Leita í fréttum mbl.is

Miðflokkurinn á móti

3.orkupakkanum.

"Á hundrað ára fullveldisafmæli virðist allt benda til þess að ríkisstjórnin ætli sér að innleiða hinn svokallaða þriðja orkupakka Evrópusambandsins, þrátt fyrir ótal viðvaranir, heiman frá og að utan.

Það er ótækt að jafn stórt hagsmunamál og hér um ræðir sé látið reka á reiðanum af starfandi stjórnvöldum. Að líkindum í trausti þess að málið, sem kallar á verulegt fullveldisframsal, renni í gegnum ríkisstjórn og Alþingi, án þess að til varna verði tekið.

Á hundrað ára fullveldi Íslands virðist ríkisstjórn landsins fyrirmunað að gera það eina sem þjóðin krefst af henni, það er að verja fullveldið, fullveldið sem svo margir lögðu svo mikið á sig til að öðlast. "

Á ég sem Sjálfstæðismaður að þurfa að þola það að þingflokkurinn samþykki 3. Orkupakkann?

Miðflokkurinn er þó allavega á móti.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, Halldór, þú átt ekki að þurfa að þola það.

Gjör rétt, þol ei órétt.  Miðflokkurinn er svarið fyrir sjálfstæða menn, eins og mig og þig.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 5.11.2018 kl. 16:37

2 identicon

Samviskan er þrautum þyngri,

þögnin jafnvel ennþá slyngri. 

Það er sagt að þingsins hjarta,

þoli ekki ljósið bjarta.

Ætla nú í raun að ræna,

rafmagni um kapal spræna. 

Þetta segir þögnin okkur,

þannig vinnur drullusokkur.

Hafsteinn Reykjalin (IP-tala skráð) 6.11.2018 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband