Leita í fréttum mbl.is

Skrímslið vaknar

til lífsins eftir að Alþingi samþykkti hina fáránlegu tilskipun ESB um upptöku persónuverndarlaga og stofnun stórkostlegs Ríkisskrímslis.

skrímsliðvaknarÞarna er er auglýst eftir hundruða milljóna auknum ríkisútgjöldum í gersamlegt tilgangsleysi sem enginn sá fyrir lagasetninguna að vantaði hér á Íslandi.

Hver var skorturinn á persónuvernd fyrir tveimur árum síðan? Hvað gagnast þessi nýja stofnun mér og þér?

Ekki býst ég við að fá mörg svör við því frá ykkur við þeim spurningu. En þið fáið að borga kostnaðinn undan blóðugum nöglunum.

Það eru bara þingmennirnir sem sitja uppi með þetta skref sem líklega verður aldrei stigið til baka fremur en útlendingalögin, Schengen eða EES. Og við sem kusum þá sitjum uppi með ábyrgðina af þeim gjörningi. 

En skrímslið er að vakna og er rétt að byrja að éta okkur upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

 Góður pistill, Halldór.

Skrímslið virðist ætla að reita ófáar milljónir til reiði við sig.

Svo situr það með tímanum á auði þjóðanna, þar til einhver Sigurður Fáfnisbani rís upp á ný.

Jón Valur Jensson, 15.9.2018 kl. 13:30

2 identicon

Rétt Halldór.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 15.9.2018 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband