1.11.2018 | 18:06
Falli krónan fellur fullveldið.
Oddný Harðardóttir skrifar grein í Fréttablaðið í dag undir yfirskriftinni Króna og kjörin.
Hún er trúuð á það að samningur í Evru séu betri en samningur í krónum. Og ekkert þar á milli. Hún segir:
"Á dögunum hitti ég ungan framhaldsskólanema sem vildi vita hvers vegna peningastefnan og fall krónunnar væri til umræðu á þinginu og samtalið var einhvern veginn svona:
Hvers vegna fellur krónan?
Þegar það dregur úr eftirspurn eftir henni. Þegar þeim fækkar sem vilja skipta út öðrum gjaldmiðlum fyrir krónu. Hvaða afleiðingar hefur það? Krónan veikist gagnvart öðrum gjaldmiðlum, verð á innfluttum vörum hækkar sem leiðir til aukinnar verðbólgu, vextir hækka og allt verður dýrara og erfiðara fyrir venjulegt fólk. En gengislækkun er góð fyrir ferðaþjónustuna, sjávarútvegsfyrirtækin og allar útflutningsgreinar, sem fá fleiri krónur fyrir erlendan gjaldeyri.
Hvers vegna styrkist krónan?
Þegar eftirspurn eftir henni eykst. Þegar þeim fjölgar sem vilja skipta á öðrum gjaldmiðlum fyrir krónu. Þess vegna hefur ferðaþjónustan svona mikil áhrif á krónuna. Þegar erlendum ferðamönnum fjölgar sem skipta sínum peningum yfir í krónur, styrkist krónan. Hvaða afleiðingar hefur það? Krónan styrkist gagnvart öðrum gjaldmiðlum, verð á innfluttum vörum lækkar og það verður ódýrara fyrir okkur að versla í útlöndum. Það dregur úr líkum á verðbólgu. En það er ekki gott fyrir ferðaþjónustu, sjávarútvegsfyrirtæki og allar útflutningsgreinar og það mun hafa áhrif á hag almennings til hins verra þegar störfum fækkar.
Hvers vegna erum við þá með krónu?
Það er vegna þess að sumir græða á henni og einmitt þeir sem ráða miklu. Hún sveiflast og þegar við erum efst í sveiflunni þá líður fleirum nokkuð vel en í lægðinni líður almenningi illa, sérstaklega fólki sem er á lágum launum því almenningur ber kostnaðinn af lægðinni. Krónan getur líka auðveldlega falið mistök stjórnvalda. Kostnaði við þau mistök er velt yfir á almenning í formi veikrar krónu. Og þó að krónan sé afar slæm fyrir rekstur fyrirtækja og heimila og ómögulegt sé að gera langtímaáætlanir þá vilja fyrirtæki sem græða á veikri krónu halda henni. Þau fyrirtæki sem geta, fara með starfsemi sína úr landi og atvinnutækifæri hér heima verða færri og atvinnulífið einsleitara. Þeir sem eiga sparifé fara líka með það úr landi frekar en að taka áhættuna með krónunni. Allt hefur þetta áhrif með einum eða öðrum hætti á kjör almennings til hins verra.
Hvað er best að gera?
Það er best að klára samninginn við ESB, leggja hann fyrir þjóðina sem samþykkir væntanlega góðan samning og taka upp evru í kjölfarið. Gera eins og svo margar aðrar þjóðir. Taka upp gjaldmiðil sem er varinn fyrir sveiflum af fimm hundruð milljónum manna og hætta að borga dýru verði fyrir minnsta sjálfstæða gjaldmiðil i heimi. En tekur þetta ekki svo langan tíma? Þetta tekur einhvern tíma, kannski tvö til þrjú ár, en klárast ekki nema á því sé byrjað.
Er þá eftir nokkru að bíða?
Nei."
Hún kemst auðvitað að kolrangri niðurstöðu fyrir því hversvegna krónan lækki og kennir öllu, öðrum um en sjálfri sér sem kjararáðsþingmanni.
Hún gerir ekki tilraun til að svara því hvað krónan gerir fyrir þjóð sem lendir í erfiðleikum eins og hrapi á útflutningsmörkuðum eða lendir í bankahruni eins við við gerðum fyrir 10 árum.
Hvernig við komust út úr því með gengisfalli.
Hvernig Grikkir sitja enn í súpunni með Evruna sem þeir hafa ekki ráð á.
Ef það væri um það að velja ef við gætum kastað krónunni núna ein s og Oddný vill, tekið upp upp Evru og gert vitlausa kjarasamninga í framhaldinu.
Hver yrði niðurstaðan? Myndu fyrirtæki bara getað borgað hærri laun? Yrði næg atvinna?
Það afhjúpast hversu takmarkaðan skilning þessi þingmaður og aðrir í ESB fullveldissöluflokkunum hafa á hagfræði.Þeir skilja hvorki upp né niður í því að það eru takmörk fyrir því verði sem hægt er að krefjast fyrir alla skapaða hluti.
Það er krónan sem er forsenda fyrir því að 300.000 Íslendingar geti verið sjálfstæð þjóð. Það er ástæðan fyrir hatri fullveldisandstæðinganna á henni.
Falli krónan fellur fullveldið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.2.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
fiski
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
jvj
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Athugasemdir
Verði 3. Orkumálapakki ESB samþykktur á þingi, svo sem Þórdís Kolbrún Reykás varaformaður Sjálfstæðisflokksins vill, þá mun allt falla Halldór minn. Landsvirkjun mun verða bútuð niður í nokkrar kennitölur og geymd í skattaskjólsskúffu aflandseyinga. Lepparnir og landshöfðingjarnir eru, og hafa alltaf verið, verstu óvinir þjóðarinnar, sjálfstæðis hennar og fullveldis.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 1.11.2018 kl. 18:40
Krónan er auðvitað ekki forsenda fullveldis. Það er tóm þvæla. Land getur vel verið fullvalda þótt það hafi tiltölulega stabílan gjaldmiðil. Krónan hefur kosti, eins og þú bendir á. En hún hefur líka galla. Megingallinn er kannski sá að það er erfitt að gera langtímaáætlanir með svona gjaldmiðil. Það hindrar til dæmis að hér myndist alvöru virðisaukandi iðnaður á borð við þann sem er mikilvæg grunnstoð í mörgum öðrum löndum, t.d. Þýskalandi, Frakklandi, Svíþjóð og Danmörku svo eitthvað sé nefnt.
Þorsteinn Siglaugsson, 1.11.2018 kl. 21:14
Stenst ekki Þorstgeinn. Krónan er bara ennein breyta í áætlanagerð sem er auðveldari en flestar aðrar. Tala af 38 ára reynslu í fyrirtækjarekstri
Halldór Jónsson, 1.11.2018 kl. 21:41
Algerlega ósammála freksr hugeliðingum þínum
Halldór Jónsson, 1.11.2018 kl. 21:42
Símon, eru til töflur geng þesari Engeyjarfóbíu sem þú þjáist af?
Halldór Jónsson, 1.11.2018 kl. 21:43
Við skulum muna hvað félagi Össur gerði þegar kom að því að "kíkja í pakkann" um fiskveiðistjórnun ESB.
Eftir að einhverjir útvaldir höfðu útskýrt kaflann fyrir honum þá voru skjölin látin hverfa inn í skjalskáp ráðuneytisins og eru þar enn óhreyfð.
Össur hélt svo hverja ræðuna á fætur annarri um mikilvægi kynlífs hjá löxum í Þingvallavatni til að dreifa athyglinni.
Grímur (IP-tala skráð) 1.11.2018 kl. 22:08
Halldór, ég minntist ekki einu orði á Engeyinga, heldur aflandseyinga. En ég skil þig svo sem vel að telja það sem eitt og það sama, sem hlita fyrir heild.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 1.11.2018 kl. 22:28
... sem hluta fyrir heild. Gott annars að þú ert ánægður með forystuna og 20,8% fylgið, og fallandi.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 1.11.2018 kl. 22:31
En varðandi krónuna, þá er ég þér sammála að hún er sjálfstæði okkar og fullveldi nauðsynleg. Bendi öllum á að lesa afbragðsgóðan pistil á stundinni eftir Hilmar Þór Hilmarsson, hagfræðiprófessor við HA. Pistillinn er andsvar hans við grein eins helsta hugmyndafræðings Samfylkingarinnar, Baldurs stjórnmálafræðiprófessors við HÍ. Í stuttu máli er pistill Hilmars rothögg fyrir íslenska evruupptöku aðdáendur.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 1.11.2018 kl. 22:48
Góð umræða í allgóðu kopmpaníi, Halldór!
Oddný slær met í einfeldni
og aftur Þorsteinn í tvöfeldni.
Þrefalt skárri er "skúrkurinn" sá,
sem skartar nafni, er byrjar á H.
Jón Valur Jensson, 2.11.2018 kl. 03:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.