Leita í fréttum mbl.is

Traust og skuldbindingar

er það sem gildir í viðskiptum.

Ef fyrirtæki lofar að afhenda eitthvað síðar sem viðskiptavinur greiðir fyrirfram á dag, þá verður traust að vera fyrir hendi. Jafnmikið traust og fyrirtækið hefur á því sem viðskiptamaðurinn greiðir með. Hvort sem er vara eða peningaseðill.

Það er í raun öllum frjálst að gefa út gjaldmiðil.

Ég get sagt sanna sögu um slíkt.

Við í Steypustöðinni í gamla daga á tímum mikillar verðbólgu gáfum út steypukrónur í formi inneignarkvittana sem sögðu að fyrirtækið myndi afhenda gegn þeim tiltekinn fjölda teningsmetra af steypu á næsta ári til dæmis. Það var alger slagur af fólki með koffort af peningaseðlum frá Nordal sem vildi svona kvittanir. Algerlega ótryggðar nema af orðspori fyrirtækisins sem var þekkt fyrir áreiðanleika og undirskrift gjaldkerans.Ekki stjórnarinnar né forstjórans.

Sjáið þið mörg fyrirtæki í dag leika þetta eftir? En svona var þetta þá. Við urðum að verjast til að bægja fólki frá sem kom með aleiguna ef því var að skipta, slík var eftirspurnin. Og ekki gátum við endalaust gert þetta heldur aðeins í takmörkuðu magni sem við vissum að við gætum staðið við. 

Meira að segja sýslumenn tóku þessar kvittanir upp í skatta fólks. Þær fúnkeruðu þannig alveg eins og reiðufé.

Fólki er frjálst að nota hvað sem er í viðskiptum sín á milli ef nægilegt traust er fyrir hendi. Er eitthvað meira á bak við 5000 kallinn frá Seðlabanka Íslands í dag  heldur en skriflegt loforð heiðarlegs aðila um að afhenda eitthvað á ákveðnum degi? 

Farseðill frá flugfélagi um flug næsta sumar? Loforð um gistipláss síðar á hóteli?

"My word is my bond"  sagði Guðfaðirinn.

Treystirðu mér fyrir skuldbindingu svo mikið að þú sért reiðubúinn að taka orð mitt gilt og ekkert annað? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig meturðu þá gildi Þórdísar Reykás um innleiðingu 3. orkupakka ESB?  Nú segir hún að allir sérgræðingarnir sem hún skipaði í nefnd, segi það gordsjöss.  Er hún á vetur setjandi seþ ráðherra málaflokksins?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 17.9.2018 kl. 19:40

2 identicon

Þetta er athyglisverður pistill, um Traust og skuldbindingar.

Og mér virðist Símon Hákotsbóndi koma inn á atriði sem vert er að athuga í því samhengi, því ef 3. orkumálapakki ESB verður samþykktur, þá er algjörlega víst að sæstrengur verður lagður, til þess er leikurinn gerður, og þá munu íslensk heimili borga kostnaðinn í formi STÓRHÆKKAÐS rafmagnsverðs.

Og það sukk, græðgi og gredda, stjórnenda OR/ON, í gegnum tíðina, mun þá verða smælki í samanburði við það sem mun ríkja (og hefur lengi ríkt) í herbúðum "Landsvirkjunar", já, allar ár landsins munu þá verða virkjaðar, bændur hraktir af jörðum sínum, eða keyptir upp eins og þróunin er nú þegar byrjuð, og sama snarblinda ofsagræðgi stjórnenda "Landsvirkjunar" og þingmanna og ráðherra mun leiða allt til helvítis hér á landi.

Já, þetta snýst allt um traust og skuldbindingar, en traustið til þeirra sem sttu allt á hausinn fyrir aðeins 10 árum síðan véla nú um skuldbindingar sem þjóðin er ekki spurð um. 


Það verður fróðlegt að sjá hvaða þingmenn og ráðherrae munu samþykkja að veita íslenskum almenningi þá rýtingsstungu í bakið ... því verður aldrei gleymt ! ... ef af verður !

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.9.2018 kl. 20:51

3 identicon

Síðustu 2 málsgreinarnar leiðréttar, til aukins skilnings:

Já, þetta snýst allt um traust og skuldbindingar, en traustið til þeirra sem settu allt á hausinn fyrir aðeins 10 árum síðan er nú þegar í molum ... og svo enn meira verða þegar þeir nú véla um skuldbindingar sem þjóðin er ekki spurð um. 


Það verður fróðlegt að sjá hvaða þingmenn og ráðherrar munu samþykkja að veita íslenskum almenningi þá rýtingsstungu í bakið ... því verður aldrei gleymt ! ... ef af verður !

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.9.2018 kl. 20:57

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Því ætla ég að treysta og af því Pétur segir það er mér hughægra.

Samt vildi ég frekar að við ættum ráð sem afstýrði því! 

Takist þing og ráðherrum 

að ganga svo langt; verður þeim ekki hegnt,því þá eru þeir komnir í náðarfaðm E.F. Erkifjandanna.  

Helga Kristjánsdóttir, 17.9.2018 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 3420157

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband