Leita í fréttum mbl.is

Styrmir skrifar um bankana

í Mogga.

Meðal annars segir hann:

"....Nú eru tveir af þremur bönkum í ríkiseigu. Fyrir nokkrum dögum var upplýst að Landsbankinn hefði greitt í arð af rekstri sínum frá árinu 2013 til þessa dags 131,7 milljarða króna, aðallega til ríkisins. Þetta eru miklir fjármunir og merkilegt að bankanum skuli hafa tekizt að skila svo miklum hagnaði af þjónustu við samfélag í sárum. Þessi hagnaður kemur ekki úr vasa annarra en viðskiptavina bankans.

Þessar tölur benda óneitanlega til þess að þarna sé á ferð milliliðastarfsemi sem taki alltof mikið til sín. Svo er auðvitað hugsanlegt að þessar miklu arðgreiðslur séu birtingarmynd annarrar sögu.

Nýju bankarnir, sem voru reistir á rústum hinna föllnu, fengu að kaupa eignir af þrotabúum þeirra fyrir hálfvirði eða þar um bil. Það er auðvitað hugsanlegt að þær eignir hafi skilað sér betur en talið var þegar þau viðskipti fóru fram og þar sé komin skýring á miklum hagnaði sem standi undir þessum miklu arðgreiðslum.

Ef það er skýringin er auðvitað ljóst að þessi mikli hagnaður hefur að einhverju leyti verið sóttur til þeirra þúsunda fjölskyldna sem misstu eigur sínar í kjölfar hrunsins þegar ýmist verðtryggðar skuldbindingar eða gengistryggðar ruku upp úr öllu valdi af ástæðum sem þær fjölskyldur báru enga ábyrgð á.

Hagsmunasamtök heimilanna hafa spurt hvers vegna fjölmargir þættir hrunsins hafi verið rannsakaðir ofan í kjölinn en ekki þessi þáttur þess. Það er réttmæt spurning. Það verður fróðlegt að sjá hvort einhverjir alþingismenn sjái ástæðu til að taka þessa ábendingu Hagsmunasamtaka heimilanna til umræðu á Alþingi.

En þegar hér er komið sögu er kominn tími til að ljúka því verki sem við hefur blasað í áratug að þyrfti að ráðast í, þ.e. endurskipulagningu fjármálakerfisins. Nú er ekki lengur um það deilt að bankakerfið er einfaldlega of stórt fyrir svo lítið samfélag og of dýrt.

Þó ber að taka fram að bankarnir hafa dregið saman seglin, þeir hafa fækkað útibúum sem auðvitað var sjálfsagt vegna tækniframfara og þeir hafa fækkað starfsfólki verulega. Þeir hafa líka staðið sig vel í þeirri tæknivæðingu sem gerir almennum borgurum kleift að stunda bankaviðskipti sín á nútímalegan hátt, þ.e. við tölvuna heima hjá sér eða í símanum. Framundan eru augljóslega nýir tímar í fjármálaheiminum með tilkomu nýrra fjártækni fyrirtækja sem geta átt eftir að breyta tilveru bankanna meir en við gerum okkur grein fyrir nú.

Þó er ljóst nú þegar að fyrirhuguð nýbygging Landsbankans í miðborg Reykjavíkur hlýtur að flokkast undir leifar frá liðnum tíma sem eigandi bankans, íslenzka ríkið, á auðvitað að stöðva. Það eru ekki frekar rök fyrir slíkri viðveru banka í miðborg heldur en voru fyrir sambærilegri viðveru fjölmiðlafyrirtækja í miðpunkti stórborga fyrir nokkrum áratugum sem mjög var til umræðu í þeirra veröld þá.

Núverandi ríkisstjórn hefur boðað hvítbók um fjármálakerfið innan tíðar. Vonandi verður þar ekki vikizt undan því að ræða þá grundvallarþætti sem hér hafa verið nefndir til sögunnar. Og væntanlega er öllum ljóst nú orðið að forsenda fyrir umræðum um breytingu á eignarhaldi ríkisins á tveimur bönkum af þremur er sú að fyrst verði lokið nýrri lagasmíð um endurskipulagningu bankakerfisins. Það er enn í grundvallaratriðum rekið með sama hætti og fyrir hrun ef eignarhaldið er undan skilið."

Ég kem ekki auga á annað en að íslenska ríkið græði ekki meira á öðru en að eiga þessa tvo banka.Ég kem ekki auga á að þeir geti selt þessar gullgæsir nema með tapi og þá til valinna einkavina.

Af hverju getur ríkið ekki rekið neitt með hagnaði nema ÁTVR? Og hversvegna er þá frekar nauðsynlegt að selja bankana að því mér skilst á skrifum Styrmis? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð grein hjá Styrmi, og það sem jafnan.

Hins vegar hef ég æ meiri áhyggjur af vaxandi styrkjum til orkufyrirtækjanna frá ESB.  Með sama áframhaldi mun land okkar og auðlindir verða selt undan fótum okkar og landslýður allur verða leiguliðar í því sem áður var land okkar.  Slík virðist vera stefna nær allra þingflokka hér á landi.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 30.9.2018 kl. 14:05

2 identicon

Þessar arðgreiðslur bankanna til ríkissjóðs eru auðvitað komnar frá viðskiptavinum bankanna, engum öðrum. Hægt væri að lækka tekjuskatt um 15-20% ef þær væru felldar niður, einföld hagfræði.

Örn Johnson (IP-tala skráð) 30.9.2018 kl. 15:01

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Með eignarhaldi sínu á þessum bönkum er ríkið að skattleggja landslýð sem nemur hagnaði bankanna, að hluta. Ekki flókið. Ekkert hefur breyst. Í stað óstýrilátra og misvitra bjálfa, hefur ríkið nú tekið að sér að taka almenning í afturendann, með okurvöxtum.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 1.10.2018 kl. 02:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband