Leita í fréttum mbl.is

Lýđsleikjur

nefnir Vilhjálmur Bjarnason ţá stjórnmálamenn sem sífellt upphugsa bjargráđ međ ţví ađ krefjast ađkomu lífeyrissjóđa ađ sínum gćluverkefnum. Vilhjálmur segir m.a.:

"... Nú er svo komiđ ađ alţingismenn hafa misst öll völd. Alţingismenn skulu ekki sitja í ráđum og nefndum, ef hinar minnstu líkur eru á ađ ţeir úthluti gćđum. Vissulega fylgdu ţví mikil völd ađ geta úthlutađ lánum, sem aldrei átti ađ greiđa til baka. Lán međ lágum vöxtum á miklum verđbólgutímum voru ekki lán, heldur ölmusa, einnig nefnt lánafyrirgreiđsla.

Fjármálafyrirtćki eru ekki hluti af málefnum félagsmála. Fjármálafyrirtćki reka viđskipti. Ţó kann ţetta ađ skarast. Ţannig eru lífeyrissjóđir fjármálafyrirtćki, sem hafa ţá einu skyldu ađ greiđa félögum lífeyri ađ loknum starfstíma.

Ţađ er ekki „samfélagsleg skylda lífeyrissjóđa ađ standa undir hagvexti í landinu“, eins og alţingismađur nokkur og hagsnillingur sagđi í ţingrćđu.

Ţađ er heldur ekki skylda lífeyrissjóđa ađ „veita lán gegn lágum vöxtum“ til ađ fjármagna fasteignamarkađinn. ...

Ţađ er leiđ til frama ađ mćla fagurt. Ţeir, sem mćla fagurt án innihalds og ţurfa ekki ađ standa undir fagurmćli á sinn kostnađ, eru lýđsleikjur. Lýđsleikjur nútímans, og ýmsar ţeirra sitja nú á Alţingi, horfa mjög til ţeirra fjármuna, sem eru bundnir í lífeyrissjóđum. Lýđsleikjur telja eignir lífeyrissjóđa „fé án hirđis“. Ţessum gćđum vilja lýđsleikjur úthluta ađ sínum geđţótta, án ţess ađ gćta ađ ţeim skyldum sem á lífeyrissjóđum hvíla, en skyldurnar eru ađeins ađ greiđa lífeyri ađ loknum starfsaldri.

Lýđsleikjur í verkalýđshreyfingunni geta átt ađkomu ađ ţví ađ gćta ađ réttindum eigenda lífeyrisréttinda. Ţar geta lýđsleikjur orđiđ hćttulegar. Vilji sumra í ţeim flokki stendur til ađ nota lífeyrisssjóđi til ađ úthluta gćđum án eđlilegs endurgjalds. Lengst ganga sumar lýđsleikjur, sem telja ađ lánastofnanir séu ađ „notfćra sér neyđ og bágindi“ međ ţví ađ lána međ lánskjörum, sem gera kröfu um ađ endurgreiđsla sé ađ jafnvirđi lánsfjárins auk hóflegra vaxta.

Ef lýđsleikjur og skjólstćđingar ţeirra leita á náđir svokallađra „smálánafyrirtćkja“ vegna lána til fasteignakaupa, ţá vandast mál. Á ríkisvald, yfir og allt um kring, ađ vernda slíka lántaka?

Á einstaklingur aldrei ađ bera ábyrgđ á sjálfum sér og gjörđum sínum? Eđa á ríkisvaldiđ ađ vernda réttindi í slíkri „einkabankastarfsemi“? Auđvitađ ekki. 

 

....Viđ skođun á gögnum kemur í ljós ađ útlán til einstaklinga, sem tryggđ eru međ veđi í fasteignum eru um 1.200 milljarđar. Ţessi lán skiptast á lífeyrissjóđi, Íbúđalánasjóđ og banka. Íbúđalánasjóđur og bankarnir fjármagna sín fasteignalán međ lántökum hjá lífeyrissjóđum.

Ţađ er eđlilegasti hlutur í heimi ađ lífeyrissjóđir festi fjármagn sitt í skuldabréfum, ţar til ţörf er á lausu fé til greiđslu lífeyris. Ef fariđ verđur í félagslegar framkvćmdir í húsnćđismálum verđur ţađ ekki á kostnađ lífeyrissjóđa, eđa međ skiljanlegri hćtti skal sagt: Eigenda lífeyrisréttinda. Nema ef ţađ er almennt samkomulag um ađ eftirlaunaţegar hafi ţađ of gott.

Ţá vćri rétt og eđlilegt ađ skerđa ţessi góđu réttindi! 

...Fyrir nokkrum árum var skipuđ „sérfrćđinganefnd“ um málefni tengd verđtryggingu á lánamarkađi. Helstu niđurstöđur ţeirra „sérfrćđinga“ voru ađ lántakendur skyldu niđurgreiđa „óverđtryggđ“ lán sín međ séreignasparnađi sínum, ţó međ ţví ađ nýta ađ hluta skattfríđindi. Slík niđurgreiđsla var ekki heimil í „verđtryggđum“ lánum.

Ekki var hćgt ađ fá ţađ fram hvađ voru „óverđtryggđ lán“ eđa hvar ţau hafi veriđ í bođi! Sumt í skýrslu „sérfrćđinganefndarinnar“ voru hreinar rangfćrslur. Samanburđur „sérfrćđinganna“ á endurgreiđsluferlum lána voru hreint bull. Eđa jafnvel tillögur til ađ íţyngja lánţegum!

Ţar er átt viđ ađ setja hámark á lánstíma „verđtryggđra lána“. Endurbćtt tillaga hagsnillings var sú ađ lánstími mćtti lengst vera „75 ár – aldur lántaka“.

Ekki voru ţađ lánastofnanir sem báđu um slíka vernd. Nú hefur doktor í hagfrćđi, sem nú situr á Alţingi, gengiđ í flokk međ lýđsleikjum og lagt til ađ lánstími „verđtryggđra lána“ megi lengst vera 25 ár.

Eins og Alţingi komi lánstími viđ!

Stytting á lánstíma úr 40 árum í 25 ár hefur í för međ sér 35% hćkkun á árlegri greiđslubyrđi. Lánastofnanir eru ekki ađ biđja um slíka styttingu og íţyngingu fyrir lánţega. Er slík stytting til hagsbóta fyrir lántaka? Ţeir geta alltént greitt aukagreiđslur af lánum sínum ef fjárhagsađstćđur leyfa.

Og hví mega „verđtryggđ“ lán vera skemmst til fimm ára? Hvađ ef lántaki greiđir lán sitt upp á skemmri tíma en fimm árum? Er ţá veriđ ađ brjóta á „rétti lánveitanda“?

Skyldur löggjafans Ţađ er skylda löggjafans ađ löggjöf um samninga og vexti taki miđ af sanngirni. Ţađ er einnig skylda ríkisvaldsins ađ viđhalda stöđugleika til hagsbóta fyrir lántaka, hvort heldur einstaklinga eđa fyrirtćki.

Löggjafa kemur lánstími ekkert viđ. Löggjafi getur heldur ekki breytt margföldunarreglum. Eđlileg löggjöf og stöđugleiki skilar sér í góđum lánskjörum fyrir lántakendur.

Sértćk skattlagning á lánamarkađi, sem á sér upptök í góđmennskuköstum hjá lýđsleikjum, fellur til greiđslu hjá lántakendum. Varist góđmennskuköst. Eđlilegar leikreglur eru ávallt til heilla og skila betri árangri en góđmennskuköst."

Lýđsleikjur er sú gerđ fólks sem er mest áberandi í stjórnmálum samstímans.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Betra ađ vera lýđsleikja en rasssleikja Halldór.

Vilhjálmur Bjarnason er ţó ekki rasssleikja heldur ţröngsýnn og íhaldssamur karlfauskur eins og flestir hans jábrćđur.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.10.2018 kl. 14:04

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ekki tel ég ţig fremri Vilhjálmi nema síđur sé

Halldór Jónsson, 26.10.2018 kl. 19:50

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 3419867

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband