Leita í fréttum mbl.is

Góður fundur

var að vanda í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi. þar voru flutt góð framsöguerindi um kulnun í starfi. Framkvæmdastjóri VIRK,  sem ég vissi ekki hvað var einu sinni, fræddi okkur um þá starfsemi  sem þar fer fram með 50 starfsmönnum og mörgum tengiliðum um allt land, og önnur kona sagði okkur frá reynslu sinni í baráttu við kulnun.

Ragnar Þór Pétursson formaður Kennarasamband Íslands fór vítt og breitt yfir undirliggjandi ástæður fyrir því sem kallað er kulnun. Það er ekki nýtt hugtak og var þekkt fyrir öld síðan og þá kallað tilvistarvandi. Reynslusaga úr hans fjölskylduumhverfi lét hann tengjast viðfangsefninu á skemmtilegan hátt. 

Fjölskrúðugar umræður urðu eftir erindin. Þar kom fram að árgangar skólanna hafa ekki vaxið um langt árabil, eitthvað 4500 börn. Þetta sagði Ragnar að stafaði af því að íslenskar konur væru ekki að eignast nema 1.7 börn og okkur væri því að fækka. Hann velti því líka upp að umhverfi barnanna okkur væri gjörbreytt frá því sem hefði verið. Spurning væri hvort við værum ekki farin að líta á börnin okkar sem verkefni sem við værum að yfirskipuleggja með þeim afleiðingum að börnin væru ekki hamingjusöm lengur. Æskulýðurinn væri hættur að læra af hverjum öðrum eins og við hefðum lært að reykja og drekka hvort af öðru í gamla daga því allt væri orðið svo verkefnatengt og skipulagt að börnin fengju ekki frið til að vera börn.

Í heild voru umræðurnar fróðlegar og upplýsandi. Starfsemi VIRK hefur leitt í ljós að mun fleiri konur en karlar eiga við kulnunarvandamál að etja í störfum. Undirrituðum datt í hug hvort þetta tengdist mikilli hlutfallslegri fjölgun kvenna í kennarastétt en hafði ekki döngun til að spyrja.

Fundarmenn spurðu um hvort réttara væri ekki að hætta að kenna dönsku í skólum en kenna pólsku í staðinn? Undirritaður rifjaði upp með sér þá gömlu skoðun sína að eitt hið versta sem fyrir menntun þjóðarinnar hafi komið hafi verið þegar farið var að þýða Andrés á íslensku. Hans eldri synir lærðu dönsku  fyrirhafnarlaust af hálfu foreldra af Andrésarblöðunum strax eftir að þeir urðu stautfærir. En það mætti gjarnan taka upp pólskukennslu sem bónusnámsgrein í skólum og hvetja börn á einhvern þátt til að læra hana.

Þessi fundur var góður og betur haldinn en óhaldinn.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 3418314

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband