7.10.2018 | 12:26
Er hann ruglaður?
þessi formaður minn í mínu verkalýðsfélagi Ragnar Þór Ingólfsson?
Hann lætur þetta frá sér fara:
" Ef ekki verður látið af gegndarlausu vaxtaokri á íslenska alþýðu og endalausum hótunum um að hækka vexti og verðlag eða fækka störfum, verði kröfum verkalýðshreyfingarinnar mætt um mannsæmandi lífskjör,
munum við svara með aðgerðum og hörku sem ekki hafa sést áður á íslenskum vinnumarkaði.
Ég verð að segja fyrir mig persónulega að ég er gjörsamlega búinn að fá upp í kok af endalausum hótunum í garð verkalýðshreyfingarinnar og hér fari allt á hliðina ef við gerum kröfu um að geta lifað með mannlegri reisn af dagvinnulaunum.
Ég vil spyrja og vinsamlega svarið, er ekki komið nóg af þessum gegndarlausa áróðri og hótunum? Ætlum við virkilega að láta í minni pokann fyrir hagstjórn aukinnar misskiptingar lífsgæða og auðsöfnun fárra.
Ætlum við að gefa eftir landið okkar og þjóðarauð átakalaust með því að samþykkja að hlaupa hraðar og hraðar á hamstrahjóli auðvaldsins til þess eins að enda sem öreigar á lífeyri?"
Órökstuddar fullyrðingar og slagorð. Vaxtaokur á peningum sem hann sjálfur varðveitir fyrir umbjóðendur sína. Hvað eru mannsæmandi lífskjör? Hvernig eru þau skilgreind fyrir aldraða og öryrkja, einstæðar mæður, atvinnuleysingja?
Hann er búinn að fá upp í kok. Hann ætlar hiklaust að setja styrjaldarástand á í þjóðfélaginu af því að hann er í fýlu?
Hverskonar maður er þetta eiginlega? Er hann bara kexruglaður?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 3420590
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Athugasemdir
Sæll Halldór jafnan - sem ogv aðrir gestir, þínir !
Halldór !
Nei: Ragnar Þór Ingólfsson er ekki ruglaðri, fremur en ég og þú, Verkfræðingur snjalli.
Hann er einungis einn - FJÖLMARGRA, sem vilja stinga á þeim eitur- kýlum, sem fengið hafa að vaxa og dafna, í skjóli Engeyjar- Mafíunnar, sem:: með FLEST alla hluti hefur fengið að ráðskazt í samfélaginu, allar götur frá hinni hörmulegu Lýðveldisstofnun á Þingvöllum. í Júní 1944, fornvinur ágætur.
Viðurstyggð Engeyinganna: er sízt minni í okkar samtíma, sem undanfarna áratugi, fremur en Sturlunga hyskisins og Gissurar Þorvaldssonar og hans nóta:: lungann af 13. öld inni, forðum.
Og við sáum - hvernig fór, á árunum 1262/164, Halldór minn.
Öngþveiti: sjúklegrar uppivöðzlu Sjálfstæðisflokksins (lesizt Engeyinganna) og attaníossa hans / úr hinum ýmsu flokkum öðrum, sem og stjórnlaus ofur- græðgi á kostnað almanna hagsmuna, mun steypa þessu landi í enn dýpri forir, en þeirri sem varð, á 13. öldinni, að öllu óbreyttu !
Svo góðan samanburð - höfum við upp á að hlaupa frá Síð- Miðöldunum, Halldór minn !!!
Með hinum beztu kveðjum: engu að síður, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.10.2018 kl. 14:24
Sem ein af mörgum sem kusum ekki Ragnar Þór til forystu í VR finnst mér hann full herskár og finnur sér augljóslega allt til að steyta hnefann og upphefja sjálfan sig.
Er láglaunakona innan VR og finn sárlega til stéttaskiptingar innan þess félags þar sem þeir launahærri hirða alla sjóði og varasjóður hvers og eins lækkar í prósentum ár frá ári, augljóslega mest hjá þeim lægst launuðu.
Held hann ætti fyrst og fremst að líta sér nær áður en blæs í herlúðrana.
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2018 kl. 20:40
Sigrún Guðmundsdóttir ef þú ert láglaunakona þá hefði maður haldið að þú værir frekar ánægð með baráttu formanns VR fyrir bættum kjörum þínum og þeirra sem lifa við sult og seyru í þessu krummaskuði sem við búum í, eða ertu kannski ein af þeim sem kjósa alltaf sjálfstæðisflokkinn sem í gegnum áratugina hafa stundað hryðjuverk og stöðugar árásir á veikt fólk lífeyrisþega og eldri borgara þessa lands? Láglaunastefna og brauðmolaskömmtun elítunnar með hryðjuverkaleiðtoga nn Bjarna Erdogan Ben er liðin undir lok auk sveltistefnunnar, þessvegna verður ekki komið í veg fyrir hörku og alvöru hins almenna láglaunamanns, það er löngu komin tími til þess að lemja ærlega á elítunni og arðræningjum landsins öðruvísi verður réttlætinu ekki fullnægt.
kermit (IP-tala skráð) 7.10.2018 kl. 21:40
Komið þið sæl - að nýju !
Sigrún !
Það er FULLKOMIN innistæða: fyrir bræði Ragnars Þórs, eftir það sem á undan er gengið, í þessu görótta samfélagi, þó hvergi örli á nokkurri sjálfs upphafningu af neinu tagi, í hans ranni.
Og þess þá heldur - sért þú á lágum launum, sem félagsmaður í Verzlunarmannfélagi Reykjavíkur:: því ríkari er ástæðan til,að þú gangir keik til liðs við Ragnar og hans fólk / ekki hvað sízt, í ljósi starfshátta ýmissa fyrirennara hans, eins og Ólafíu Rafnsdóttur nú síðast (2013), og þar áður Stefán Einar Stefánsson:: hvorutveggju luðrur, og prívat hagsmuna potarar bæði tvö, því miður.
Reyndar Sigrún: má þakka eiginlega fyrir, að ekki kynni að skapast algjört upplausnar ástand hér á landi, eins og suður í Frakklandi forðum (1789) t.d., þó ekki væri nema vegna Þingvalla scandalans 18. Júlí s.l., þó aðeins það eina dæmi um Miljóna og Milljarða sukkið í dæmafárri stjórnsýslunni hérna, væri til tekið.
Sömu kveðjur: sem seinustu /
Óskar Helgi Helgason
fyrrum félagsmaður Verzlunarmannafélags Árnesssýslu / og síðar hins samnefnda, suður í Reykjavík, þó austan fjalls búi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.10.2018 kl. 22:04
Æ góðu herramenn verið ekki með þessar hrútskýringar við mig sem henta ykkar beiskju. Ég veit alveg hvar ég stend og hvað ég fæ í laun - og hvað ég ætlast til að mitt verkalýðsfélag geri fyrir mig.
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2018 kl. 22:31
.... sem ærlegur og vel meinandi Eyrbekkingur, vildi ég einungis vekja þér þrótt og áræðni til, að ganga í raðir Ragnars Þórs, miðað við kringumstæður, allar.
Og - svona þér að segja Sigrún, kann ég lítt að meta eitt hinna nýjustu skrípa yrða 21. aldar íslenzkunnar, sem hið óþjála og villandi ambögu orð, sem hrútskýringar má kalla.
Sértu beiskjulaus aukinheldur: í ljósi atburðarásar síðustu ára og áratuga, er kannski ekki að undra, að þú kjósir jafnvel, að ganga svipugöng Engeyjar ættar ömurleikans / og alls þess, sem honum fylgir, Sigrún mín.
Væri svo - mætti sannarlega kalla þig aumkvunarverða, þó svo ég voni reyndar, að mér skjöplizt þar um, að nokkru.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.10.2018 kl. 22:59
"Ég vil spyrja og vinsamlega svarið, er ekki komið nóg af þessum gegndarlausa áróðri og hótunum? Ætlum við virkilega að láta í minni pokann fyrir hagstjórn aukinnar misskiptingar lífsgæða og auðsöfnun fárra."
Þú, Halldór ert búinn að svara þessu. Ég get ekki séð annað en að þetta sé allt rétt sem Ragnar Þór segir.
Haukur Árnason, 8.10.2018 kl. 01:04
"Ætlum við virkilega að láta í minni pokann fyrir hagstjórn aukinnar misskiptingar lífsgæða og auðsöfnun fárra."
Svar þitt Haukur er að hagkerfið beri stórhækkun launa, örorkubóta og hverskyns annarrar hækkunar á tekjum allra.
Það er ekki auðsöfnun fárra heldur allra.
Ef það kostar margra vikna verkfall að ná þessu fram þá hefur það heldur engar afleiðingar eða kostar fórnir þeirra sem færa þær fyrir Rag nar Þór?
Halldór Jónsson, 8.10.2018 kl. 06:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.