Leita í fréttum mbl.is

Góð grein Þorvaldar

Gylfasonar í Fréttablaðinu í dag.

Þar sem veruleg hætta er á að mörgum yfirskjótist grein próf.dr Þorvaldar vegna ofmettunar af stjórnmálaskrifum hans þá held ég henni til haga hér:

"New York – Þegar föðurafi minn fæddist norður í landi 1867 gat hann vænzt þess að verða þrítugur. Meðalævi íslenzkra karlmanna fyrir 150 árum var m.ö.o. 30 ár svo sem fræðast má um t.d. í Hagskinnu, merku riti Hagstofu Íslands frá 1997. Barnadauði grúfði eins og skuggi yfir fólkinu í landinu.   

Ekkert land heimsins er nú svo aumt að þessu leyti sem Ísland var þá. Meðalævin mælist nú stytzt í Síerra Leóne í Vestur-Afríku, 52 ár, og lengst í Hong Kong, 84 ár. Ísland skipar 11. sæti listans með sín 82 ár og hálfu betur, 84 fyrir konur og 81 fyrir karla. Meðalævi heimsbyggðarinnar í heild hefur lengzt úr 53 árum 1960 í 72 ár 2016. Af því má ráða gríðarlega framför sem á engan sinn líka í samanlagðri sögu heimsins til þessa. Íbúafjöldi jarðar nálgast nú átta milljarða. Þrír af hverjum fjórum jarðarbúum, sex miljarðar, búa í miðlungstekjulöndum, þ.m.t. Indland og Kína. Einn milljarður býr í hátekjulöndum og annar í lágtekjulöndum, allra fátækustu löndunum. Fimmtán fátækustu lönd heimsins eru öll í Afríku.

Amma mín gifti sig í Keníu

Þegar fyrr nefndur afi minn fæddist voru lífskjör í Þýzkalandi mæld í kaupmætti þjóðartekna á mann svipuð og þau eru nú í Kongó. Lífskjör á Íslandi voru mun lakari. Þegar afi kvæntist ömmu minni um það leyti sem landið fékk heimastjórn 1904 voru lífskjör Íslendinga svipuð og þau eru nú í Keníu. Sem sagt: Amma mín gifti sig í Keníu þótt hún kæmist aldrei út fyrir landsteinana. Þegar forfeður okkar og mæður fögnuðu fullveldi 1918 voru kjörin hér svipuð og þau eru nú í Gönu. Með líku lagi fögnuðu Íslendingar þúsund ára afmæli Alþingis 1930 á Indlandi og stofnuðu lýðveldið 1944 í Marokkó. Þessum samanburði er ætlað að sýna hversu langt við höfum náð undangengin 150 ár þrátt fyrir þessa daga og þrátt fyrir allt og þá um leið hversu vonglaðar fátækar þjóðir í öðrum heimsálfum geta horft fram á veginn.

Færri börn

Um 1860, um hundrað árum áður en fyrstu Afríkulöndin fengu sjálfstæði, eignuðust íslenzkar konur sex börn að jafnaði og stóðu þá að því leyti í svipuðum sporum og afrískar konur stóðu við sjálfstæðistökuna um 1960. Það ár eignuðust íslenzkar konur að jafnaði 4,3 börn. Nú eru eftir aðeins 35 lönd af rösklega 200 löndum í heiminum þar sem konur eignast fleiri börn en 4,3. Öll nema þrjú af þessum 35 eru í Afríku.

Barnsfæðingum hefur fækkað nær alls staðar. Það tók Íslendinga 109 ár, frá 1860 til 1969, að fækka barnsfæðingum úr sex í þrjár á hverja konu að jafnaði. Sama breyting tók 95 ár í Bandaríkjunum, 82 ár á Bretlandi og 11ár í Kína. Kínverjum tókst að fækka barneignum niður fyrir þrjú börn á hverja konu 1978. Þetta var ári áður en ríkisstjórn landsins leiddi í lög að hver fjölskylda mætti ekki eiga fleiri börn en eitt. Sveitafjölskyldur voru þó undanþegnar lögunum sem voru afnumin 2015. Kínverjum fjölgar hægt, eða um 0,5% á ári mörg undangengin ár.

Framför heimsins

Hvers vegna halda konur í mörgum fátækum löndum áfram að eignast þetta 4, 5, 6, 7 börn að meðaltali? – þótt þær segist margar helzt vildu láta sér duga færri. Svarið er tvíþætt. Annars vegar snýst vandinn um kúgun kvenna sem birtist m.a. í ónógum menntunartækifærum. Sums staðar fær einungis elzti sonurinn að ganga í skóla, önnur systkini ekki. Í Níger í Miðvestur-Afríku þar sem konur eignast ennþá sjö börn hver að meðaltali sitja þær ekki nema röskt ár á skólabekk hver og ein að jafnaði. Iss, segir þá vinur minn einn: „Hérna í Flóanum var algengt að hjón ættu 10 til 15 börn. Amma mín átti 16 og enga tvíbura.“

Hitt skiptir einnig máli að efnalítil lönd búa flest við fátækleg velferðarkerfi. Fátækar fjölskyldur telja sig því til þess knúnar að eignast mörg börn í þeirri von að eitthvert þeirra verði eftir á heimilinu til að sjá foreldrunum farborða í ellinni. Eftir því sem almannatryggingar styrkjast í fátækum löndum skreppa fjölskyldurnar saman. Otto van Bismarck kanslari Þýzkalands lagði grunninn að almannatryggingum þar um og eftir 1880. Fátækustu Afríkulöndin standa nú í sömu sporum og Þjóðverjar stóðu þá. 

Hans Rosling, sænski læknaprófessorinn, orðaði þessa hugsun ágætlega þegar hann sagði: Framför heimsins snýst m.a. um að færa sig frá stuttum ævum í stórum fjölskyldum yfir í langar ævir í litlum fjölskyldum. "

Þorvaldur fer hér yfir þær gríðarlegu breytingar á efnahagslífi heimsins sem hafa orðið á síðasta einu og hálfa árhundraði. Þær eiga allar uppruna sinn í meiri þekkingu og menntun auk auknu framboði á orku sem hefur verið fengin úr jarðefnaeldsneyti fyrst og fremst.

Það er olían sem hefur gert allt þetta mögulegt. Menn horfi til framfara í íslenskum landbúnaði. Hvernig heyskapurinn hefur breyst úr þrældómi með hestanotkun yfir í nokkurskonar skemmtiskokk sem gerir heyútflutning mögulegan.

Hvernig mótorinn hefur breytt fiskveiðum.

Hvernig bíllinn og þungavinnuvélarnar hafa breytt öllu í daglegu lífi manna.

Það er dapurlegur áróðurinn sem er á móti olíunotkun þjóðfélagsins sem byggist á órökstuddri múgsefjun á vegum skálksins AlGore sem hefur tryllt hálfa heimsbyggðina með hræðsluáróðri um of mikinn útblástur CO2. En magn CO2, þessu byggingarefni lífsins,  í andrúmslofti jarðar hefur ekki verið lægri í 600 milljón ár.

AlGore hlær væntanlega innra með sér að þessu öllu og fjárfestir gróða sinn af lygunum í olíuiðnaði fyrst og fremst.

(Og takið svo eftir því að prófessorinn skrifar Z-á fullu og lætur ekki neinn hafa það af sér! Ég er að hugsa um að taka sjálfur  zetuna upp aftur úr því að ég gat lært hana á sínum tíma)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sem sagt, engin dagleg mengun vegna olíu og bensíns, sem veldur dauða milljóna manna, verð á olíu hækkar ekki vegna minna framboðs í heiminum og olían er endurnýjanleg auðlind. cool

Þorsteinn Briem, 27.9.2018 kl. 12:34

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aukin lífsgæði þýða ekki sjálfkrafa meiri mengun, því að sjálfsögðu er hægt að öðlast aukin lífsgæði án aukinnar mengunar í heiminum.

Líf og heilsa og þar af leiðandi sem minnst mengun eru alls staðar í heiminum mestu lífsgæðin.

Og að sjálfsögðu er hægt að auka hagvöxt án aukinnar mengunar.

Þorsteinn Briem, 27.9.2018 kl. 12:39

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."

Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007

Þorsteinn Briem, 27.9.2018 kl. 12:40

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.7.2015:

"The premature deaths are due to two key pollutants, fine particulates known as PM2.5s and the toxic gas nitrogen dioxide (NO2), according to a study carried out by researchers at Kings College London.

The study - which was commissioned by the Greater London Authority and Transport for London - is believed to be the first by any city in the world to attempt to quantify how many people are being harmed by NO2.

The gas is largely created by diesel cars, lorries and buses, and affects lung capacity and growth."

Nearly 9,500 people die each year in London because of air pollution

Þorsteinn Briem, 27.9.2018 kl. 12:55

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Ohhh þessi sífelldu skrif

Halldór Jónsson, 27.9.2018 kl. 21:51

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það þarf enga pólitík til að minnka notkun á jarðefnaeldsneyti, því að olían er takmörkuð auðlind, sem á eftir að verða sífellt dýrari og erfiðari að nýta. 

Ómar Ragnarsson, 28.9.2018 kl. 01:07

12 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Brímun er "töff shit" nafni, "but guess the way it goes".

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 28.9.2018 kl. 03:33

13 identicon

 Hráefni í bílgeyma fer minnkandi svo það er spurnig hvort rafbílar sé framtíðarkosturinn. Hugsanlega finnast lausnir til að beisla raforkuna á annan hátt. Þetta er stór efnahagslegur kostur fyrir okkur íslendinga.En benzín og dízelvélar verða sífellt umhverfisvænni og síðan er það Metanið og hugsanlega Þóríum í fjarlægðri framtíð eins og Vélfræðingur benti á hér á mbl.is. Hvað veit maður hvað framtíðin ber í skauti sér.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 28.9.2018 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband