Mega

listamaður.

Ég hef aldrei hlustað á hana fyrr eða vitað mikið um hana fyrr en ég horfi á sjóið hennar á RÚV í kvöld. Mér duttu bókstaflega bara allar dauðar lýs úr höfði.

Makalaus er þessi Madonna sem listamaður. Stórkostlegur "Trooper" myndi Kaninn segja.

Þvílíkur Mega-Listamaður er þessi kona. Hún er víst búin að ganga í gegn um ýmislegt á sinni vegferð. Hún var einbeitt og hugrökk og tókst það sem hún stefndi að. Ósvífin, klámfengin, djörf og hugljúf. Allt blandað svo úthugsað að hún átti tugþúsundir áhorfendanna með húð og hári.Það sem hún sýndi okkur í kvöld toppar margt sem ég hef áður séð í stjörnusýningum. 

Þvílíkur Mega Listamaður er þessi Madonna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Elsku nafni. Að vera klámfenginn, grófur og hugdjarfur er bannað í dag. Ef þú ert þetta allt samanlagt ertu annaðhvort rasisti af verstu gráðu eða eitthvað annað siðferðislega spillt ógeð af einhverri óræðri gráðu sem tekið er af lífi á degi hverjum í almennri umeæðu. Aðallega í netheimum þar sem helst favitar eða heiladauðir vitleysingar ráða ríkjum.

Madonna er flott. Alltaf verið flott. Verður alltaf flott. Reyndar alveg æðislega flott. Alveg hreint rosaleg flott! 

 Miðvelgjulágstemmingarúrtöluliðið má hinsvegar ekki heyra á þetta nefnt. Af hverju er alveg augljóst. Ekkert af þessu ruslliði kemst með tærnar þar sem Madonna var með hælana og það fer fyrir brjóstið á þessu liði , eins og pipar upp í rassgatið á ketti.

 Madonna, madonna, madonna!

Halldór Egill Guðnason, 15.9.2018 kl. 03:12

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, hún er rosaleg!

Jón Valur Jensson, 15.9.2018 kl. 03:37

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ertu viss um að lýsnar hafi ekki bara dáið úr leiðindum Halldór?

Þorsteinn Siglaugsson, 15.9.2018 kl. 10:52

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Jú líklega Þorsteinn eins hrútleiðinlegur og ég er víst.

Takk fyrir Jón Valur og nafni minn að sunnan fyrir ykkar álit.

Halldór Jónsson, 15.9.2018 kl. 12:08

5 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

RÚV með þetta enn einu sinni, fyrr í mánuðnum var mikil, klassíks og þjóðlega tónlist sýnd beint frá Hörpunni og nú allt önnur menning. Allt gert fyrir alla hjá RÚV.

Mínum 1466 krónum fyrir RÚV vel varið þennan mánuðinn.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 15.9.2018 kl. 15:31

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég var nú ekki að meina að þú værir svona leiðinlegur Halldór minn. En Madonna þykir mér einkar leiðinleg.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.9.2018 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband