Leita í fréttum mbl.is

Hvar týndist kurteisin?

sem menn kunnu í gamla daga?

Af hverju er þessi síbylja um ofsóknir, ofveldi og ruddaskap  allstaðar?

Svo segir í Mogga:

"Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­málaráðherra seg­ir að launakann­an­ir séu of tak­markaðar í eðli sínu til að slá nokkru föstu um kyn­bundið mis­rétti er kem­ur að laun­um. Hún seg­ir að þær álykt­an­ir sem dregn­ar eru af töl­um Hag­stof­unn­ar um meðal­at­vinnu­tekj­ur karla og kvenna á vef Kvenna­frí­dags­ins séu bein­lín­is rang­ar.

Þetta seg­ir Sig­ríður á Face­book-síðu sinni og bend­ir einnig á að ung­ar kon­ur á aldr­in­um 18-27 ára sem starfi hjá hinu op­in­bera, fái hærri laun en karl­ar á sama aldri. Þær mæti því „vænt­an­lega aðeins fyrr til vinnu í fyrra­málið“.

Á vef Kvenna­frí­dags­ins kem­ur fram að þar sem meðal­at­vinnu­tekj­ur kvenna nái ein­ung­is 74% af meðal­at­vinnu­tekj­um karla, fái kon­ur 26% minna greitt að meðaltali en karl­ar fyr­ir störf sín. Af þeirri ástæðu gengu kon­ur um allt land frá vinnu sinni kl. 14:55 í dag, þegar 74% vinnu­dags­ins voru að baki."

Af hverju er þjóðin orðin svona illa uppalin að hún geti ekki hegðað sér af kurteisi gagnvart konum sem öðrum?

Ekki man ég til þess að strákar sem voru með manni í skólanum hafi hegðað sér ruddalega gagnvart stelpunum.Þetta var bara innbyggt í alla að hegða sér vel. Slagsmál milli stráka voru frekar sjaldgæf en ofbeldi gegn stelpum þekktist ekki.

Af hverju er allt þjóðfélagið orðið svona upptekið af kynbundnu ofbeldi, misrétti og dellu að það er ekki þverfótað? Hvar er gamla séntilmennskan? Af hverju lögðum við af þéringar einir þjóða? Niðuráviðsnobberí kallaði Einar Magg þetta.

Hvar týndist kurteisin?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá var líka borin virðing fyrir þeim eldri

nú virðist það vera þvert á móti

prófið að googla "virðing" það koma uppi fjármálfyrirtæki!

Grímur (IP-tala skráð) 25.10.2018 kl. 16:28

2 identicon

Hvers vegna ruddaskapur?

Það er til einfalt svar við því. Með því að hrópa niður andstæðinginn, þá gefst honum ekki færi á að koma sínum skilaboðum á framfæri.

Nú er t.d. verið að taka niður Sigríði Andersen fyrir það eitt að mótmæla upplognum tölum feminínista. Með hávaða og látum, stöðugum hatursáróðri og illgirni, má þagga niður í umræðunni, sem er óþægileg fyrir lygarana.

Hér áður fyrr, í ónefndu Evrópulandi gengu vinstri-sveitir brúnstakka og kommúnista um götur, og börðu á óvinum sínum.
Nú ganga samskonar sveitir um götur internetsins og mannorðsmyrða fólk sem gengur ekki í takt við öfgalýðinn.

Ég geri ráð fyrir að þetta versni bara, þangað til fólk tekur sig saman um að vinna á þessum fasistaskríl.

Hilmar (IP-tala skráð) 25.10.2018 kl. 19:45

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Fái þetta óréttlæti að viðgangast lengur getur það svo auðveldlega   breyst í líkamlegt ofbeldi. Ung kona frá Hondúras, hamingjusamlega gift Íslendingi lofar frelsið hér. Hana langar ekki einu sinni í heimsókn til fæðingar lands síns og hefur sagt okkur frá ömurlegu ástandi þar og að systkin hennar hafi orðið (og hún) að bera skammbyssu á sér,öðruvísi gátu þau ekki varist.

Helga Kristjánsdóttir, 26.10.2018 kl. 02:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband