Leita í fréttum mbl.is

Lausn húsnæðisvandans

er Margréti Blöndal nýkjörnum formanni Leigjendasamtakanna ofarlega í huga.

Ég hef lengi spáð í af hverju engir stjórnmálamenn kæra sig um að gera neitt í lausn þessa greinilega vandamáls. Sérstaklega er viljaleysi félagshyggjufólksins eins og til dæmis Dags B. Eggertssonar og slíks fólks æpandi.

Í rauninni er þetta auðleyst mál í Reykjavík. Ekki þarf annað en að fara upp í Geldinganes og búa þar til nokkrar götur. Við þær verða kannski 500 til 1000  fermetra lóðir.Á þessum lóðum má reisa gámahús af ýmsum stærðum eða önnur ódýr hús. Þau verða leigð út á svona hundraðþúsund kall  sem nægir til að borga þau niður. Útsvör íbúanna verða látin duga til að borga lóðakostnaðinn. Það hlýtur að vera hægt að fá fjármagn til svona þjóðþrifamála.

Seinna má byggja alvöruhús á þessum lóðum.

Kópavogur, Garðabær, Mosó og Hafnarfjörður geta gert svipað og þetta. En bæjaryfirvöld þar kæra sig heldur ekki neitt um að leysa húnsæðisvandann.Þau einblína bara á að stórir verktakkar fái lóðir og selji flottar íbúðir á 500þúsund til milljón á fermetrann.

Vill Margrét ekki bara fela mér, elliæru gamalmenninu, að leysa þetta fyrir hana úr því að ekkert alvöru fólk vill gera neitt? Ég held að þetta sé ekkert sérlega flókið mál. En þá verður  sveitarstjórnarfólkið auðvitað að spila með en ekki á móti.

Vantar ekki bara viljann til að leysa þannan margumrædda húsnæðisvanda?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 3418189

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband